Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vinstrihreyf- ing á Vest- urlöndum hefur átt í vanda allt frá falli múrs- ins. Það var sjálf- gefið að kommúnistaflokkar lognuðust út af, en að við tæki langvinn hnignun sósíal- demókratískra flokka sáu færri fyrir. Afsögn Magda- lenu Andersson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, er nýjasta dæmið. Þrautagöngu breska Verkamannaflokksins þekkja menn og vonarstjörnur eins og Justin Trudeau í Kanada og Jacinda Arden á Nýja- Sjálandi eru senn úr sögunni. Lýðræðissinnaðir vinstri- menn á Íslandi brugðust við með því að efna til kosninga- bandalags árið 1999 undir merkjum Samfylkingar og í kjölfarið sigldi formleg stofn- un stjórnmálaflokks undir sama nafni með metnað til þess að ná 35% fylgi eða meira. Samfylkingin náði mest 31% kjörfylgi í kosning- unum 2003, en síðan hefur leiðin legið niður á við. Jafn- vel í vinstribylgju eftir bankahrun náði Samfylkingin ekki 30% kjörfylgi, fór niður í 13% 2013 og þurrkaðist nán- ast út 2016. Fór í 12% 2017 og innan við 10% í kosningunum í fyrra. Á þessum tíma var Sam- fylkingin einarður Evrópu- flokkur og átti varla nokkur svör við neinum spurningum samtímans önnur en Evrópu- sambandið og evru. Fyrir vik- ið glataði hún erindi sínu sem stjórnmálaflokkur. Flokkur sem ekki getur tekið afstöðu til neins, getur ekki ætlast til þess að kjósendur taki af- stöðu með honum. Þetta jafna fylgistap átti því ekki að koma á óvart, en hið langdregna sjálfsmorð flokksins flæmdi burtu dygga flokksmenn og um hríð virtist raunverulegt gjaldþrot blasa við, svona til að eyða öllum vafa um hversu treystandi Samfylkingunni væri fyrir fjármunum almennings. Innra starf flokksins varð sífellt súrara í þessari tilvist- arkreppu og sannaðist enn reglan um að þeim mun hat- rammari verður baráttan eft- ir því sem um minna er að berjast. Fylgishrunið og hið hugmyndafræðilega gjald- þrot vöktu líka freistingar um kennitöluflakk, en í aðdrag- anda ósigurins 2013 var nafn- inu breytt í „Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Ís- lands“. Fyrir afhroðið 2016 lagði fyrrverandi varafor- maður flokksins til þess að Samfylkingarhluti nafnsins væri af- máður, vörumerk- ið væri orðið eitr- að í hugum fólks. Nú er fram komin samsvarandi tillaga, sem þó gengur lengra, því ekki að- eins þykir óbragð af Samfylk- ingunni, heldur sé mannaþef- urinn óbærilegur líka og því skuli flokkurinn heita Jafn- aðarflokkurinn. Með því áframhaldi mun flokkurinn heita Jafningur fyrr en varir. Auðvitað er skiljanlegt að flokkurinn vilji hrista af sér slyðruorð fortíðar. Hins veg- ar er ekki víst að slíkt kennitöluflakk stjórnmála- flokka gangi vel í kjósendur, því hvað segir það um heilindi flokksins og þeirra stjórn- málamanna sem að honum standa? Slík nafnbreyting kann þó að vera viðeigandi ef eðli og inntak flokksins breytast líka. Kristrún Frostadóttir hefur ein gefið kost á sér í for- mannskjöri flokksins (hvað sem hann mun heita!) á lands- fundi í lok október, en þegar hún kynnti framboðið var það undir kratarós og hún talaði tvöfalt oftar um jafnaðar- menn en Samfylkinguna. Áherslur hennar voru aðrar en tíðkast hafa á niðurlæging- arskeiði flokksins. Hún ítrek- aði að flokkurinn þyrfti að ná til venjulegs fólks með kjarna jafnaðarstefnunnar. Kristrún hefur nefnt að Evrópumálin séu ekki í forgangi, brýnni úr- lausnarefni bíði sem megi og eigi að leysa á heimavelli. Eins er hún vantrúuð á um- byltingu stjórnarskrárinnar. Ekki hefur verið að sjá að al- menningur sé henni ósam- mála um það og því skal ekki útilokað að hún geri þær breytingar á flokknum að hann standi undir nýju nafni. Þess vegna vöktu í gær sér- staka athygli þau orð Helgu Völu Helgadóttur, þing- flokksformanns Samfylk- ingar, að hún væri „innilega ósammála“ Kristrúnu