Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 34
34 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Vandaðir og fallegir
GOLFSKÓR
frá Royal Albartross
Finnið okkur á golfa.is golfa.is
50 ÁRA Eyrún ólst upp á
Hofsnesi í Öræfum og í Vest-
mannaeyjum en býr á Selfossi
og í þorpinu La Darita á Gran
Canaria. Hún er leikskólakenn-
ari að mennt.
FJÖLSKYLDA Sonur Eyrún-
ar er Salómon Smári Óskarson,
f. 1994. Foreldrar Eyrúnar:
Álfheiður Ósk Einarsdóttir, f.
1943, fv. verkakona, búsett á
Selfossi, og Sigurður Bjarna-
son, f. 1932, d. 2020, ferðaþjón-
ustubóndi á Hofsnesi. Stjúp-
faðir Eyrúnar var Ingimundur
Smári Björnsson, f. 1947, d.
2009, vann á verkstæði í Eyjum
og á Hvolsvelli.
Eyrún Ósk Sigurðardóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú kemst ekkert áfram á frekjunni.
Hún spillir bara fyrir þér. Umhverfi þitt skipt-
ir þig mjög miklu máli og fjölskyldan er kjöl-
festan í lífi þínu.
20. apríl - 20. maí +
Naut Metnaður þinn er minni en venjulega
og þú finnur fyrir þreytu. Enginn veit hvenær
eitthvað bjátar á og þá er gott að hafa hlut-
ina í lagi.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Sumum finnst þeir þurfa að fegra
hlutina en það á ekki við um þig. Þú lítur
raunsætt á málin. Mistök eru til að læra af
þeim.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Fjölbreytt menning, nýtt umhverfi
og fólk ýtir undir sköpunargleði þína. Þér
hefur verið trúað fyrir mörgum leynd-
armálum, ekki gaspra um þau við aðra.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það er ágætt að eiga sér draum en
hann getur aldrei leyst veruleikann af hólmi.
Leitaðu eftir samstarfi við þá sem þú veist
að eru á sömu línu og þú.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Nýjar ástir kunna að kvikna í dag,
horfir þú í rétta átt. Fólk sem þekkir þig ekki
heldur að þú sér hlédræg/-ur. Gott er að
geta tekið lífinu ekki of alvarlega.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að takast á við lögfræðileg
mál. Það er ekki þitt uppáhald en hjá því
verður ekki komist. Farðu til læknis ef þú ert
eitthvað óhress.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að
láta aðra komast upp með að borga ekki
skuldir sínar. Hvað sem gerist í ástamál-
unum næstu daga mun ekki hafa áhrif á
dómgreind þína.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Gættu vel að framkomu þinni í
fjölmenni og ekki gera neitt sem getur valdið
öðrum hugarangri. Betur sjá augu en auga.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þrátt fyrir löngun þína til þess að
ferðast þarftu á hvíld að halda. Farðu út í
náttúruna og reyndu að slaka sem mest á.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Eitthvað sem gæti hafa orðið er
ekki jafn spennandi og það sem er, heldur
þú. Ef þú skoðar málið betur kemstu að því
að hlutirnir eru ekki svo slæmir.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Allt hefur sinn tíma svo þú skalt ekki
beita þrýstingi. Fólki er svo sannarlega hlýtt
til þín. Félagslífið blómstrar næstu vikurnar.
starf á vegum Snorrastofu, bæði
rannsóknir og miðlun og Reykholts-
kirkja er mjög eftirsótt til tónleika-
halds vegna hins góða hljómburðar
sem í henni er. Reykholtshátíð var
haldin í fyrsta sinn 1997 undir list-
rænni stjórn Steinunnar Birnu
Ragnarsdóttur píanóleikara. Ég hef
haldið utan um framkvæmdina fyrir
kirkjunnar hönd. Hátíðin er haldin á
hverju ári, helgina fyrir verslunar-
búnaður var til í byggingunni til að
sinna þessum verkefnum. Oftar en
ekki bárum við fjölskyldan búnað að
heiman þegar þörf var á. Það er mjög
gaman að upplifa breytinguna sem
orðið hefur frá upphafsárunum. Við
höfum einbeitt okkur að því að
byggja staðinn upp innanhúss sem
utan og erum mjög ánægð með fram-
gang staðarins.
