Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 ✝ Freysteinn Þórðarson vél- stjóri fæddist á Haukafelli 23. nóvember 1929. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði 12. september 2022. Foreldrar hans voru Þórður Jóns- son búfræðingur frá Rauðabergi á Mýrum, f. 3. október 1900, d. 6. mars 1992, og Bergljót Þorsteinsdóttir frá Hvammi í Lóni, f. 23. sept- ember 1903, d. 9. júní 2005. Systkini hans voru Guð- mundur Þórðarson kennari, f. 24. nóvember 1928, d. 20. nóv- ember 2011. Arnór Þórðarson kennari, f. 18. október 1932, d. 31. ágúst 2015, og Kristín Kar- ólína Þórðardóttir, f. 1. des- ember 1942, d. 23. janúar 1957. Erla Ásthildur Þórð- ardóttir tæknir, f. 17. maí 1939. Freysteinn Þórðarson kvæntist Guðlaugu Erlu Þor- geirsdóttur 11. september 1959 í Hofskirkju í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru Jóna Kristín Jónsdóttir frá Skógum í Vopnafirði, f. 9. janúar 1897, isdóttir sjúkraliði, f. 5. janúar 1961, börn þeirra eru Sæunn María Borgþórsdóttir, f. 30. mars 1981, fjármálastjóri, maki Björgvin Lúðvíksson smiður, f. 11. september 1981, börn þeirra tvíburarnir Ólöf Inga Björgvinsdóttir, f. 12. júlí 2014, Aron Smári Björgvinsson, f. 12. júlí 2014, og Alma Dís Björg- vinsdóttir, f. 11. júní 2022. Freysteinn Smári Borgþórs- son, f. 26. maí 1987, smiður, maki Anna Lilja Steinþórs- dóttir, f. 29. janúar 1993, sjúkraflutningamaður, börn Emma Ósk Freysteinsdóttir, f. 28. júlí 2000, og Kara Sif Freysteinsdóttir, f. 4. júlí 2022. Berglind Ósk Borgþórs- dóttir deildarstjóri, f. 20. októ- ber 1991, maki Jón Vilberg Gunnarsson vélfræðingur, f. 8. júlí 1982, börn Eva María Jónsdóttir, f. 25. mars 2016, og Júlían Máni Jónsson, f. 27. mars 2019. Svanhildur Freysteinsdóttir, f. 28. október 1967, fjár- málaráðgjafi Arion banka, maki Hlynur Garðarsson stjórnmálafræðingur, f. 28. nóvember 1965, börn Hekla Diljá Hlynsdóttir, f. 29. sept- ember 1994, í mastersnámi í Danmörku, og Guðlaug Erla Hlynsdóttir, f. 9. september 2001, hagfræðinemi. Útför Freysteins fer fram í dag, 17. september 2022, kl. 14 frá Hafnarkirkju. d. 16. ágúst 1989, og Þorgeir Þor- steinsson frá Arn- heiðarstöðum í Fljótsdal, f. 5. október 1891, d. 10. janúar 1947. Börn Freysteins og Guðlaugar eru: Jóna Kristín Frey- steinsdóttir, f. 15. febrúar 1960, starfsmaður viðskiptavers Ra- rik, maki Pétur Á. Unn- steinsson, f. 23. mars 1956, vélfræðingur. Börn þeirra eru Guðlaug Ósk Pétursdóttir, f. 8. nóvember 1980, gullsmiður, maki, Stefán Aðalsteinn Drengsson kvikmyndagerð- armaður, dætur þeirra eru Freydís Sóley, f. 8. febrúar 2016, og Elddís Helgey, 10. maí 2018. Brynjar Þór Pét- ursson, f. 2. apríl 1985, stýri- maður hjá Dan Pilot Dan- mörku, maki, Louise Ninette Valentin Kjærgaard, börn Baldur Valentin Brynjarsson, f. 29. september 2018, Freyja Valentin Brynjarsdóttir, f. 18. desember 2019. Borgþór Freysteinsson, f. 22. nóvember 1961, slökkviliðs- stjóri, maki Inga Jenný Reyn- Elsku besti pabbi minn. Nú er komið að leiðarlokum, sökn- urinn er sár en fjársjóður minn- inganna er stór. Mínar fyrstu minningar eru frá bernskuárum mínum á Bjargi, við bjuggum á neðri hæðinni þar sem þið mamma höfðuð búið ykkur fal- legt heimili, ég ólst upp við ást- ríki ykkar. Hagatún 4 var síðan okkar