Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Laugarnar í Reykjavík w w w. i t r. i s Frá og með 1. ágúst verður frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla – það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára Að huga að heilsu og heilbrigði heillar þjóðar er ærið verkefni hjá heilbrigðisráðherra. Ráðherrann hefur þús- undir heilbrigðisstarfs- manna á sínum snær- um til að hlúa að margbreytilegum verk- efnum. Hann hefur jafnframt yfirstjórn og ræður för hjá Sjúkra- tryggingum Íslands, sem eiga að veita öllum sjúkratryggðum Íslend- ingum fjárhagslega aðstoð til verndar heilbrigði og sjá til þess að þeir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Annað markmið í lög- um um sjúkratryggingar er að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hag- kvæmni heilbrigðisþjónustu og há- marksgæðum eftir því sem frekast er unnt á hverjum tíma. Sjúklingum með slitgigt í hnjám og mjöðmum fjölgar stöðugt. Tugir bæklunarlækna sinna því að úr- skurða hversu slæm slitgigtin er, út frá röntgen- og segulómmyndum. Ýmist bjóða þeir sprautumeðferð við liðverkjum sjúklinganna, krukka í liðamótin, ávísa þeim sterkum verkjalyfjum eða tilvísa á spelkur og senda í sjúkraþjálfun. Þetta eru reyndar og gildar bráðabirgðaráð- stafanir en á endanum þarf að skipta um liðamótin. Tilfellin eru orðin svo mörg að bæklunarskurðlæknar og starfsfólk ríkisreknu skurðstofanna, þ.e. á Landspítalanum í Reykjavík, á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Heil- brigðisstofnuninni á Akranesi, skurð- stofa þar sem sjúkratryggðir þurfa ekki að greiða fyrir aðgerðir, hafa ekki undan í liðskiptaaðgerðum. Rúmlega þúsund slitgigtarsjúklingar þurfa nú orðið að bíða sárþjáðir í tíu til tuttugu mánuði og sumir lengur eftir að fá nýja hnjá- eða mjaðmaliði. Fólkið sem er á biðlistum fyrr- greindra stofnana og er sjúkratryggt er svipt sinni sjúkratryggingu ef það leitar til fjórða aðilans á Íslandi sem framkvæmir sams konar lið- skiptaaðgerðir og umræddar stofn- anir, þ.e. Klíníkurinnar í Ármúla. Bæklunarskurðlæknarnir og starfs- fólk þeirra í Ármúlanum mega hins vegar, ef sjúkratryggður óskar, fara með eða senda þessa sjúklinga í lið- skiptaaðgerðir á t.d. sænskar eða danskar skurðstofur (aðildarríki EES-samningsins ásamt Íslandi). Þar eru skjólstæðingar bækl- unarskurðlæknanna hjá Klíníkinni sjúkratryggðir. Ráðstöfun sem er u.þ.b. tvöfalt kostnaðarsamari en ef verkið væri unnið í Ármúlanum. Starfsemi ríkisreknu skurðstofanna og kostnaður við lækn- isverk hjá þeim eru met- in eftir svokallaðri DRG-kostnaðarvigt. Einingarverð fyrir hverja DRG-einingu ár- ið 2022 er 1.077.425 kr. Tæplega 1,1 milljón er einingarverðið fyrir meiriháttar lið- skiptaaðgerð á hné/ ökkla, samkvæmt kostn- aðarvigtinni. Eining- arverð er án umframkostnaðar vegna útlaga, sem er m.a. kostnaður vegna einnota áhalda og efna sem notuð eru við aðgerðir hjá sérfræðingum í skurð- lækningum og svæfingum, en þann kostnað greiða sjúkratryggingar að auki. Fljótt á litið er gjaldið sem Klí- níkin í Ármúla tekur fyrir sambæri- legar liðskiptaaðgerðir nánast á pari við eða lægra en það sem ríkisreknu skurðstofunum er reiknað til. Í lögum um réttindi sjúklinga er þess getið í 1. gr. að óheimilt sé að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, lit- arháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í