Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Brautarhóll í Reykholti í Bláskógabyggð. 2.062 fm iðnaðar- og athafnahúsnæði á 23.000 fm lóð. Miklir og fjölbreyttir notkunarmöguleikar á húsnæðinu, sem dæmi, iðnaður og framleiðsla, hverskyns matvælaframleiðsla t.d. lóðrétt ræktun, gagnaver, ferðaþjónustutengd starfsemi, geymslu og lagerhúsnæði o.s.fr. Jafnframt eru miklir stækkunarmöguleikar skv gildandi deiliskipulagi. Stórt athafnasvæði utandyra Komi orkufrek starfsemi í húsið verða raforkunotendur í Reykholti skrefi nær í að verða skilgreindir stórnotendur og raforkuverð lækki um 40% (nánar í sölugögnum). Húsið er límtréshús sem stendur á steyptum sökkli og gólfplötu. Í útveggjum og lofti eru yleiningar. Húsið var byggt í tveimur áföngum. Eldri hlutinn frá 1990 og yngri hlutinn frá 2002. Í húsinu er skrifstofa, starfsmannaaðstaða búningsklefar og salerni og milliloft þar sem er skrifstofa, kaffistofa, fundarsalur og lager. (Í húsinu var áður starfsemi Límtrés) Mænishæð hússins er 9,6 m og hæð útveggja 5,5 fm. Tvær stórar iðnaðarhurðar með fjarstýringu. Auðvelt að fjölga. Í húsinu er brúkrani sem gengur eftir endilöngu húsnæðinu og til hliðar. Lóðin sem er leigulóð er 23.000 fm og nýtingarhlutfall 0,3-0,5 sem býður upp á stækkun húsnæðis um 4.000 - 9.500 fm. Veturinn 2022-23 verður húsnæðið notað sem vagnageymsla. Verð 205.000.000 (99 þús. per. fm.) Allar nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s 8648090 eða snorri@husfasteign.is Brautarhóll í Reykholti, Bláskógabyggð 205.000.000 kr.Atvinnuhúsnæði • 2.062 m2 HÚS fasteignasala | Austurvegi 26, 800 Selfoss | www.husfasteign.is Atvinnuhúsnæði – áhugavert tækifæri SKANNAÐU KÓÐANN Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við teljum að þessi hugmyndafræði eigi mjög vel við í dag, að leita allra leiða til að aukna virkni hringrásar- hagkerfisins,“ segir Sveinn Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Orkí- deu, samstarfsverkefnis um nýsköpun á Suðurlandi. Orkídea kannar nú, samkvæmt viljayfirlýs- ingu við viðkomandi sveitarfélög, möguleika á starfsemi í grænum iðn- görðum í Bláskógabyggð og Rang- árþingi ytra. Grænir iðngarðar eru atvinnu- svæði sem styðja við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahags- leg og umhverfisleg sjónarmið við skipulagningu, stýringu og fram- kvæmd. Grænn iðngarður er liður í því að byggja upp hringrásarkerfi í framleiðslu. Þeir eru gjarnan í skjóli annarrar starfsemi og nýta varma eða aðra auðlindastrauma eða koma sams konar hráefni til annarra, til þess að lágmarka úrgang. Hugmyndin er ekki alveg ný af nálinni hér á landi og má benda á fjölda fyrirtækja í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði. Ver- ið er að skoða þessa möguleika á Bakka við Húsavík þar sem kísilver PCC er staðsett, á Blönduósi þar sem glatvarmi er tiltækur í gagna- veri og á Reyðarfirði og Grundarfirði í tengslum við álver. Unnið með garðyrkjunni Verkefnin á Suðurlandi eru rétt að hefjast. Þrjár stórar garðyrkju- stöðvar standa að vinnunni í Reyk- holti með Bláskógabyggð og Orkí- deu. Sveinn segir að stöðvarnar noti sem svarar til sex MW raforku og geti fallið undir skilgreiningu á orku- frekri grænni stóriðju. Verkefnið gengur út á það að að- stoða fyrirtækin og sveitarfélagið við að auka hringrás lífrænna strauma í þessum fyrirtækjum og í sveitarfé- laginu öllu. Fyrsta skrefið er að skoða möguleika á að framleiða áburð og lífgas úr lífrænum úrgangi frá garðyrkjunni og sömuleiðis úr úrgangi frá hefðbundnum bænda- býlum í nágrenninu. „Það eru augljóslega möguleikar á báðum svæðum, einmitt á þeim tím- um þegar áburðarverð hefur tvöfald- ast og olía sem notuð er í landbúnaði hefur sömuleiðis hækkað mikið. Þess vegna leggjum við áherslu á lausnir sem gætu skilað áburði og orku,“ segir Sveinn. Leita að stórum framleiðanda Verkefnið í Rangárþingi ytra er á svipuðum nótum. Þar er mikil mat- vælaframleiðsla, meðal annars kjúk- lingarækt og kjúklingavinnsla á Hellu og nágrenni, mikil kartöflu- rækt í Þykkvabæ og stór kúa- og sauðfjárbú. Þar verða skoðaðir möguleikar á áburðar- og lífgas- framleiðslu. Ástæðan fyrir því að þessi vinna fer fram í Rangárþingi ytra en ekki annars staðar á Suðurlandi er að Landsnet hefur sett upp nýjan tengi- punkt til að afhenda raforku í Lækj- artúni, skammt austan við Þjórsá. Skapar það alveg nýja möguleika þar. Unnið verður að því að finna stór- an matvælaframleiðanda sem gæti með tímanum laðað að sér önnur fyrirtæki sem vildu nýta strauma frá stóra fyrirtækinu eða afhenda enn öðrum. Ýmislegt kemur til greina, að mati Sveins. Sem dæmi nefnir hann stóran framleiðanda í garðyrkju eða fiskeldi á landi. Orka og áburður í grænum iðnaði - Orkídea athugar möguleika á framleiðslu á áburði og lífgasi í tveimur sveitarfélögum á Suðurlandi - Auðlindastraumar fullnýttir í grænum iðngörðum - Víða um land unnið að slíkum verkefnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðyrkja Grænmetisrækt eða önnur matvælaframleiðsla er í forgrunni þegar rætt er um græna iðngarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.