Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Nýir bílar
á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Hvítur, svartur að innan.
Stór sóllúga, bakkmyndavél,
Bang & Olufsen hátalarakerfi,
Apple Carplay, hiti í öllum
sætum, hiti í stýri, fjarstart,
lane-keeping system,
heithúðaður pallur o. fl. o.fl.
3,5 L V6 Ecoboost, 10-gíra
375 hestöfl, 470 lb-ft of torque,
20” álfelgur
2021 Ford F-150 Platinum
Litur: Hvítur/ Svartur að innan (nap-
pa leather).Æðislegur fjölskyldubíll,
hlaðinn búnaði, magnað aðgengi.
Hægt er að leggja aftursæti niður.
Myndavélar inni í bíl og allan hring-
inn að utan. 7 manna bíll, Hybrid/
Bensín, 50 km drægni. Sjálfskiptur,
360° myndavélar, Collision alert
system, Harman/Kardon hljóm-
kerfi, Tölvuskjáir í aftursæti.
VERÐ aðeins
10.390.000 m.vsk
2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited
VERÐ frá
19.794.000 m.vsk
Litur: Iconic Silver/svartur að innan.
Innifalið í TREMOR-pakkanum er
læst framdrif, 2” upphækkun að
framan, 35” dekk, Drive mode
stillingar, TREMOR demparar,
minni svunta undir framstuðara,
spes hækkað loftinntak og öndun
á hásingum (framan og aftan) og
millikassa. 475 hö, 1050 pund tog
og 10 gíra sjálfskipting.
2022 Ford F-350 Lariat Tremor
VERÐ
17.890.000 m.vsk
Án vsk. 14.427.000 kr.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Heggstaðanes heitir skaginn sem
gengur fram í Húnaflóa og er milli
Hrútafjarðar og Miðfjarðar. Á Ís-
landskortum er þetta áberandi staður
sem flestir þekkja, en færri hafa farið
um. Svipur nátt-
úru á þessu ann-
nesi er annars
býsna líkur því
sem raunin er víð-
ar inn til dala og
heiða í Húnaþingi
vestra; mýrar,
melholt og yfir-
leitt vel gróið
land. Heggur sem
forskeyti í bæjar-
nafni gefur vís-
bendingar um að hér hafi forðum ver-
ið skóglendi.
Að því sögðu skulum við nú líta til
bæja og taka fólk tali.
Beygt til vinstri á
Hrútafjarðarhálsi
Þegar ekið er um hringveginn upp
á Hrútafjarðarháls að vestan er skilti
á vinstri hönd sem vísar á Heggstaða-
nes. Þarna er beygt inn á þjóðveg nr.
702: 18 kílómetra lykkju sem lokast
þegar ekið er aftur inn á hringveginn
á móts við Melstað í Miðfirði.
Heimafólk sem blaðamaður ræddi
við lítur svo á að Heggstaðanes byrji
nærri áðurnefndum vegamótum þar
sem eru bæirnir Eyjanes, Tannstaðir
og Tannstaðabakki, þar sem lengi var
veðurathugunarstöð. Rétt norðar er
Jaðar og þar skammt frá er tvíbýlis-
jörðin Mýrar. Nokkru norðar á
Heggstaðanesi og niður við sjó eru
bæirnir Bessastaðir og Bálkastaðir.
Sá síðarnefndi er 15 kílómetra frá
hringvegi.
Frá Bessastöðum liggur vegur
þvert yfir Heggstaðanesið og niður
að Miðfirðinum; en þar á nesinu aust-
anverðu eru jarðirnar Sandar, Hegg-
staðir, Útibleiksstaðir og Barð. Þær
tvær síðarnefndu eru í eyði. Nokkru
sunnar, nærri hringveginum yfir
Hrútafjarðarháls, eru Tjarnarkot,
Neðri-Svertingsstaðir og Efri-
Svertingsstaðir. Síðastnefnda jörðin
er í eigu bænda á Mýrum og nytjuð af
þeim. Alltaf er svo matsatriði hvaða
bæi eigi að telja til ákveðinna svæða
og sveita ef engin formleg landamæri
gilda eða sveitarfélagamörk.
Brýtur á báru
Nú snemma hausts er talsvert af
berjum á Heggstaðanesi. „Með góð-
um vilja má alltaf reyta hér svolítið.
