Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Calia Pier Ítalskt, gegnlitað nautsleður Stakir sófar: 3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr. 2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr. 2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr. Tungusófi með rafmagni í sæti 650.000 kr. Sýningin Summa & sundrung verð- ur opnuð í dag kl. 15 í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þar má sjá verk eftir Steinu og Woody Vasulka og bandaríska myndlistarmanninn Gary Hill. „Samvinnuverkefnið Summa & sundrung varð til sem tækifæri til að skoða og leggja áherslu á skurðpunkta, kanna margbreytileika og gefa áhorf- endum möguleika á að ferðast um verk vídeó- og raflistarfrumkvöðl- anna Garys Hill, Steinu og Woodys Vasulka, með því að leggja stíga í gegnum yfirgripsmikið höfundar- verk listafólksins,“ segir í tilkynn- ingu. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á sameiginlega eiginleika elstu verka þeirra og hvernig listræn vinna þeirra þróaðist svo í ólíkar áttir; á hugtakslega, framkvæmda- og íhugula túlkun hins efnislega og hins smávægilega í þremur ein- stökum ferlum sem endurspegli sérstæði hvers og eins þeirra og einstæða málskipan. „Róf þeirra verka sem hér eru til sýnis spannar áratugi og tekur til verka frá því snemma á ferlinum þar sem unnið er með rafræn úr- vinnslutæki til að skrá í rauntíma gagnvirkni véla, frammistöðu þeirra og notkun til að efla skynj- unina. Önnur verk endur- spegla þróun orðfæris hvers og eins þeirra og sýna hvernig listamennirnir nota, skoða eða víkja frá algrím- inu eða kóðanum á einstakan hátt með tilraunakenndum athugunum. Hið gagnkvæma rannsóknarsam- band milli hljóðs og myndar býður upp á að gestir íhugi og dragi í efa eðli, uppruna og samhengi miðils- ins sjálfs og þeirra upplýsinga sem hann ber og miðlar,“ segir enn- fremur í tilkynningu. Sjá megi á sýningunni sjaldséð tilraunaverk Woodys Vasulka, „Peril in Orbit“ og „360 degree space records“ og tvö ný verk hafi verið unnin sér- staklega fyrir sýninguna, „Parallel Trajectories“ eftir Steinu og „None of the Above“ eftir Hill. Í því fer hann með sjálfhverfan texta og skapar eðlislægar vísanir með handahreyfingum. Sýningarstjórar eru Jennifer Helia DeFelice, Hall- dór Björn Runólfsson og Kristín Scheving. Á morgun, 18. september kl. 14, býður safnið upp á lista- mannsspjall með Hill. Sýning vídeó- og raflistarfrumkvöðla - Summa & sundrung í Hveragerði Gary Hill Einkasýning Steingríms Eyfjörð, Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrú, verður opnuð kl. 16 í dag, laugardag, í Hverfisgalleríi. Er hún þriðja einkasýning Steingríms hjá galleríinu, að því er fram kemur í til- kynningu. „Í verkum Steingríms á sýning- unni koma fyrir textabrot og mynd- efni er vísa annars vegar til íslenskr- ar þjóðtrúar og hins vegar til skrifa heimspekingsins Ludwig Wittgen- steins, nánar tiltekið til rits hans Bemerkungen über die Farben (Nokkur orð um liti), er hann ritaði ári fyrir andlát sitt, 1950. Í ritinu velt- ir Wittgenstein vöngum yfir tengsl- um sjónskynsins, lita, rökhugsunar og tungumálsins, þáttum er hann hafði skrifað um í gegnum allan sinn feril. Í anda Wittgensteins spyr Steingrímur í eigin verki frá árinu 1978; „Er til litur sem er ekki til?“ og tengir slíkar spurningar þá og nú við það samkomulag mannkyns um að það sem sé til sé í senn tilbúningur,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Verkin gerði Steingrímur í fyrra og á þessu ári og segir að hann eigi í „samtali við Wittgenstein, listina sjálfa sem fyrirbæri og sjálfan sig um fjórðu víddina, skynjun lita og ímynd- unaraflið sem hið sterka afl er mann- kynið virkjar í auknum mæli með til- komu aukinnar myndrænnar tækni sl. alda“. Í litríkum verkunum komi fyrir nokkurs konar blindpunktar fyrir miðju sem fulltrúar fyrir hina ósýnilegu liti og það sem verði ekki lýst með orðum og enginn sjái með sama hætti. „Í þessum samræðum öllum leggur listamaðurinn sjálfur línurnar og heilmikla þekkingu til, sem hann safnar að sér á afar opinn máta, laus við allt stigveldi og línu- lega formfestu,“ segir í texta eftir Birtu Guðjónsdóttur listfræðing. „Er til litur sem er ekki til?