varð- andi Evrópu- og stjórnar- skrármálin. Þau benda til þess að enn séu í Samfylking- unni dýpri gjár en lítill flokk- ur rúmar. Viðbúið raunar að komandi landsfundur verði lagður undir uppgjör um eðli og grundvallarstefnu flokks- ins, ekki síður en forystu hans og ekki víst að allir skilji sátt- ir. Þar kunna þó að vera síð- ustu forvöð til þess að halda lífi í sósíaldemókratískum flokki á Íslandi sem hefur metnað til annars en að vera áhrifalaus óánægjuflokkur. Nafnbreyting á Samfylkingunni dugir ekki ein og sér} Jafningur Í nýju menningar- og viðskiptaráðu- neyti er lögð áhersla á að skapa menn- ingarstarfi, viðskiptalífi og ferðaþjón- ustu umhverfi sem stuðlar að velsæld og verðmætasköpun fyrir samfélagið. Það eru mörg sóknarfæri í samlegð þessara þriggja stoða en alls er framlag þeirra um 40% til landsframleiðslu. Tugþúsundir starfa við greinarnar sem fléttast saman með ýmsu móti en ekki síst auka aðdráttarafl Íslands og auðga samfélagið okkar. Við viljum hámarka þau áhrif á sama tíma og við stöndum vörð um sérstöðu hverrar greinar. Virk samkeppni, traustur fjármálamarkaður og markviss neyt- endavernd er forsenda heilbrigðs atvinnulífs og styður við samkeppnishæfni Íslands. Í fjár- lögum fyrir árið 2023 eru áætlaðir rúmir 28,8 milljarðar til málefnasviða ráðuneytisins og er það aukning um 6% milli ára. Þá hafa fram- lögin hækkað um tæpa 10 milljarða frá árinu 2017. Menningarsókn og íslenskan í forgrunni Á síðasta kjörtímabili var lagt af stað í þá vegferð að stórefla menningu og listir. Á síðustu árum hafa framlög til málaflokksins aukist verulega eða úr 10,7 milljörðum árið 2017 í 17,7 milljarða með þessu fjárlagafrumvarpi. Unnið hefur verið að stefnumótun til framtíðar á sviðum skapandi greina í góðri samvinnu við grasrótina. Og við erum hvergi nærri hætt. Meðal áhersluverkefna komandi árs er stofnun tónlist- armiðstöðvar ásamt gerð tónlistarstefnu, hönnunar- stefnu, myndlistarstefnu og eflingu sviðslista. Áfram er unnið eftir framsækinni kvikmyndastefnu til 2030. Nýlega voru endurgreiðslur vegna kvik- myndagerðar hækkaðar úr 25% í 35% fyrir stærri verkefni og fyrirhugaðar eru breyting- ar á lögum um kvikmyndasjóð. Rúmum millj- arði hefur þegar verið varið í nýja kvikmynda- stefnu á síðustu tveimur árum. Þá er lögð áhersla á varðveislu, aðgengi og miðlun menn- ingararfs þjóðarinnar með því að styðja við höfuðsöfnin okkar og blómlegt safnastarf um allt land. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að hlúa vel að tungumálinu okkar en ekki síður táknmálinu. Markmiðið er að tryggja íslenskunni sess í stafrænum heimi með áframhaldandi fjárfestingu í máltækni. Ferðaþjónustan drifkraftur verðmætasköpunar Þeir fjármunir sem voru settir í stuðningsaðgerðir stjórnvalda í faraldrinum lögðu grunn að kröftugri við- spyrnu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan hefur að nýju náð að verða burðarás í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, stuðlað að stöðugra gengi krónunnar og auknum lífs- gæðum fólksins í landinu. Okkar hlutverk er að tryggja að svo verði áfram. Helstu áskoranir og tækifæri á næsta ári felast í gerð aðgerðaáætlunar á grunni framtíðarsýnar íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 með sjálfbærni að leiðarljósi og í góðri samvinnu við greinina og heimafólk. