Morgunblaðið - 17.09.2022, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
Veitingar af öllum stærðum,
hvort sem er í sal eða
heimahúsi
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Yfirvöld í Úkraníu segjast hafa talið
450 fjöldagrafir á einum stað við
borgina Isíum eftir að þeir endur-
heimtu svæðið og saka Rússa um
óheyrileg níðingsverk gagnvart
úkraínskum borgurum. „Þetta er að-
eins eitt svæði af fleirum sem hafa
fundist nálægt Isíum. Hernumdu
svæðin hafa búið við ólýsanlega ógn
og ofbeldi, pyntingar mánuðum sam-
an,“ sagði aðstoðarmaður Selenskís
forseta, Mikhaíló Podolíak, í gær.
Fyrstu ummerki um fjöldagraf-
irnar fundust á fimmtudaginn, en í
gær var farið að rannsaka svæðið í
skóglendi rétt fyrir utan Isíum og
hermenn drógu hvert líkið á fætur
öðru upp úr jarðveginum, þar sem
greinilega hafði verið gengið frá lík-
unum í hasti. Að minnsta kosti eitt
líkanna var með hendur bundnar
fyrir aftan bak.
Nafnlausar grafir
Fréttamenn AFP-fréttaveitunnar
sáu grafir með bráðabirgðakrossum
merktar tölum og á einum krossin-
um stóð: „Úkraínski herinn, 17
manns. Líkhús Isíum.“
Þar sem hægt hefur verið að bera
kennsl á líkin hafa nöfn verið merkt
á krossana ásamt dagsetningum. Við
nokkra krossa mátti sjá blóm til að
minnast þeirra látnu. Að sögn Olegs
Kotenkós, sem hefur staðið að leit
horfinna fyrir yfirvöld, var fjölskylda
með ungt barn grafin í skóginum.
„Þau voru myrt. Það voru vitni í
byggingunni þar sem þau bjuggu.
Þau sáu hvað gerðist og að þeir grófu
líkin hérna.“ Hann bætir við að nafn-
lausu grafirnar séu grafir þeirra sem
hafa fundist myrtir á götum úti.
Frá Sameinuðu þjóðunum í Genf
bárust þær fregnir að sambandið
hygðist senda hóp til að rannsaka
betur fjöldagrafirnar.
Frá því Úkraína endurheimti
svæðin í Karkív-héraði hafa hryll-
ingsverk Rússa verið að koma í ljós.
Yfirvöld segja að fleiri fjöldagrafir
séu á svæðinu, sem eftir eigi að rann-
saka, og eins hafi fundist tíu „pynt-
ingabúðir“ í héraðinu. Lögreglu-
stjórinn Igor Klymenkó sagði
pyntingabúðir hafa verið í bænum
Balaklíja og víðar í Karkív-héraði.
Fælingarmáttur fjöldans
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands,
sagði að Evrópa þyrfti nú að axla sí-
fellt þyngri byrðar af völdum NATO
og að Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti væri „helsta ógnin“ við sam-
bandið. „Atlantshafsbandalagið ber
ábyrgð á sameiginlegum varnarmál-
um allra sinna aðildarlanda, með sér-
stakri áherslu á Evrópu. Fælingar-
máttur fjöldans er lykilatriðið í
bandalaginu,“ sagði Scholz í gær og
bætti við að Þýskaland væri tilbúið
að axla forystuhlutverk í álfunni til
að tryggja öryggi Evrópu og hét því
að þýski herinn yrði gerður að öfl-
ugasta her álfunnar. Yfirlýsing
Scholz er merkileg í ljósi þátttöku
Þjóðverja í tveimur heimsstyrjöld-
um og að eftir 1945 hafa þeir talað
mjög varlega um stríðsátök og
vopnavæðingu.
Hörð viðbrögð umheimsins
Ekki hefur staðið á viðbrögðum
heimsbyggðarinnar í gær við fjölda-
gröfunum, en talsmenn Bandaríkj-
anna tilkynntu á fimmtudag að ný
aðstoðarsending væri samþykkt upp
á 600 milljónir bandaríkjadala, en frá
upphafi innrásarinnar hafa Banda-
ríkjamenn stutt Úkraínu með fjár-
magni yfir 15 milljarða bandaríkja-
dollara, sérstaklega í formi hervopna
eins og nákvæmra langdrægra eld-
flauga.
Skilja eftir sig ódæðisverkin
Volodimír Selenskí fordæmdi
Rússa á samfélagsmiðlum í gær þeg-
ar hermenn byrjuðu að grafa upp
líkin í fjöldagröfinni. „Rússar skilja
bara eftir sig dauða og hörmungar.
