Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Grensásvegi 13 108 Reykjavík S. 570 4800 gimli@gimli.is Eyravegi 29, 2. hæð 800 Selfossi S. 570 4800 gimli@gimli.is Vandaðar 3ja-4ra herbergja, 78-99 fm íbúðir, sem skilast fullfrágengnar í október 2022. Víkurmói 2 á Selfossi OPIÐ HÚS sunnudaginn 18. september kl. 14:00 - 16:00 Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse Löggiltur fasteignasali sími 792 7576 gudmunda@gimli.is vikurmoi2-6.is Verð 47.200.000 - 60.900.000 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Enn ein fyrirspurnin hefur borist Reykjavíkurborg um framtíð hins reisulega húss, Ægisgötu 7, þar sem í upphafi voru framleiddar stáltunnur. Þetta er hús á besta stað í borginni, skammt fyrir ofan Slippinn og Gömlu höfnina. Nýjustu fyrirspurnina lagði eig- andinn, Ráðagerði ehf. fram ásamt Zeppelin arkitektum. Þar er spurt hvort hækka megi bak- og framhús og óskað eftir leyfi til að vera með gistirekstur í húsinu. Zeppelin hafa unnið frumdrög að nýrri tillögu, þar sem gert er ráð fyrir að öll bakbyggingin standi. Byggðar verði tvær inndregnar hæðir ofan á bakbygginguna auk þess sem reist verði þakhæð ofan á framhúsið, eins og heimilt er í gild- andi skipulagi. Gistiíbúðir verði allt að 46 Í tillögunni er gert ráð fyrir allt að 46 herbergja eða gistiíbúða gisti- stað, en vel megi sjá fyrir sér að hægt verði að leigja herbergin eða íbúðirnar út, t.d. til námsmanna. Húsið við Ægisgötu er stein- steypt, þriggja hæða með kjallara og áföstu steyptu bakhýsi, sem einnig er með kjallara. Húsið var byggt í nokkrum áföngum á milli 1939 og 1950 og þar var rekin tunnuverksmiðja Stáltunnugerðar Bjarna Péturssonar. Í fornleifa- skráningu, sem Minjastofnun Reykjavíkur lét vinna, er húsið skil- greint sem síðfúnkis verksmiðju- hús, sem tengist sögu atvinnu og iðnaðar í Reykjavík. Til skamms tíma var húsið leigt undir muni Al- þingis, en nú stendur það tómt, enda uppfyllir það fáar kröfur nú- tímans og reglugerða, segir í bréfi Zeppelin arkitekta. Í umsögn verkefnastjóra skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur kemur fram að árið 2006 var samþykkt deiliskipulag fyrir Ægisgötu 7. Heimilt var að innrétta tólf íbúðir á þremur hæðum hússins, tvær á inn- dreginni ofanábyggingu og eina íbúð í bakbyggingu eða rífa bak- byggingu og byggja nýja sem hýsir eina íbúð. Samtals sé því heimild fyrir 15 íbúðum skv. núgildandi deiliskipulagi. Heimilt er að byggja inndregna ofanábyggingu ofan á núverandi byggingu með því skil- yrði að bakbygging verði rifin að hluta. Árið 2013 var óskað eftir breyt- ingu á deiliskipulagi hússins. Hún fólst í því að rífa bæði fram- og bakhús og byggja nýtt hús sem myndi hýsa íbúðahótel. Ekki var fallist á að rífa framhúsið vegna mikilvægis þess í atvinnusögu Reykjavíkur. Árið 2017 var óskað eftir að skipulagsfulltrúi tæki afstöðu til þess að breyta deiliskipulaginu og breyta byggingunni í íbúðahótel, veitingastað eða bakarí skv. tillögu Zeppelin ehf., dags. 17.01.2017. Já- kvætt var tekið í það að litlar sem engar breytingar yrðu gerðar á út- liti frambyggingarinnar og að á jarðhæð hússins yrði þjónusta. Hins vegar var ekki tekið vel í að breyta húsinu í hótel og að auka byggingarmagnið umfram það sem heimilt er í gildandi deiliskipulagi. Ósk um íbúðir árið 2021 Árið 2021 var óskað eftir því að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði samkvæmt tillögu Teiknistofu arki- tekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. og M3 fasteignaþróunar ehf., dags. 12.02.2021. Jákvætt var tekið í að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði með ákveðnum skilyrðum um íbúðastærðir. Í umsögn sinni um nýjustu fyrirspurnina tekur verkefnastjór- inn neikvætt í að auka bygging- armagn á lóðinni enda ekki í sam- ræmi við núgildandi deiliskipulag. Jákvætt er tekið í að hefja gisti- starfsemi í húsinu og að halda í upphaflegt útlit framhússins. Skipulagsfulltrúi samþykkti um- sögnina. Hver verður framtíð Ægisgötuhúss? - Ósk um að gistirekstur verði heimill í Ægisgötu 7 - Tekið var neikvætt í að byggja við húsið Morgunblaðið/sisi Ægisgata 7 Reisulegt hús við höfnina sem upphaflega hýsti stáltunnugerð. Leitað hefur verið að heppilegum notum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.