Morgunblaðið - 17.09.2022, Side 16

Morgunblaðið - 17.09.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Efnahagsmál verða einna brýnustu verkefni vetrar- ins. Mikilvægt er að koma böndum á verðbólguna og ná fyrri styrk ríkissjóðs, segir Ingibjörg Ólöf Isak- sen þingmaður Fram- sóknarflokks. „Húsnæðisliðurinn hefur afgerandi áhrif til hækk- unar vísitölu. Því er mikilvægt að auka fram- boð lóða til þess að draga úr spennu á mark- aðnum. Heilbrigðismálin verða einnig áfram í brennidepli en nú með öðru sniði en var. Covid er á undanhaldi en verkefnin eru áfram ærin. Nú þarf að huga að þeim mann- auði sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Þá þarf einnig að huga að geðheilbrigði og lýðheilsu en stefnt er að því að leggja fram tvær að- gerðaráætlanir þar að lútandi á þingvetrin- um sem nú var að hefjast.“ Ingibjörg segir að síðustu ár hafi ríkis- stjórnin staðið fyrir mikilli uppbyggingu inn- viða. Mikilvægt sé að halda því áfram en vera á sama tíma meðvituð um stöðu hagkerfisins. „Með stríðinu í Úkraínu höfum við verið minnt á mikilvægi þess að anna grunnþörfum samfélagsins sjálf, þá sérstaklega orku- og fæðuöryggi. Við þurfum að standa vörð um sjálfstæði okkar í þessum málum enda eru þetta öryggismál sem tryggja sjálfstæði og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg og jafnframt: „Orkumál tengjast baráttu við loftslags- vána. Þar hefur Ísland háleit markmið. Við stefnum að orkuskiptum og þar er græn orka lykilmál. Með nýtingu hennar spörum við gjaldeyri og sköpum verðmæti. Ísland hefur öll tækifæri til þess að verða leiðandi í lausn- um í stað jarðefnaeldsneytis. Í því samhengi er mikilvægt að bæði ríkið og almenningur styðji við nýsköpun. Hagvöxtur framtíðar byggist á grænni orku.“ Tryggja öryggi og sjálfbærni „Alþingi stendur andspænis mýmörgum þingmálum á þessum þingvetri og mörg þeirra eru flókin úrlausnar. Þar nefni ég helst aukna verðbólgu sem er farin að hafa mikil áhrif á verðlag í landinu og bítur verulega,“ segir Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar. „Verðlag hefur hækkað mikið sem veldur lágtekju- og millitekjuhópum miklum erfiðleikum. Ofan á það hefur Seðlabankinn brugðist við þessari stöðu með því að hækka stýrivexti sem kemur harðast niður á ungu fólki sem nýver- ið festi kaup á eigin húsnæði sem og fólki á leigumarkaði sem flest eru ungar barnafjölskyldur. Þessar miklu vaxtahækkanir valda miklum erfiðleikum hjá þessum hópum og Alþingi þarf að taka þessa stöðu alvarlega,“ segir Guð- brandur sem verður tíðrætt um efnahagsmálin og framvindu þeirra. „Þá munu þær verðlagsbreytingar, sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var núna í vikunni, verða til umræðu á næstunni. Mörg okkar eru þeirrar skoðunar að þær geri ekkert annað en að auka á erfiðleikana. Ríkisstjórnin sýnir ekki gott fordæmi með þessum hækkunum heldur þvert á móti.“ Gerð kjarasamninga í vetur segir Guðbrandur að valdi sér áhyggjum, því ákveðnir aðilar á vinnumarkaði hafi boðað harðar aðgerðir. „Þeim ber að sjálfsögðu skylda til að verja kaupmátt síns fólks. Ef allt fer í hnút með tilheyrandi vinnustöðvunum þá er hætt við að staðan hér verði önnur og verri en sú sem birtist okkur nú,“ segir þingmaðurinn. Verðbólgan bítur verulega „Mál er varða aukna orku- framleiðslu, innflytjenda- mál og húsnæðismál ættu að vera forgrunni nú, “seg- ir Bergþór Ólason þing- maður Miðflokks. „Engan tíma má missa við að bæta starfsskilyrði bænda sem nú eru margir komnir að fótum fram eftir ítrekuð högg. Þá ætti að draga verulega úr straumi rétttrúnaðarmála sem allt kollkeyra þessi þingin. Áherslan verður að vera á aukna verðmætasköpun atvinnulífsins því það er eina leiðin til að velferðarkerfin, sem eru okkur svo mikilvæg, standist væntingar.