framtíðarheimili, þar sem þið mamma byggðuð ykkur reisu- legt og fallegt hús. Sumarið 1967 fluttum við fjöl- skyldan yfir götuna í Hagatún- ið, systir okkar Svanhildur fæddist í október sama ár, það ríkti mikil gleði á heimilinu þeg- ar við Borgþór eignuðumst litla systur, við nutum umhyggju samrýndra foreldra. Allt lék í höndum þínum. Þú hafðir komið þér upp litlu verk- stæði í kjallaranum þar sem þú undir hag þínum best. Þú varst bæði hagur á járn og timbur. Garðurinn ykkar mömmu var til fyrirmyndar, matjurtir og kart- öflur voru teknar upp að hausti. Rifsber og rabbabari soðið í sultur og hlaup. Tímann þinn í símavinnunni frá Höfn norður í Axarfjörð þar sem þú vannst í sex ár. Vopn- firsk heimasæta átti hug þinn allan og þið mamma giftuð ykk- ur 11.9. 1959 í Hofskirkju í Vopnafirði. Giftingarvottorðið hefur geymst í fallegum kassa undirritað af sýslumanni á Seyðisfirði. Jólin nálgast. Laufa- brauðsgerð, allt handskorið að vopnfirskum hætti. Eitt af þínum verkum var að breiða sængina yfir okkur systkinin á kvöldin áður en við fórum að sofa og nýsoðinn hafragrautur kraumaði í potti á morgnana. Það var ekki ósjaldan að við sofnuðum við saumavélagný á kvöldin þar sem allt var heima- saumað, ný flík að morgni. Þú smíðaðir gróðurhús í garðinum ykkar, fræjum var sáð í potta snemma að vori og litríkir laukar kíktu upp úr gróðurkössum. Upp úr 1970 byggðuð þið mamma ykkur lítinn sumarbú- stað í Stafafellsfjöllum í Lóni, sannkallaður sælustaður fjöl- skyldunnar. Ilmurinn af regn- votu birkinu og berjabrekkan blá. Þú vannst hjá RARIK í 40 ár, sinntir vélakeyrslu, stóðst vakt- ir. Veður gátu verið vond og bjallan hringdi á nóttunni, raf- magn var skammtað ekki voru allar nætur svefnsamar. Minn- isstæð jólin þegar þú varst að vinna, beðið var með að borða matinn á aðfangadagskvöld og jólapakkarnir undir trénu biðu, spennan hjá okkur systkinum var óbærileg, mamma hafði ofan af fyrir okkur með skemmti- legum sögum og kertaljós voru tendruð. Hjá RARIK eignaðist þú marga góða vini til lífstíðar, ánægja þín í vinnunni var ómæld. Þú varst heiðraður fyrir 40 ára starf, gullúrið var áletrað á bakhliðinni, það var einungis sett upp til spari. Þú varst bókhneigður, Kiljan- safnið átti sína hillu í stofunni, þú last Íslandsklukkuna og hlustaðir á plöturnar líka. Stórafmæli þín, bauðst allri fjölskyldunni, mökum þeirra og börnum í jólahlaðborð í Perluna. 90 ára afmæli þitt hélst þú uppá í Haukalindinni hjá Svanhildi systur og bauðst öllu þínu fólki . Barnabörnum þínum lagðir þú til gott veganesti. Elsku pabbi, þú hélst í hönd mína þegar á þurfti að halda, ég hélt í hönd þína í veikindum þínum, þú kvaddir, saddur þinna lífdaga umvafinn fjöl- skyldunni. Guð verndi þig og styrki að eilífu amen, þetta voru þín loka- orð. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku pabbi minn. Elsku mamma mín, missir þinn er mikill, við systkinin munum vernda þig og styrkja, eins og pabbi sagði alltaf. Meira á www.mbl.is/andlat Þín dóttir og tengdasonur, Jóna Kristín og Pétur Unnsteinsson. Freysteinn Þórðarson ✝ Hafdís Halla Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1961. Hún lést 6. september 2022 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar henn- ar voru Ásgeir J. Sigurgeirsson, f. 8. júlí 