lögum um Sjúkra- tryggingar er í 1. gr. kveðið á um að samræmis sé gætt við lög um heil- brigðisþjónustu, lög um réttindi sjúk- linga og önnur lög eftir því sem við á. Hér er verk að vinna og áskorun fyrir núverandi heilbrigðisráðherra. Ljóst er að Sjúkratryggingar Íslands hafa, með leyfi fyrrverandi ráðherra, fótumtroðið réttindi sjúkratryggðra sjúklinga vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíníkinni í Ármúla. Heilbrigð- isráðherra fer með yfirstjórn sjúkra- trygginga og sjúkratryggingastofn- unar, sem er ekki öfundsverð staða í þessu tilfelli. Lögin fela honum um- sjón með samningsgerð um heilbrigð- isþjónustu, sem var hunsað áður. Einnig aðra aðstoð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, réttindi sjúk- linga og sjúkratryggingar. Hlutverk núverandi ráðherra hlýtur að vera að rétta kúrsinn hið bráðasta og stöðva þá pólitísku mismunun sem sjúkra- tryggðir liðskiptasjúklingar hafa mátt þola frá forvera hans í embætti. Sigurður T. Garðarsson » Fólkið sem er á bið- listum fyrrgreindra stofnana og er sjúkra- tryggt er svipt sinni sjúkratryggingu ef það leitar til fjórða aðilans á Íslandi … Sigurður T. Garðarsson Höfundur er sjúkratryggður liðskiptaþegi. Heilbrigðisráðherra og réttindi sjúkra- tryggðra Í fjármálafræðum er fyrirferðarmikið fyrirbæri sem kallast tímavirði peninga og gengur út á að króna í dag er verðmætari en króna í framtíð- inni. En svo er einnig til nokkuð sem kallast tímavirði kjósenda, þ.e. fyrir kjörna full- trúa, en það lýtur allt öðrum lögmálum en tímavirði peninga. Í aðdraganda kjördags er virði kjósenda í hæstu hæðum en verður algjörlega verð- laust um leið og kjörstöðum er lokað. Gengi kjósenda fer svo ekki að síga upp á við aftur fyrr en í aðdraganda næstu kosninga og er í hæstu hæðum á kjördag. Ég vísa í grein mína í Morgun- blaðinu 13. ágúst sl. þar sem ég fer yfir víðan völl varðandi með- höndlun hins opinbera á þeim sem komnir eru til ára sinna og farnir að taka lífeyri. Í þeirri grein kem ég inn á skattlagningu neikvæðra innlánsvaxta og verðbóta á verð- tryggðum innlánsreikningum. Víst er það svo að kommum sem og mörgum laumukommum einnig finnst að þeir sem sýnt hafa ráð- deild og náð að nurla einhverju saman eigi allt vont skilið. Svo römm er skoðun sumra að þeim finnst helst eiga að hirða allt af slíku fólki svo það geti eytt ellinni í eymd og volæði. Fyrir nokkrum kosningum voru hugmyndir uppi um að skattleggja aðeins raunverulegar fjármagns- tekjur en ekki verðbótaþáttinn enda er núverandi tilhögun al- gjörlega galin. Ég vil benda á að verðrýrnun á almennum óverð- tryggðum innlánsreikningum í dag er u.þ.b. 7%, gott þykir að fá 3% vexti. Af 100 m.kr. innistæðu eru innlánsvextirnir þrjár m.kr. og eru tekin 660 þús. af því í fjármagns- tekjuskatt. Þá hefur innistæðan rýrnað um 10 m.kr. Tjón sparifár- eigandans er í þessu tilviki 7.660 þús. Á verðtryggðum reikningi sem ber 0,4% vexti eru verðbæt- urnar í þeirri verðbólgu sem nú er 10 m.kr. og vextirnir 400 þús. Af er dreginn fjármagnstekjuskattur sem nemur 2.288 þús. og tjón sparifjáreigandans því 1.880 þús. Á sama tíma er ránsfengur bankanna sem þeir sjálfir kalla hagnað í hæstu hæðum og virð- ast þeir því vera þeir einu sem græða á verðbólgunni. Á verð- tryggðum