Að undanförnu hef ég stundum farið
hér í svo sem klukkutíma á dag og
alltaf náð svolitlu af bláberjum og
krækiberjum,“ segir Ólöf Pálsdóttir
sem blaðamaður hitti við bæinn
Bessastaði. Þar bjuggu lengi þau Ólöf
og eiginmaður hennar, Björn Ein-
arsson, sem látinn er fyrir allmörgum
árum, og hún er flutt á Hvamms-
tanga. Bessastaðabændur í dag eru
dóttir Ólafar og Björns, Guðný
Helga, og hennar maður, Jóhann
Birgir Magnússon, og eru með kýr,
hross, stunda skógrækt og starf-
rækja ferðaþjónustu.
Margt í náttúrfari á Heggstaðanesi
er eftirtektarvert. Nyrst á nesinu eru
til dæmis selalátur og þarna sést oft
til brimla, urtna og kópa. „Hér í
grendinni á haförn óðal og þegar
hann flýgur hér yfir sópast allt úr
fjörunni hér; allir fuglar honum lægra
settir flýja langt út á sjó. Svo er líka
hending að hér á Heggstaðanesi komi
lengur rekaviðarspýta á fjöru,“ segir
Ólöf Pálsdóttir, jafnan nefnd Lóa.
Hún var lengi driffjöður í tónlistarlífi
í héraði og stjórnaði lengi meðal ann-
ars karlakórnum Lóuþrælum.
„Um veðráttuna hér get ég svo
sagt að hér er norðanáttin oft mjög
köld: til dæmis í maí og júní. Þá er oft
hér glampandi sólskin og lygnt fram
á miðjan morgun, en þá snýst gjarn-
an í hávaðarok svo brýtur á báru hér
úti á Hrútafirði.“
Á bænum Mýrum II búa hjónin
Ólöf Þorsteinsdóttir og Böðvar Sig-
valdi Böðvarsson, sem þarna á allar
sínar rætur. Hann kom inn í búskap á
jörðinni með foreldrum sínum árið
1982, þá átján ára gamall. Nú reka
þau Ólöf þarna fjárbú og eru með um
1.000 kindur á vetrarfóðrum, auk
nautakjötsframleiðslu.
Í fyllingu tímans
„Heggstaðanesið er grasgefið og
gott fyrir búskap. Við förum með
mikið af okkar fé í sumarbeit á
Arnarvatnsheiði en höfum kindur hér
í heimahögum, og höfum verið að
smala þá síðustu daga. Land verður
sífellt verðmætara og þykir góð fjár-
festing,“ segir Böðvar. „Margir hafa
því verið að kaupa jarðir, meðal ann-
ars til að stunda þar skógrækt. Við
ætlum þó að vera í hefðbundnum bú-
skap og væntanlega verða kynslóða-
skipti hér í fyllingu tímans.“
Hrossarekstur, álftir í túnum og
hraðbyri fer yfir þota sem er í 40 þús-
und fetum á leið frá London og til
Kandada. Sú er stórbaugsleiðin sem
flugmenn í heimshornaflugi kalla svo
og fylgja gjarnan þegar farið er milli
heimsálfa. Strandafjöll blasa við í
norðri. Kaldbakshorn og Byrgisvík-
urfjall. Svona er Heggstaðanes í
haustblíðunni. Og í túnhorni á Mýr-
um liggur fólkið sem þar bjó forðum í
heimagrafreit. Slíkir eru víða í sveit-
um landsins, þó einkum og helst á
Norður- og Austurlandi.
Hafernir og selalátur
á Heggstaðanesinu
- Milli fjarða við Húnaflóann - Brimlar, urtur og kópar í
fjöru - Landgæði verðmæt - Stórbaugur og Strandafjöll
Búsældarlegt Horft heim að Mýrum þar sem er stórt sauðfjár- og nautgripabú. Græn og falleg tún á haustdegi. Selur Sleikir sólina á þangi vöxnum fjörusteini. Mikið er um sel við Húnaflóa.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bessastaðir Reisulegt tveggja hæða hús með risþaki, hvítmálað með rauðu
þaki. Óteljandi íbúðarhús eru í þeim stílnum í sveitum vítt og breitt um land.
Heggstaðanes
Hvamms-
tangi
Bessastaðir
Útibleiksstaðir
Bálkastaðir
Heggstaðir
Mýrar
M
iðfjörður
Hrúta-
fjörður
HEGGSTAÐANES
Tannastaðabakki
1
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hross Stóðið rekið ofan af heiðum heim að Útibleiksstöðum. Nesið allt er
afar grasgefið, enda þótt norðanáttin þar geti stundum verið ansi köld.
Berjatínsla Ólöf Pálsdóttir les af
lynginu. Spretta sumarsins góð.
Böðvar S.
Böðvarsson