Þeir eru pyntarar.“ Antony Blinken,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði framferði Rússa hræðilegt.
„Þar sem við sjáum Rússa hörfa,
finnast ódæðisverkin eftir þá,“ sagði
hann við blaðamenn í gær.
„Skilja bara eftir sig
dauða og hörmungar“
- Fjöldagrafir í Isíum - Ummerki um pyntingar - Scholz vill leiða varnarstarfið
AFP/Juan Barreto
Isíum Úkraínskir hermenn leita að jarðsprengjum á svæði við Isíum þar sem fjöldagröf fannst eftir hersetu Rússa.
Lars Findsen, fyrrverandi yfirmað-
ur dönsku leyniþjónustunnar, var
ákærður í dag fyrir að hafa lekið
ríkisleyndarmálum til bandarísku
þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA.
Findsen hefur neitað öllum ásök-
unum, sem hann kallar „bilaðar,“
en hann var handtekinn og settur í
varðhald í desember á síðasta ári,
en sleppt í febrúar.
Saksóknarinn Jakob Berger
Nielsen sagði í yfirlýsingu í gær að
það væri mjög alvarlegt þegar
ríkisleyndarmálum eða öðrum við-
kvæmum gögnum, sem ætlað er að
tryggja öryggi Danmerkur, væri
lekið til utanaðkomandi aðila.
„Lekinn gæti skaðað tengsl við
aðra leyniþjónustuaðila og gert
þeim erfiðara að vinna vinnu sína.“
Findsen er sakaður um að hafa
lekið slíkum gögnum til að minnsta
kosti sex aðila, og þar af tveggja
blaðamanna, halda ákærendur
fram á tímabilinu sem hann var yf-
irmaður leyniþjónustunnar á ár-
unum 2015-2020. Mikil leynd hvílir
yfir málinu og réttarhaldið verður
lokað.
Ákæran kemur í kjölfar langrar
rannsóknar lögreglu og lögreglu-
leyniþjónustunnar, sem Findsen
stýrði sjálfur á árunum 2002-2007.
AFP/Liselotte Sabroe
Kaupmannahöfn Lars Findsen.
Findsen
ákærður
fyrir leka
- Segir ásakanir bil-
aðar og neitar öllu
Vitað er um tíu dauðsföll og enn er
leitað fjögurra eftir fádæma rigning-
ar og flóð í miðhluta Ítalíu. Barn sem
varð viðskila við foreldri sitt í flóðinu
er meðal þeirra sem er leitað. For-
sætisráðherrann Mario Draghi stað-
festi þessar upplýsingar í gær áður
en hann fór til bæjarins Ostra, ná-
lægt hafnarborginni Ancona, en þar
var ástandið verst og meira en 400
mm regn féll á örfáum klukkustund-
um síðla fimmtudagskvölds.
„Þetta var hræðilegt því það gerð-
ist svo hratt og það var eins og að
heyra fossnið,“ sagði Laura Mar-
inelli sem hljóp til nágranna með
ársgamalt barn sitt áður en heimili
hennar á jarðhæð í Ostra fylltist af
vatni. Vatnið hélt áfram að hækka og
þau forðuðu sér upp á húsþak. Hún
sagði fréttamönnum AFP-fréttaveit-
unnar að allir persónulegir munir
væru glataðir, bréf og fleira sem
ekki er hægt að bæta.
Í hafnarborginni Ancona voru göt-
urnar eins og fljót og vatnsmagnið
hreif með sér bíla og allt sem í vegi
þess varð og skildi eftir sig þykka
leðju á götunum þegar flóðið rénaði.
Meira en 300 slökkviliðsmenn
unnu að hjálparstarfinu, en bæði raf-
magns- og símalínur voru rofnar
víða og skólar lokaðir í gær. Á blaða-
mannafundi í gær vottaði Draghi að-
standendum þeirra sem létust eða er
enn saknað samúð sína og sagði
fimm milljóna evra styrk koma til
hjálparstarfsins.
Umræða um hnatthlýnun hefur
fengið byr undir báða vængi eftir
hörmungarnar, en Ítalía eins og Suð-
ur-Evrópa öll var undirlögð af hita
og þurrkum í sumar og sagðist
Draghi þess fullviss að ástæða þessa
ofsaveðurs væri hnatthlýnun.
Tíu látnir og fjög-
urra enn saknað
- Götur eins og fljót í
fádæma regnflóði og
roki á Mið-Ítalíu
AFP/Alberto Pizzoli
Ítalía Fádæma regnstormur og flóð
í Sassoferrato á Mið-Ítalíu.