reikningi sem ber 0,4% vexti í 10% verðbólgu greiðir sparifjáreigandinn 22% skatt af verðbót- um og vaxtatekjunum eða sem nemur raunskattlagningu upp á 572%. Sparifjáreigandanum er þannig gert að eftirláta ríkinu tæplega sexfaldar raunverulegrar fjármagnstekjur sínar. Í framhaldi af grein minni 13. ágúst sendi ég öllum nefnd- armönnum efnahags- og viðskipta- nefndar, fjárlaganefndar sem og forsætisráðherra og fjár- málaráðherra tölvupóst sem og fyrrverandi formanni fjár- laganefndar sem hafði lofað að þessi eignaupptaka yrði stöðvuð. Þar óskaði ég eftir því að hver og einn upplýsti mig efnislega fyrir lok ágúst um hvort þeim þætti umrædd skattlagning eðlileg og sanngjörn og hvað þeir hygðust gera til að stöðva þessa eignaupp- töku. Ég myndi upplýsa um upp- skeruna af þessum skrifum til þeirra í annarri grein í september og þá kæmi í ljós hvert tímavirði kjósenda er í þeirra huga sem og hve kommúnísk hugmyndafræði hefði náð að grafa um sig í hug- skoti þeirra. Heldur var uppskeran rýr en ég fékk svör frá þremur þessara að- ila, þó engin efnisleg. Því miður virðast þingmenn almennt svo merkilegir með sig að þeim finnst ekki taka því að virða kjósendur svars. Pírati sem situr í fjár- laganefnd taldi að vanhæfi þing- manna til að móta lagaumhverfi um fjármagnstekjur væri þess valdandi að nauðsynlegt þætti að ræna sparifjáreigendur. Þingkonu frá Flokki fólksins í efnahags- og viðskiptanefnd virtist fyrirmunað að skilja eðli verðbóta og taldi að þeir sem greiddu þær ættu að fá skattaívilnanir á kostnað þeirra sem fengju þær greiddar. Þing- kona Sjálfstæðisflokksins úr sömu nefnd, sem kom ný inn síðast, bar fyrir sig þekkingar- og reynslu- leysi og vildi leita ráða hjá reynd- ari þingmönnum en ekkert hefur heyrst frekar frá henni. Ég hef fullan skilning á því að kommar telji rétt að níðast á þeim sem einhverju hafa nurlað saman og hafa meira umleikis en með- almaðurinn enda gengur hugsjón þeirra beinlínis út á það. Í hnot- skurn er hugmyndafræðin þannig að þeir sem ekki nenna og sólunda öllu sem þeir afla eigi rétt á hlut- deild í því sem þeir sem nenna og fara vel með hafa nurlað saman. Kjörorðið er: „Allt mitt er mitt og allt þitt er mitt og þitt!“ Komm- arnir koma þó hreint fram og eng- um þarf að koma á óvart hug- myndafræði þeirra. En að Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkur skuli beygja sig undir þess háttar hugmyndafræði er þeim til vansa. Í raun eru þeir aðeins laumu- kommar sem sigla undir fölsku flaggi. Jafnvel Stalín komst ekki með tærnar þar sem kommar og laumukommar á þingi hér á landi hafa hælana. Undir hæl Stalíns fengu þegnarnir þó að halda ein- hverju smáræði af því sem þeir öfluðu en undir stjórn komma og laumukomma á Íslandi er spari- fjáreigendum gert að skila sex- földum tekjum af sparifé sínu til ríkisins. Eðli verðbóta getur tæp- lega talist flókið fyrirbæri, ekki einu sinni fyrir fólk undir með- algreind. Fæstum sem fá fulla flösku af víni lánaða dettur í hug að þeim beri að skila henni átek- inni. Flóknara er þetta nú ekki. Svona umhverfi verður til þess að ríkið fær að lokum 572% af engu í stað þess að fá 22% af mjög miklu. Tímavirði kjósenda Örn Gunnlaugsson » Í raun eru þeir að- eins laumukommar sem sigla undir fölsku flaggi. Skattlagning upp á rúmlega sexfaldar tekjur slær