Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 ✝ Kristleifur L. Meldal fæddist 17. ágúst 1946 á Akureyri. Hann lést 6. september 2022 á Sjúkrahús- inu á Akureyri eftir erfið veikindi. Foreldrar Krist- leifs voru Loftur Meldal, verkamað- ur, f. 5. febrúar 1906 í Melrakkadal, Víðidal í V-Húnavatnssýslu, d. 18. maí 1987, og Sigrún Leifs- dóttir, húsmóðir, f. 1. maí 1927 í Baldursheimi í Mývatnssveit, d. 29. október 1994. Systkini Krist- leifs eru Ragnheiður Olga Lofts- dóttir, f. 24. janúar 1944, Hauk- ur Sigurður Meldal, f. 9. ágúst 1945, Sturla Meldal, f. 9. janúar 1948, d. 1. október 2010, Hólm- fríður Elín Meldal, f. 24. júní 1949, Guðmundur Meldal, f. 8. nóvember 1950, Ingvi Ómar Meldal, f. 1. júní 1952, d. 28. jan- úar 2016, Frosti Meldal, f. 10. febr- úar 1955, og Sverr- ir Auðunn Meldal, f. 2. júní 1957. Fóstursonur Kristleifs er Hörð- ur Albertsson, f. 8. febrúar 1980. Sam- býliskona hans er Guðný Björk Atla- dóttir, f. 25. desem- ber 1980. Þeirra börn eru Daði, f. 3. desember 2008, og Lára, f. 2. apríl 2015. Kristleifur starfaði allt sitt líf við fiskiðnað, lengst af sem verkstjóri hjá Kaldbak á Greni- vík og síðar í eigin rekstri í Hull á Englandi. Kristleifur sinnti einnig ýmsum félagsstörfum. M.a. var hann formaður Íþrótta- félagsins Magna á Grenivík í alls 11 ár. Útför Kristleifs fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, 17. sept- ember 2022, kl. 13.30. Þá hefur Kiddi bróðir yfirgefið þetta jarðlíf eftir þrautagöngu síð- ustu ára. Hann var þriðji í röð níu systkina. Kiddi var alla tíð mikil hjálparhella fjölskyldunnar og tók þátt í rekstri hennar þegar hann fór að vinna. Snemma byrjaði hann að vinna í fiski og varð það hans ævistarf, að vera verkstjóri í fiskinum. Við yngstu bræðurnir burstuðum skó og pressuðum föt, fórum í sjoppuna og þáðum laun fyrir. Kiddi keypti alltaf Andrés- blöð sem við yngri bræður fengum svo og æfðum okkur í dönskunni. Hann hætti aldrei að lesa Andrés Önd. Kiddi keypti fyrsta bílinn sem kom inn í fjölskylduna, brúnan Land Rover, sem hann keypti af Bjarna frænda í Dal. Ekki veitti af, því nú fór hann að aka út á Grenivík að verkstjórast í nýju frystihúsi þar. Seinna keypti hann hvítan Citroën-fleka sem hægt var að hækka og lækka. Gott í ófærð- inni. Oft fórum við á rúntinn með Kidda sem endaði í sjoppu eða ís- búð. Á unglingsárum okkar fórum við helgarferð með Kidda vestur í Dal til Bjarna og Fríðu en þar hafði hann verið í sveit í mörg ár. Mikið fjör og gaman. Þegar við bræður tókum bílprófið var hann alltaf til í að lána okkur bílinn og ekki kom bíllinn alltaf alheill til baka. En ekki var rætt um það. Kiddi kenndi mér að drekka gin í greip með gúrku og seinna meir að meta koníak. Hann var mikill lífsnautnamaður. Hann tók fyrir mig fyrsta víxilinn. Þegar ég stofn- aði heimili kom hann til mín og bað mig að láta sig vita ef ég lenti í peningaveseni. Gott var að vita af því. Ég fór að æfa í hljómsveit með bræðrum mínum en átti ekki fyrir græjum. Kiddi hringdi. Sagðist vera búinn að kaupa magnara og bassa. Græjurnar væru í bílskúrn- um. „Þú borgar seinna,“ sagði hann en það fékk ég aldrei. Á sumrin fórum við hjón með krakkana í helgarferð á Grenivík til Kidda í stóra húsið hans. Hann var alltaf tilbúinn að taka á móti okkur. Svo hringdi síminn og Kiddi hljóp út í bíl með tösku. Hann var víst hjúkkan á Grenivík. Og for- maður Magna og eitthvað fleira. Ég átti lélega myndavél. Kiddi kemur einn daginn með Canon- myndavél, segist ekki geta lært á hana, „taktu hana og vertu dug- legur að taka myndir af börnun- um“. Þegar hann flutti til Eng- lands bað hann mig að senda sér filmurnar. Hann langaði að fylgj- ast með börnunum. Ég fékk aldrei að borga framköllunina. Við hjón- in fórum og heimsóttum Kidda til Hull. Hann náði í okkur til Lond- on. Og maður fékk varla að taka upp veski í ferðinni. Eftir hrunið kom Kiddi heim, heilsulaus og eignalaus. Dvaldi nokkur ár í Grundarfirði hjá góðu fólki, og starfaði meðan