“ Bergþór segir að sér virðist sem stjórn- málin nú séu föst á tímabili ákvarðanafælni stjórnvalda. Slíkt skaði atvinnulífið og dragi úr fyrirsjáanleika og áræðni fólks. „Við þingmenn Miðflokksins munum meðal annars leggja fram mál er varða eflingu inn- lendrar matvælaframleiðslu og fyrirsjáan- legt rekstrarumhverfi landbúnaðar. Við leggjum einnig fram mál er varðar frjálsa ráðstöfun foreldra á fæðingarorlofi því við eigum að treysta foreldrum til að taka ákvörðun um hvernig fæðingarorlofi þeirra er best háttað með hagsmuni barns í huga og fjölskyldunnar allrar. Þingmál um gjald- frjálsar heilbrigðisskimanir verður sömuleiðs lagt fram og við munum ýta á eftir því að tímasett aðgerðaáætlun um einföldun reglu- verks verði kláruð.“ Vilja frjálst fæðingarorlof „Umræða um loftslagsmál verður fyrirferðarmikil í vetur. Þar verður allt und- ir, frá orkuframleiðslu, til dreifingar og notkunar,“ segir Njáll Trausti Frið- bertsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks. Hann nefnir að sl. vor hafi verið stigið mikilvægt skref í orku- málum þegar Rammaáætlun 3 var samþykkt á þingi eftir að hafa verið föst þar í sex ár. „Nú er sérstaklega brýnt að við klárum lagaumhverfið um hvernig við ætlum að nýta vindorkuna. Ef orkuskiptin eiga að ganga eftir þarf öflugt og öruggt flutningskerfi raf- orku. Þannig getum við tryggt betri nýtingu á okkar grænu orku. Til þess að svo megi verða tel ég nauðsynlegt að flýta uppbygg- ingu á nýrri Byggðarlínu,“ segir Njáll Trausti og bætir við: „Til þess að ná markmiðum um að ná kol- efnishlutleysi árið 2040, þá þurfum við að hafa hraðar hendur. Ráðast þarf að krafti í frekari fjárfestingar í orkuvinnslu, auk þess að efla dreifingu og bæta nýtingu orkunnar sem framleidd er.“ Orkuskiptin kalla á aðgerðir „Efnahagsmálin vega þungt nú í upphafi þing- vetrar þegar að mörgu er að hyggja bæði hér heima og á alþjóðavísu,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG. „Nauðsynlegt er að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnu- ástand gott og mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lág- ar upphæðir sér til framfærslu þarf hins veg- ar að bæta og meðan við glímum við verð- bólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Við þurfum að halda áfram að efla velferðarkerfið okkar og almanna- þjónustuna. Við höfum náð árangri með fé- lagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðis- málum og enn frekari uppbygging er fram undan.“ Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinsegin fólks víða erlendis, segir Steinunn Þóra. Hatursfull ummæli hafi einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri eigi því að við að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun uppi. Þá séu hörmungar víða vegna stríðsátaka. Næst okkur sé innrásar- stríðið í Úkraínu. Þar þurfi Íslendinga að leggja sitt af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Standa vörð um mannréttindi „Það er svo margt ef að er gáð / sem um er þörf að ræða,“ orti listaskáldið. Inngrips er þörf í efnahagsmálum og snúa verður niður verð- bólguna, svo miklum vanda sem hún veldur meðal annars á íbúðamarkaði og skaðar lífskjör almennings. Þá duga heldur engin lausatök í loftslagsmálum. Þar kemur til greina að auka framleiðslu grænnar raforku en ráð gegn hamfarahlýnun er líka að fá fólk til að breyta lífs- venjum og hugsa tilveruna með nýju móti. Þetta segja fulltrúar flokka sem eiga sæti á Alþingi við Morgunblaðið nú í þingbyrjun. sbs@mbl.is „Staða heimilanna og staða öryrkja, aldraðra og þeirra efnaminni eru mikilvægustu mál Alþingis á komandi þingi,“ segir Eyjólfur Ármannsson þingmaður í Flokki fólks- ins. „Ekki er hægt að tala um stöðugleika og láta heimilin ein um álögur sem verðbólga hefur í för með sér. Ríkisvaldinu ber að koma til móts við heimilin og þau verst settu í samfélaginu.“ Eyjólfur segir að víkka verði út umræðuna um jafnréttismál til íbúa landsbyggðarinnar. „Ég tala nú ekki um til öryrkja og aldraðra og þeirra sem höllum fæti standa í samfélag- inu, þeirra fátæku. Það er mannréttindamál í velferðarsamfélagi. Hvernig staðan er í dag er undirrót þess vantrausts á stofnunum sam- félagsins og ósættis sem er ríkjandi í sam- félaginu. Ísland er einfaldlega harðara sam- félag vegna stöðu þessara hópa.