öllum kommum við. Örn Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi atvinnurekandi. orng05@simnet.is Í nýlegri grein í tímaritinu/vefritinu Frjálsri verslun fer Hannes G. Sigurðs- son, ráðgjafi stjórnar Samtaka atvinnulífs- ins, SA, ásamt nú- verandi fram- kvæmdastjóra, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, yfir það á hnitmiðaðan hátt hvernig þróun kjaramála hefur ver- ið og hver staðan er nú. Ekki skal þeirra yfirferð rengd á nokkurn hátt. Með greiningu sinni hafa þeir félagar í raun dregið fram ábyrgð Samtaka atvinnulífsins, SA, á nú- verandi ástandi og staðfestuleysi í gegnum árin. Einnig er það æp- andi að SA, Samtök atvinnulífsins, skuli ekki síðustu hálfa öld eða svo hafa beitt sér svo neinu nemi fyrir breytingum á vinnulöggjöfinni sem að stofni til er frá árinu 1938, lög nr. 80/1938. Þróun síðustu tuttugu ára er sérstaklega vond þar sem bæði hefur á þeim tíma verið mikið góðæri og djúpt hallæri. Ólíkt því sem mætti halda eru atvinnurek- endur ekki vopnlausir í þeim slag sem kjaraviðræður virðast vera orðnar að. Átakafælnin og ósam- staðan er hins vegar slík að við- semjendur vita fyrir fram um ár- angur sinn. Hið opinbera Einhverra hluta vegna er það orðin lenska að draga hið op- inbera inn í kjara- viðræður. Skattabreyt- ingar fram og aftur og alls konar innspýtingar í hin fjölmörgu stuðn- ingskerfi hins opinbera. Lækkun vaxta er eitt, tekjuskattsbreytingar annað. Eitthvað lítið hefur farið fyrir áherslum atvinnurek- enda í þessum þríliða viðræðum því bæði hefur tryggingagjald lítið breyst og SA hreint og beint samdi um, eitt skiptið, að hið opinbera lækkaði fremur tekjuskatt ein- staklinga en tryggingagjald á fyrir- tækin. Sú gjörð, ein og sér, ætti að gera eigendum lítilla og með- alstórra fyrirtækja nokkuð ljóst hvernig hagsmunum þeirra var kastað fyrir róða í misheppnaðri verslun SA með hagsmuni umbjóð- enda sinna. Illa fer á því að hið op- inbera sé að blanda sér í samninga tveggja og fyrirgera síðan hags- munum annars. Enn verra er að sá er fyrir verður sætti sig við slíkar trakteringar. Líklega sýnir það best dugleysið. Flókið en samt einfalt Mikið er gert úr því flækjustigi sem á fjórða hundrað kjarasamn- ingar valda en þó er á það að minn- ast að margir þessara samninga eru speglaðir af öðrum sem á und- an koma og því ekki mikil átök sem þarf til að klára þá. Fjöldi kjara- samninga er í sjálfu sér aukaatriði, svo lengi sem ekki sé farið offari í launabreytingum. Fjöldi kjara- samninga hlýtur að fara eftir fjölda stéttarfélaga eða samfloti þeirra. Sé gengið of langt í launabreytingum mun það einungis valda því að litlum og meðalstórum fyrirtækjum mun fækka og hætt er við að ýmis framleiðsla flytjist úr landi. Það er raunveruleg hætta þar sem mörg framleiðslufyrirtæki á Íslandi eru í erlendri eigu. Eftir munu sitja ör- fyrirtæki og ekki svo mörg stórfyr- irtæki. Ef til vill er það hið end- anlega markmið ráðandi afla í þeim öfugmælasamtökum sem SA, Sam- tök atvinnulífsins, hafa þróast til. Höfundar höfrungahlaupsins Steinþór Jónsson Steinþór Jónsson »Með greiningu sinni hafa þeir félagar í raun dregið fram ábyrgð Samtaka at- vinnulífsins, SA, á nú- verandi ástandi og stað- festuleysi í gegnum árin. Höfundur var í Samtökum atvinnulífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.