Morgunblaðið - 17.09.2022, Side 44

Morgunblaðið - 17.09.2022, Side 44
Finnski hljómsveitarstjórinn Anna-Maria Helsing stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum sínum í Hofi á Akureyri á morgun, sunnudaginn 18. september, kl. 16. Mun hún þar túlka síðustu sinfóníu Haydns og fyrstu sinfóníu Beethovens. Á vef Hofs segir m.a. að fyrsta sinfónía Beethovens sé greini- lega undir miklum áhrifum frá læriföður tónskáldsins, Joseph Haydn, en beri þó sterk höfundareinkenni Beethovens. Athyglisvert sé að hlusta á eitt fyrsta stórvirki ungs eldhuga, strax á eftir einu síðasta verki gamals meistara. Sinfónía Haydns er sú síðasta í langri röð verka sem kölluð eru Lundúna- sinfóníurnar. Verk ungs eldhuga og gamals meistara í túlkun Helsing LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari verður með sinn reyndasta hóp í fimmtán mánuði þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Venesúela og Albaníu síðar í þessum mánuði, 22. og 27. september. Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í liðið í fyrsta sinn síðan í júní 2021 og þá er Alfreð Finnbogason einnig í hópn- um. »36 Reynslumiklir leikmenn snúa aftur ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lífið snýst um götudans hjá Brynju Pétursdóttur danskennara. Hún byrjaði að miðla af reynslu sinni og halda stutt námskeið 2004 og stofn- aði síðan skólann Dans Brynju Pét- urs í september 2012. „Við héldum upp á tímamótin með danshátíð á menningarnótt og svo höldum við áfram að gera góða hluti,“ segir Brynja, en nýtt skólaár hófst í vik- unni. Götudans varð til í fátækrahverf- um stórborga í Bandaríkjunum á áttunda áratug liðinnar aldar og hefur þróast jafnt og þétt síðan. Brynja bendir á að þegar hún hafi byrjað kennslu hafi hópur hennar fengið að sýna í fjórar mínútur á menningarnótt en nú hafi þau verið með tvöfalda dagskrá í samtals rúman klukkutíma. „Mér hefur tek- ist það sem ég ætlaði mér, að kynna þessa stíla fjölmörgum nem- endum og enn fleiri áhorfendum.“ Hipphopp- og Dancehall-tónlist hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Brynju. „Sem krakki féll ég alger- lega fyrir þessari tónlist og varð ástfangin af dansinum við það að horfa á ótal tónlistarmyndbönd og kynnast þessari menningu.“ Sem táningur segist hún hafa verið svo- lítið ein á báti, því hvergi hafi verið hægt að læra þessa dansa hér- lendis. „Þess vegna ákvað ég bara að bjóða upp á námskeið fyrir börn og unglinga í Árbæjarþreki 2004, þegar ég var 19 ára.“ Úr sex í 600 Sex krakkar mættu á fyrsta námskeiðið en Brynja, sem er graf- ískur hönnuður frá Listaháskól- anum, gafst ekki upp, fór á nám- skeið í New York og hélt uppteknum hætti hérlendis til 2012, þegar hún stofnaði skólann, setti upp nemendasýningu í fyrsta sinn og byrjaði með danskeppni. „Ég hef dvalið oft og lengi í New York frá 2007 þar sem ég læri hjá frum- kvöðlunum, kennslan hér heima hefur aukist jafnt og þétt og nú er- um við með tíma fyrir fimm ára upp í 20 ára og eldri í Breiðholti, Árbæ, Laugardal, Garðabæ, Kópa- vogi, Grafarvogi, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi.“ Aldursskipting er á námskeið- unum sem eru frá september til desember og síðan frá janúar til apríl. „Ég er með um 20 kennara og fyrir covid vorum við með um 600 nemendur og nú hlökkum við til að byggja samfélagið upp aftur. Í sýningarhópunum eru góðar fyr- irmyndir sem hafa staðið sig vel og unnið til verðlauna erlendis.“ Brynja segir að kórónuveiru- faraldurinn hafi sett strik í reikn- inginn. Þá hafi hún sjálf hætt að kenna og einbeitt sér að rekstr- inum, sem hafi verið erfiður. „Ég hef lítið kennt frá 2019 en nú er ég komin með fasta tíma og er mjög spennt fyrir vetrinum. Við erum eini sérhæfði götudansskólinn á Ís- landi og erum með metnaðarfullan innsta hring, sem bæði kennir og æfir dansinn af ástríðu.“ Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Fögnuður Hópur Brynju Pétursdóttur kom fram í Hljómskálagarðinum og á Klambratúni 17. júní. Lífið er götudans - Skólinn Dans Brynju Péturs fagnar 10 ára afmæli í ár Ástríða Brynja lifir fyrir dansinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.