“ Stofnun embættis sýslumanns Íslands og jarðgangagjald segir Eyjólfur að séu undar- leg mál. Þau lýsi aðför að landsbygginni og sýni ótrúlegt skilningsleysi. „Ísland er ekki sýsla og sýslumenn hafa í árhundruð verið mikilvæg embætti. Það er ekki rétt að lítil embætti á landsbyggðinni séu sjálfkrafa óhagkvæmari en þau stærri. Ríkisstjórnin er ekki í tengslum við fólkið í landinu, en uppfull af eigin ágæti og ótrúlegu stefnuleysi á öllum sviðum. Stefnuleysið er mál málanna,“ segir þingmaður Flokks fólks- ins. Ríkisvaldið mæti heimilunum Evrópumál, mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu og barátta gegn hamfara- hlýnun. Þetta eru málin sem Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Sam- fylkingar telur mikilvægt að rædd verði á Alþingi á næstunni og ákvarð- anir teknar. „Efna ætti til þjóðaratkvæða- greiðslu um að hefja aftur aðildar- viðræður við Evrópusambandið. Þjóð- in á rétt á því að ákveða framhaldið, af eða á. Það gefur okkur tækifæri til að taka upplýsta og fordómalausa um- ræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Í mínum huga er engin spurning um að Ísland á að taka upp þráðinn í aðildarviðræðunum, gera aðildarsamning og bera hann að sjálfsögðu líka undir þjóðina. Það er eina leiðin til að rjúfa kyrrstöðuna sem ríkt hefur í utanríkismálum og hagsmunagæslu okkar í samskiptum við önnur ríki. Við eigum að vera óhrædd við að taka þessa umræðu og treysta lýðræðislegri niðurstöðu, hver sem hún verður.“ Aðgerðir í efnahagsmálum eru sömuleiðis mjög brýn- ar, segir Þórunn. Ef ekkert verður aðhafst mun hópur- inn sem kom nýr inn á fasteignamarkaðinn á síðustu ár- um lenda í alvarlegri stöðu. Lífskjarakrísan bíti þetta fólk harðast allra og einnig þau sem eru með lægstu tekj- urnar. Kjör öryrkja og ákveðins hóps eftirlaunaþega séu skammarleg. Ákvörðun um að gera ekkert til að bæta kjör þeirra er ákvörðun um áframhaldandi basl og fá- tækt fyrir stóran hóp Íslendinga. „Við verðum að nýta þau tæki sem við höfum í ríkis- búskapnum til þess að dreifa byrðunum jafnar og bæta kjör þeirra sem minnst bera út bítum. Það er forgangs- mál,“ segir Þórunn. Hún kveðst jafnframt hafa áhyggjur af aðgerðaleysi og seinagangi ríkisstjórnarinnar lofts- lagsmálum. Í því sambandi vísar hún til álits Loftslagsráðs sem birt var í júní sl. Þar hafi ekki verið skafið utan af hlut- unum og sagt að stefna stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 væri bæði óljós og ófullnægjandi! Þá sé framkvæmd aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum lýst sem ómarkvissri. „Ráð- ast þarf í kerfislægar breytingar svo sem með umbylt- ingu orkukerfa, samgöngukerfa, skipulags borga, fjár- málakerfa sem og í opinberri hagstjórn,“ segir Loftslagsráð. „Skilaboðin eru skýr: tími kerfisbreytinga er núna og baunatínslunni verður að linna þegar kemur að loftslags- aðgerðum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir um stjórn- málin á líðandi stundu og verkefnin þar sem bíða um- ræðu og afgreiðslu. Kyrrstaða í utanríkismálum verði rofin Efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar er byggð á úreltum hugmyndum sem leggja hagvöxt að jöfnu við hamingju. Þetta segir Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir þingmaður Pírata sem telur ríkisstjón- ina ófæra um að leggja grunn að raunverulegri velsæld. Loftslagsstefna meirihlutans sé bit- laus. „Til að bregðast við loftslagsvanda verðum við að breyta því hvernig við framleiðum, vinnum og ferðumst. Hingað til hefur ríkis- stjórnin að mínu mati einblínt á hagsmuni efnahagslífs á kostnað umhverfis og almenn- ings. Hvetja þarf til grænnar nýsköpunar,“ segir Arndís Anna og bendir á að áhrifa lofts- lagsbreytinga gæti víða. Hitabylgjur, þurrka- tímabil, flóð og hrun vistkerfa af völdum hamfarahlýnunar og súrnunar sjávar muni gera landsvæði óbyggileg. Slíkt þýði að fólks- flutningar aukist og ekkert bendi til að lát verði á þeim. Breyta þarf loftslagsstefnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.