heilsan leyfði, en svo flutti hann til Greni- víkur. Þá var hann kominn heim eins og hann sagði. Dvaldi þar til dauðadags umkringdur vinum. Hafið þökk fyrir Grenvíkingar. Frosti L. Meldal. Kristleifur L. Meldal ✝ Gísli Rúnar Guðmundsson fæddist í Beinateigi á Stokkseyri þann 9. júlí 1938. Hann lést á dvalarheim- ilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þann 7. september 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Valdimarsson frá Norðurgarði á Skeiðum og Sigríður Gísladóttir frá Beinateigi á Stokkseyri. Syst- ur hans eru Sigrún og Sigríður Guðmundsdætur. Þann 11.3. 1961 kvæntist hann Unni Guðmundsdóttur, f. 12.2. 1943, d. 21.2. 2005, frá Austur- koti. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Anna, f. 5.1. 1961, gift Ólafi Inga Sigurmundssyni. Eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. 2) Sigríður, f. 29.4. 1962, d. 31.5. 2016, gift Sigurði Viggó Gunn- arssyni. Eiga þau þrjú börn. 3) Gísli, f. 4.8. 1969, kvæntur Þór- dísi Kristinsdóttur. Þau eiga einn son. 4) Guðmundur Alexander, f. 11.11. 1972, kvænt- ur Vigdísi Berglindi Jónsdóttur. Rúnar fæddist í Beinateigi á Stokkseyri og bjó þar fyrstu æviárin. Þaðan fluttist hann með foreldrum sín- um í Sætún og bjó hann í Sætúni þar til hann fluttist með Unni, konu sinni, og þremur börnum, yfir hlaðið að Sunnuhvoli þar sem þau hjón- in bjuggu alla sína búskapartíð. Hann vann hin ýmsu verka- mannastörf en fór síðan að vinna hjá Bifreiðasmiðjum KÁ, Kaupfélagssmiðjunum. Árið 1969 fór hann á sjóinn og reri á bátum Hraðfrystihúss Stokks- eyrar til ársins 1988 en fór þá í land og hófstörf hjá landvinnslu fyrirtækisins, síðar Árnesi, þar sem hann vann út starfsævina. Útför Gísla Rúnars fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag, 17. september 2022, og hefst athöfn- in kl. 13. Elsku pabbi. Nú er komið að leiðarlokum. Það er gott að hugsa til baka um allar góðu stundirnar sem við átt- um saman, þú hlustaðir alltaf á mig. Við fjölskyldan fórum í ferða- lög á hverju sumri, þetta voru ógleymanlegar og skemmtilegar stundir hjá okkur. Farið var einnig í ófáar veiðiferðir, ansi oft fórum við að veiða í Ljótapolli, þær ferðir stóðu alltaf upp úr. Þegar ég flutti í sveitina með mína fjölskyldu þá hafðir þú mikla ánægju og yndi af því að fá fréttir af því hvernig sveitalífið gengi fyrir sig. Núna í seinni tíð þá hringdir þú daglega þegar það var heyskapur bara til að fá fréttir af því hvernig gengi og hver heyfengurinn væri. Eftir að þú fluttist á Sólvelli þá heyrðust við mikið í síma og oft endaðir þú sím- tölin á þann veg að það væri alltaf svo gott að tala við mig, því ég væri svo jákvæð og það væri aldrei neitt vesen hjá okkur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.. (Guðrún Jóhannesdóttir) Þín dóttir Anna. Kæri afi. Ég vil fá að þakka þér fyrir all- ar þær stundir sem við áttum saman. Þegar ég lít til baka og rifja upp þær stundir sem við átt- um saman get ég ekki annað en brosað, því við áttum bara góðar stundir. Hvort sem það voru sund- ferðirnar, bíltúrarnir eða morgun- kaffið í sjoppunni á Stokkseyri þá var alltaf gaman hjá okkur. Eitt, sem ég verð alltaf þakklátur fyrir, er að dyr þínar voru alltaf opnar fyrir manni. Þú varst alltaf til staðar fyrir mann, sama hvað á bjátaði. Þú hughreystir mann þegar illa gekk og hvattir mann áfram í því sem maður var að gera og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Kæri afi. Takk fyrir allt og hvíldu nú í friði í sumarlandinu fagra þar sem þið amma sameinist á ný og fáið ykkur eina og eina súkkulaðirúsínu. Gísli Rúnar Gíslason. Elsku besti afi, nú er komið að leiðarlokum. Við systkinin vorum alveg einstaklega heppin að eiga þig sem afa. Það voru ófáar veiði- ferðirnar sem við fórum í með þér. Aflinn var mismikill en það var alltaf nóg nesti. Á haustin fórum við í berjamó og ósjaldan var stoppað í Þrastarlundi og keyptur ís í brauði. Þú varst alltaf svo góð- ur við okkur og við minnumst þess aldrei að þú