1932, d. 2. október 1967, og Margrét J. Hallsdóttir, f. 16. júlí 1935, d. 23. nóvember 2010. Hafdís Halla var næstelst þriggja systra. Systur hennar eru Ásdís Edda, f. 9. janúar 1956, d. 17. júlí 2020, og Jó- hanna Bára, f. 12. febrúar 1963. Eiginmaður Hafdísar Höllu er Þórkell Geir Högna- son, f. 18. desember 1952. For- eldrar hans voru Högni Högna- son, f. 29. mars 1896, d. 2. janúar 1984, og Soffía K. Þór- kelsdóttir, f. 6. janúar 1927, d. 20. maí 2018. Hafdís giftist Geir 26. des- Hafdís gekk í Lýsuhólsskóla og útskrifaðist frá Laugagerði. Hún fór í Húsmæðraskólann á Laugum og í framhaldsskóla í Ólafsvík. Hafdís byrjaði snemma að vinna og vann hin ýmsu störf um ævina. Meðal annars var hún ráðskona, bæði í skóla og hjá vegavinnuflokk- um, kokkur á sjó og var um tíma með söluskúr og húsdýra- og fjölskyldugarð á heimili sínu að Bjargi, Arnarstapa. Áhuga- sviðin voru fjölbreytt og sótti hún fjölmörg námskeið, meðal annars bókhaldsnámskeið, um frumkvöðlastarfsemi, högglist- arnámskeið í steina og útskrif- aðist einnig sem matartæknir úr Verkmenntaskóla Akureyr- ar. Hafdís hafði mikla unun af tónlist og söng og var í kirkju- kórnum og spilaði á gítar. Þá var hún virkur þátttakandi í fé- lagsmálum og var í kvenfélag- inu Sigurvon. Útför Hafdísar Höllu fer fram frá Staðastaðarkirkju í dag, 17. september og hefst at- höfnin kl. 14. Útförinni verður streymt frá félagsheimilinu Lýsuhóli og á YouTube: http://mbl.is/ go/8zmj7/. Virkur hlekkur á: www.mbl.is/andlat ember 1984. Börn þeirra eru: 1) Mar- grét Bára, f. 30. júlí 1983, barn hennar er Freyja María Jónsdóttir, f. 20. apríl 2010. Sambýlismaður Margrétar er Sig- urður Nathan Jó- hannesson, f. 7. júní 1982. 2) Guð- mundur Friðrik Þórkelsson, f. 23. júní 1987, d. 23. apríl 1991. 3) Anna Katrín, f. 16. desember 1992. Unnusti Önnu Katrínar er Guðmundur Snorri Sigurðarson, f. 10. maí 1992, og dóttir þeirra er Hafdís Anna, f. 7. maí 2021. 4) Daði Þórkelsson, f. 31. maí 1994. Hafdís Halla ólst upp á Mela- braut 47 (í dag nr. 9) á Sel- tjarnarnesi til 12 ára aldurs. Þá flutti hún ásamt fjölskyldu sinni í Lýsudal í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Hafdís flutti svo á Bjarg, Arnarstapa, með eig- inmanni sínum Geir árið 1983. Í dag kveðjum við með mikl- um söknuði móðursystur mína, eftir stutta og harða baráttu í sínum veikindum. Haddý var einstök og í mínum huga miklu meira en það. Allir hafa marga mannkosti en hún hafði að mínu mati töluvert meira af þeim og var með meiri góð- mennsku og hjálpsemi heldur en við hin, að öllum öðrum ólöstuðum. Henni var þetta eðl- islægt en góðvild hennar og hjálpsemi var eftirtektarverð. Hún var alltaf boðin og búin til að aðstoða og rétta sína hjálp- arhönd og það var eiginlega al- veg sama af hvaða tilefni. Hún var klettur ef eitthvað bjátaði á og ef einhver var að flytja þá var hún mætt, hvort sem það var til að pakka niður eða passa börn. Hún var alltaf til staðar! Í vor kom Haddý í sauðburð upp í Tungu og Árni fékk að fara með henni. Eftir að hún var farin lýsti hann henni svo vel. „Mamma: Haddý er svo góðhjörtuð og hjálpsöm. Hún er alltaf að hjálpa til og á fullu en segist svo ekki hafa gert neitt. Mamma, ef ég væri Haddý væri ég stoltur af sjálf- um mér.