Hér er mjög öflugt menningar-
D
agný Emilsdóttir er
fædd 17. september
1952 í Reykjavík,
yngsta barn foreldra
sinna, og ólst upp í
miðbænum. Hún var í sveit í Reyk-
holti hjá Halldóru og Andrési Kjerúlf
eitt sumar og vann í Varmalandi í
gróðurhúsum Björns Ólafssonar og
Margrétar Björnsdóttur, konu hans,
í Reykholti. „Mér líkaði svo vel stað-
urinn og dvölin í Reykholti hjá þessu
ágæta fólki og flutti með fjölskyld-
unni í Reykholt í nóvember 1978.“
Dagný gekk í Miðbæjarskólann,
tók landspróf í Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar og lauk stúdentsprófi frá
MR 1972. Hún lauk BA-prófi frá HÍ í
dönsku og bókmenntafræði.
Dagný vann á sumrin í Kirkju-
görðum Reykjavíkur á menntaskóla-
árunum. Hún starfaði lengi við Hér-
aðsskólann í Reykholti og var
framkvæmdastjóri Heimskringlu
ehf. á árunum 1996-2005 og svo mót-
tökustjóri Snorrastofu frá 2005 til
starfsloka 2020.
Dagný var í Kvenfélagi Reykdæla
um nokkurra ára skeið, félagi í ferða-
samtökunum Upplifðu allt á Vestur-
landi og Ferðamálasamtökum Vest-
urlands. Hún gegndi ýmsum
verkefnum á vegum þessara félaga-
samtaka og annarra.
„Maðurinn minn lauk guðfræði-
námi 1978 og var vígður til Reyk-
holtsprestakalls sama ár. Hér höfum
við verið síðan. Þegar við komum í
Reykholt var starfandi öflugur hér-
aðsskóli og skemmtilegt mannlíf í
tengslum við hann. Skólanum var
slitið í síðasta sinn vorið 1997 en ný
kirkja var vígð 28. júlí 1996 og stofn-
samningur Snorrastofu var undirrit-
aður 23. september 1995.
Þá urðu kaflaskipti í lífi fjölskyld-
unnar því eitt af verkefnum Snorra-
stofu var að sinna gestum staðarins
og upplýsa þá um sögu Snorra
Sturlusonar og staðarins. Ég tók við
því skemmtilega en um leið krefjandi
verkefni að leiða þetta starf sem
framkvæmdastjóri Heimskringlu
ehf. sem átti að sinna gestamóttöku
og tónleikahaldi í Reykholtskirkju.
Þetta var í byrjun eins og að laga
frambærilega naglasúpu því enginn
mannahelgi, í tengslum við Kirkju-
dag Reykholtskirkju. Hún er nú ein
af elstu tónlistarhátíðum landsins.
Hún á marga velunnara og fastagesti
sem fylla oftar en ekki kirkjuna til að
njóta fagurrar tónlistar i dásamlegu
umhverfi, hátíðarguðsþjónustu í
kirkjunni og fyrirlestra á vegum
Snorrastofu í bókhlöðu.“
Helsta áhugamál Dagnýjar er
garðyrkja. „Við höfum alla tíð notið
Dagný Emilsdóttir, fyrrverandi móttökustjóri – 70 ára
Í Reykholtskirkju Við starfslok Geirs Waage sem sóknarprests í Reykholti árið 2020.
Gott að vera í Reykholti
Í Tallinn Dagný, Geir, Anna, Michael og Gunnhildur. Reykholt Úr garðinum heima hjá Dagnýju.
Mía Almarsdóttir og
Hildur Ágústsdóttir
héldu tombólu við
Sundlaugina á Akur-
eyri sunnudaginn 4.
september og afhentu
Rauða krossinum við
Eyjafjörð afraksturinn,
11.000 krónur. Rauði
krossinn þakkar þeim
kærlega fyrir framlag
þeirra í þágu mann-
úðar.
Hlutavelta
Til hamingju með daginn