“ Þjóðlegt Eitt af verkum Steingríms á sýningu hans í Hverfisgalleríi. - Steingrímur Eyfjörð opnar einkasýningu sína Wittgen- stein? & Félag um lifandi þjóðtrú í Hverfisgalleríi Málþing um skáldið Þorstein frá Hamri verður haldið í Hátíðasal aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag, laugardag. Þorsteinsþingið, sem hefst kl. 10, er á vegum Bók- mennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og félagsins Arfur Þorsteins frá Hamri. „Ellefu fyrirlesarar, jafnt rithöf- undar sem fræðimenn, fjalla um framlag Þorsteins til íslenskrar tungu, bókmennta og þjóðlegra fræða. Flest erindin snúa að ljóðlist Þorsteins, enda er hann eitt merk- asta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar, en skáldsögur hans og fram- lag til þjóðlegs fróðleiks verða einn- ig til umræðu,“ segir í fréttatil- kynningu frá skipuleggjendum. Umsjón með þinginu hafa Guðrún Nordal og Ástráður Eysteinsson. Þingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Fyrirlesarar þingsins eru, auk Guðrúnar og Ástráðs, þau Sigur- björg Þrastardóttir, Kristján Þórð- ur Hrafnsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Vésteinn Ólason, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Ármann Jakobs- son, Elín Edda Þorsteinsdóttir, Haukur Ingvarsson og Anton Helgi Jónsson. Málþing um Þorstein frá Hamri - „Eitt merkasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar“ Morgunblaðið/Kristinn Skáld Þorsteinn frá Hamri. Amazon Studios, kvikmynda- og sjónvarpsefnisarmur Amazon- netverslunarinnar, hyggst gera stutta þáttaröð byggða á kvik- myndunum Blade Runner og Blade Runner 2049 og mun sú heita Blade Runner 2099. Ridley Scott, leik- stjóri hinnar upprunalegu Blade Runner frá árinu 1982, verður einn meðframleiðenda og hefur því lagt blessun sína yfir verkefnið. Hafa hæstráðendur hjá Amazon Studios lagt áherslu á að full virðing verði borin fyrir hinni upprunalegu vís- indaskáldskaparmynd og fram- haldi hennar og þurfa aðdáendur því ekki að kvíða útkomunni. Blade Runner-þáttaröð í pípunum Ógnandi Harrison Ford í Blade Runner. Á elleftu stundu nefnist sýning sem opnuð verður í Myndasal Þjóðminja- safns Íslands í dag, laugardag, kl. 14. Kl. 13 verður sýningarspjall á dönsku með sýningarhöfundinum Kirsten Simonsen og arkitektunum Poul Nedergaard Jensen og Jens Frederiksen. „Árið 1973 hóf danski arkitektinn Poul Nedergaard Jensen, kennari við Arkitektaskólann í Árósum, sam- starf við Konunglegu dönsku lista- akademíuna í Kaupmannahöfn og Þjóðminjasafn Íslands um skrásetn- ingu á íslenskum torfbæjum, áður en það yrði of seint. Þessi tegund bygg- inga, sem þróast hafði með þjóðinni í meira en þúsund ár, var að miklu leyti horfin og þeir torfbæir sem eft- ir voru stóðu frammi fyrir eyðilegg- ingu. Næstu árin fóru nemendur við skólana í nokkrar námsferðir til Ís- lands þar sem íslenskir torfbæir voru mældir upp og teiknaðir. Skráningin var gerð með það fyrir augum að vekja athygli á mikilvægi og sérstöðu þessarar íslensku bygg- ingartækni og leggja grunn að varð- veislu og endurreisn hennar. Sýningin Á elleftu stundu veitir innsýn í hið umfangsmikla og ómet- anlega heimildarefni sem safnaðist saman í þessum ferðum. Árið 2017 ánafnaði Poul Nedergaard Jensen Þjóðminjasafni Íslands yfirgrips- mikið safn sitt af teikningum og ljós- myndum, sem í liggur ómetanleg skráning á íslenskri byggingarlist sem að nokkru leyti er horfin, þótt mörgu hafi tekist að bjarga. Sýningin er jafnframt afrakstur rannsókna Kirsten Simonsen á þess- um gögnum en hún hefur gegnt rannsóknarstöðu tengdri nafni Kristjáns Eldjárns við Þjóðminja- safn Íslands undanfarin tvö ár,“ seg- ir í tilkynningu. Í tengslum við sýn- inguna gefur safnið út ritið I den 11. time eftir Kirsten Simonsen sem fjallar ítarlega um þessar ferðir, afrakstur þeirra og áhrif á húsafrið- un og minjavernd á Íslandi. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar 2023. Skrásetning á íslenskum torfbæjum - Á elleftu stundu í Þjóðminjasafninu Torfbær Danski arkitektinn Poul Nedergaard Jensen hóf 1973 að skrásetja íslenska torfbæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.