hafir skammað okkur þótt við værum uppátækjasöm. Þú sýndir okkur systkinunum mikinn áhuga og umhyggju. Ef þú hringdir ekki sjálfur í okkur til að fá fréttir, þá spurðir þú mömmu um okkur þegar þú heyrðir í henni, sem var nánast daglega. Þú elskaðir að fylgjast með langafa- börnunum þínum sex vaxa og dafna og taldir það mik- ið ríkidæmi. Þú varst mjög spenntur fyrir nýjasta langafa- barninu sem er væntanlegt eftir nokkrar vikur. Þegar María Ósk flutti vestur þá komst þú í heimsókn og gistir í nokkrar nætur. Þú hélst mikið upp á Grundarfjörð og allt Snæ- fellsnesið. Þú lést það ekki aftra þér að koma aftur vestur þegar María Ósk og Hlynur giftu sig. Þið Hlynur áttuð góðar stundir en þú naust þess að tala við hann um sjó- mennskuna sem átti svo stóran þátt í lífi þínu. Elsku afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar, við erum heppin að eiga margar góðar minningar sem við getum yljað okkur við núna. Við munum leyfa minningu þinni að lifa með sögum sem við segjum börnunum okkar. Nú eru þið Unn- ur amma og Óli Dagur sameinuð, eins og Grétar Dagur litli sagði. Þið eruð stjörnurnar okkar á himninum. Afabörnin í Eyði – Sandvík, María Ósk, Guðbjörn Már, Rúnar Geir og fjölskyldur. Gísli Rúnar Guðmundsson Við þökkum innilega þá hluttekningu sem fjölskyldunni var sýnd við fráfall móður okkar og tengdamóður, ÞURÍÐAR PÁLSDÓTTUR söngkonu. Við þökkum sérstaklega starfsfólki Sóltúns, sem annaðist hana af natni og kærleika í veikindum hennar. Kristín Arnardóttir Hermann Tönsberg Guðmundur Páll Arnarson Guðrún Guðlaugsdóttir Laufey Arnardóttir Björn Kristinsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu, ELNU ÞÓRARINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hamra fyrir góða umönnun. Baldvin E. Albertsson Aalen Matthías Magnússon Þórdís L. Gunnarsdóttir Sólveig Jenny M. Olsen Colin Smallbone Sigríður Elín Elnud. Olsen Bjarklind Þór Jón Örn Bogason Inga Elínborg Bergþórsdóttir Baldvin A.B. Aalen og fjölskyldur þeirra Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, SÆMUNDAR HRÓLFSSONAR, Austurmýri 3, Selfossi. Heiðrún Hallgríms Ólafur Jóhann Sæmundsson Elín Árnadóttir Björn S. Sæmundsson Binna Júlía Guðmundsdóttir Magnús Þ. Magnússon Rósa B. Sæmundsdóttir Sverrir Ingimundarson Jóhanna F. Sæmundsdóttir Birkir G. Guðnason barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRGVINS RAGNARSSONAR skipstjóra, Stykkishólmi. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Mjöll Hallfreðsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og vinur okkar allra, BALDVIN KRISTINSSON bifvélavirki, Urðarhæð 8, Garðabæ, lést laugardaginn 10. september. Útför hans fer fram fimmtudaginn 22. september klukkan 13 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Elín Ólafsdóttir Bjarni Baldvinsson Vilborg Friðriksdóttir Elísa Sól Bjarnadóttir Lilja Björg Bjarnadóttir Katrín Embla Bjarnadóttir María Kristjánsdóttir Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES PÉTURSSON, fyrrverandi leigubílstjóri, lést í Seljahlíð 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Pétur, Svavar, Elín Björk, Felix Gunnar, Sigurður Freyr, Jón Þór og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, SÆUNN AXELSDÓTTIR athafnakona í Ólafsfirði, lést að kvöldi mánudagsins 12. september. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 19. september klukkan 14. Ásgeir Logi Ásgeirsson Axel Pétur Ásgeirsson Sigurgeir Frímann Ásgeirsson Kristján Ragnar Ásgeirsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Barónsstíg 78, lést á Droplaugarstöðum 11. september. Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 21. september klukkan 13. Þór Axelsson Ingunn Pettersen Ásdís Axelsdóttir Bjarni Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR Katla Steinsson Ársæll Þorsteinsson Hanna Lára Steinsson Kristján Jóhann Steinsson Andri Snær Ársælsson Anna Sjöfn Ársælsdóttir Haukur Þorsteinsson Kristmann Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.