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Áfram gakk! Höfundur er menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra og varaformaður Framsóknar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á sókn í orku til að knýja ný gagnaver hér á landi hefur aukist mjög á undan- förnum misserum. Inn- rásin í Úkraínu og hækkun orkuverðs hefur enn bætt í. Þar fyrir utan hefur eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í þessum tilgangi aukist til muna. Andstöðu við sölu orku til gagnavera hefur orðið vart, til dæmis á Írlandi. Forstöðumaður hjá Landsvirkjun segir þó að þeir talsmenn fyrirtækja sem hingað leita nefni það ekki sem ástæðu. Haraldur Hallgrímsson, for- stöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir að þörfin fyrir uppbyggingu gagnavera í heiminum hafi aukist mjög í kórónuveirufar- aldrinum. Aukin fjarvinna sé knúin áfram af tölvukerfum sem þurfi að hýsa einhvers staðar. Þar við bætist að ástandið í Evrópu hækki orkuverð til skamms tíma og fyrirtæki vilji dreifa áhættunni. Stærri fyrirtæki séu oft með starfsemi á fleiri en ein- um stað, af þessum ástæðum. Þá séu nýir staðir áhugaverðir og Ísland komi þar inn í myndina. Andóf í Írlandi Stórfyrirtæki sem þurfa að geyma mikið af gögnum, svo sem Amazon, Google og Meta (Facebook), eru hikandi við uppbyggingarverk- efni í Evrópu vegna ástandsins. Þeg- ar farið er að kreppa að heimilum vegna hás orkuverðs lenda gagnaver- in í skotlínunni. Þess hefur sérstak- lega orðið vart á Írlandi sem fengið hefur til sín mörg stór gagnaver enda fara um 14% af orkunotkun landsins til að knýja þau og kæla. Skipulagt andóf fer fram hjá grasrótarsam- tökum, meðal annars á sveitarstjórn- arstiginu. Haraldur segir að þessi ástæða hafi ekki komið fram hjá þeim sem vilji kaupa þjónustu hjá Lands- virkjun. Hann bendir á að sá sem vilji reisa gagnaver þurfi að hafa aðgang að mikilli orku með tiltölulega skömmum fyrirvara. Á sumum svæð- um, meðal annars á Írlandi, sé orðið erfitt að koma gagnaverum fyrir í flutningskerfinu. Það hafi fyrirtæki nefnt sem ástæðu fyrir því að vilja koma til Íslands. Landsvirkjun selur raforku til fjögurra gagnavera og fara um 3% af orkunni til þeirra. Fyrirtækin nota hluta orkunnar til rafmyntagraftrar á meðan þau eru að byggja sig upp en Landsvirkjun hefur lýst því yfir að hún hafi ekki virkjað orku til rafmyntagraftrar og muni ekki gera. Gagnaver eru hluti af þeirri starfsemi sem Landsvirkjun hefur áhuga á að eiga frekari viðskipti við. Á ársfundi fyrirtækisins kom fram að nauðsynlegt væri að forgangsraða eftirspurn frá nýjum verkefnum. Aukin innlend notkun og orkuskipti væru í fyrsta forgangi. Í öðrum flokki væri stafræn vegferð, nýsköpun og fjölnýting, svo sem gagnaver og mat- vælavinnsla því það myndi auka fjöl- breytni í atvinnulífinu. Í þriðja flokki væri vöxtur og framþróun núverandi stórnotenda. Önnur ný starfsemi væri ekki í forgangi. Tekur Haraldur fram að einhver ný verkefni muni fá orku en alls ekki öll sem sækjast eftir því. Landsvirkjun hefur unnið að undirbúningi nokkurra virkjana. Komið hefur fram að Hvamms- virkjun í Þjórsár er lengst komin í undirbúningi en enn hefur ekki fengist virkjanaleyfi. Ekki er kálið sopið þó í ausuna sé komið því eftir er að fá framkvæmda- leyfi og svo tekur nokk- ur ár að virkja. Starfsemi gagnavera lendir í skotlínunni Haraldur Hallgrímsson segir að Landsvirkjun telji eftirsóknar- vert að fá fleiri gagnaver í við- skipti. „Þetta er ný starfsemi sem dreifir áhættunni. Starf- semin er mjög loftslagsvæn því verið er að flytja út stafrænar afurðir. Gagnaver eru innviðir sem nýtast í þörf verkefni til framtíðar. Þá fylgja þessu fjöl- breytt störf, bein og ekki síður óbein, jafnvel á stöðum sem koma síður til greina fyrir aðra starfsemi. Þá byggjast gagna- ver gjarnan upp í skrefum sem er ákjósanlegt,“ segir Haraldur. Ísland er helst í samkeppni við hinar Norðurlandaþjóð- irnar um orkufreka starf- semi, eins og gagnaver, vegna framboðs af endurnýjanlegri raforku. Segir Haraldur að Ísland sé vel samkeppnis- fært í þessu efni. Eftirsóknar- verð grein GAGNAVER Haraldur Hallgrímsson Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Geimgagnavinnsla er meðal verkefna hjá Borealis Data Center.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.