“ Þarna var kjarni málsins. Haddý má vera stolt af sínu ævistarfi. Hún á sér- stakan stað í mörgum hjörtum, ungum sem öldnum, og var mikil fyrirmynd. Ein af þeim sem nutu að- stoðar hennar var móðir mín. Haddý var hennar stoð og stytta í svo mörgu. Ég veit ekki hversu oft maður heyrði mömmu segja „ég fæ hana Haddý með mér í þetta“ og alltaf var Haddý mætt. Við fjöl- skyldan höfum svo sannarlega notið góðs af henni Haddý. Andrés Þórólfur kallaði hana nú lengi vel ömmu Ásdísi eftir andlát hennar. Daginn eftir andlátið lét hún Elísabetu og Árna fá símanúmerið sitt og til- kynnti þeim að þau mættu allt- af hringja í hana og koma til sín, sama hvað. Haddý vílaði ekki fyrir sér að standa í markinu og láta fót- boltann dynja á sér, setjast á snjóþotuna og renna sér niður brekkurnar með þeim, kasta á milli bolta á flugvellinum í Finnlandi, kenna þeim að keyra bíl, syngja og dansa með þeim og passa þau ef þess þurfti og oft að hennar frumkvæði því hún vissi að okkur vantaði pössun. Ég verð Haddý ævin- lega þakklát fyrir stuðninginn og aðstoðina í gegnum árin. Henni var umhugað um að öllum liði vel og að gera lífið betra. Hún bar oft áhyggjur annarra á herðum sér því hún mátti ekkert aumt sjá eða heyra og reyndi að finna lausn- ir. Haddý var röggsöm og hafði einnig mikinn húmor, bæði fyr- ir sjálfri sér og öðrum. Smit- andi hlátur hennar hreif aðra með sér og hún brosti með öllu andlitinu. Haddý var stolt móðir og tal- aði mikið um börnin sín, Mar- gréti, Guðmund, Önnu Katrínu og Daða og ekki síst ömmu- stelpurnar sínar, Freyju og Hafdísi Önnu. Ég vil trúa því að nú faðmir þú yndislega Guð- mund þinn, sem fór alltof snemma, og syngir og spjallir við mömmu, ömmu Margréti og afa Munda um pólitík og helstu réttlætismál. Við kveðjum Haddý með þakklæti og virðingu. Geir, Margrét Bára, Anna Katrín, Daði, Hanna Bára og fjölskyld- ur, ykkar missir er mikill. Við fjölskyldan sendum ykkur öll- um innilegustu samúðarkveðj- ur. Elísabet Rán Andrésdóttir. Elsku Haddý. Nú er komið að kveðjustund, einungis á þínu 61. aldursári. Minningarnar streyma um hug- ann um einstaka konu. Þegar maður lítur til baka verður manni sérstaklega hugsað til ýmissa ferðalaga og lengri sam- verustunda, t.d. ferðar ykkar systra til London og ferðarinn- ar til Finnlands. Eftir þessar ferðir og samverustundir fann maður sig knúinn til þess að segja öðrum frá þér, enda hafð- ir þú öfundsverða mannkosti og varst engri lík. Þú vildir gera allt fyrir alla og ávallt án þess að þiggja nokkuð í staðinn. Öðrum eins náungakærleik og hjálpfýsi hef ég aldrei kynnst. Fráfall þitt er eins ósanngjarnt og hugsast getur. Hugurinn reikar til Finnlands þegar við vorum í gönguferð árla morg- uns í höfuðborginni og þú fannst þig knúna til þess að taka upp rusl hér og þar. Ég er þér ævinlega þakklátur fyrir þá góðvild og kærleik sem þú sýndir börnunum okkar. Þau sakna þín mikið. Kæru Geir, Margrét, Anna Katrín og Daði, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ykkar missir er mikill. Það var mikill heiður að fá að vera samferða þér í gegnum lífið síðustu tvo áratugina. Hvíl í friði, elsku Haddý. Benedikt Egill Árnason. Hafdís Halla Ásgeirsdóttir - Fleiri minningargreinar um Ásdísi Höllu Ásgeirsdótt- urs bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.