Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Millimál í fernu VÍTAMÍN &STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Netflix-kvikmyndin Against the Ice sem Baltasar Kormákur og fyrir- tæki hans RVK Studios framleiddi fékk rétt tæpan hálfan milljarð króna í endurgreiðslu frá íslenska ríkinu í ár. Myndin var að mestu gerð á Íslandi og skartaði nokkrum íslenskum leikurum í auka- hlutverkum. Þetta er langhæsta endurgreiðsl- an vegna kvikmyndagerðar á þessu ári en lögum samkvæmt eiga fram- leiðendur kvikmynda eða sjónvarps- efnis á Íslandi kost á endur- greiðslum á allt að 35% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðv- ar Íslands kemur fram að sjónvarps- þættirnir Washington Black, sem teknir voru upp hér í vor, fengu 218 milljónir króna í endurgreiðslu úr ríkissjóði. Þriðja hæsta greiðslan er vegna sjónvarpsþáttanna Stella Blómkvist, um 171 milljón króna. Meðal annarra verkefna sem ný- verið fengu endurgreiðslu eru kvik- myndin Allra síðasta veiðiferðin sem fékk tæpar 20 milljónir króna, sjón- varpsþættirnir Brúðkaupið mitt sem fengu 39 milljónir og kvikmyndin Volaða land eftir Hlyn Pálmason sem fékk 74 milljónir króna. Baltasar fékk 500 milljónir - Netflix-mynd hefur fengið hæstu endurgreiðsluna í ár Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Against the Ice Kvikmyndin var að mestu tekin hér á landi árið 2020. Ómar Ragnarsson, fréttamaður, náttúruverndari, skemmtikraftur og ótalmargt fleira, tók í gær við nátt- úruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, en Dagur íslenskr- ar náttúru var einmitt í gær. Lét Guðlaugur þess getið að Ómar hefði vakið rækilega athygli á raf- knúnum farartækjum síðustu ár og ferðast á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar árið 2015 svo eitthvað væri nefnt, þá 75 ára gamall. „Þá er Ómar brautryðjandi í notk- un rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum, og hefur undanfarin ár keyrt um á rafmagnsbílum. Hann sagði einmitt í viðtali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagnsbílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla mannsins“,“ sagði Guðlaugur Þór. Lét ráðherra þess enn fremur get- ið að íslensk náttúra væri fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem tilbúnir væru að leggja allt í sölurnar fyrir hana. „Ég, eins og margir Íslend- ingar, er svo heppinn að hafa átt Óm- ar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu,“ sagði Guðlaugur Þór og kvaðst þakk- látur fyrir. Morgunblaðið/Eggert Viðurkenning Boðið var upp á alls kyns góðgæti í Flóru í Grasagarðinum í tilefni af viðurkenningunni, og fékk Ómar að sjálfsögðu að fara fyrstur. Ómar af anda Sigríðar í Brattholti - Viðurkenning náttúrunnar til Óm- ars Ragnarssonar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stafrænar hraðamyndavélar skráðu samanlagt að meðaltali 111 brot á dag í fyrra. Alls voru skráð 40.420 brot árið 2021 og eru það töluvert fleiri brot en skráð voru árið á und- an. Þessi fjöldi brota er þó í réttu samræmi við þróunina árin á undan, að undanteknu árinu 2020 þegar óvenjufá brot voru skráð. Í fyrra voru 22 stafrænar hraða- myndavélar í notkun á landinu. Þær eru í Fáskrúðsfjarðargöngum, Hval- fjarðargöngum, Bolungarvíkur- göngum, Héðinsfjarðargöngum, við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit, við Hagamel á Vesturlandsvegi, við Ár- velli á Kjalarnesi, á Suðurnesjum og á Suðurlandsvegi auk þriggja fær- anlegra véla, samkvæmt skýrslunni Framkvæmd umferðaröryggisáætl- unar, ársskýrslu 2021. Innviðaráðu- neytið, Vegagerðin, Samgöngustofa og ríkislögreglustjóri gefa skýrsluna út. Vélarnar á höfuðborgarsvæðinu skráðu langflest brotanna eða 19.001 brot. Tvær stafrænar hraða- myndavélar voru í notkun á höfuð- borgarsvæðinu 2021. Flest hrað- akstursbrotanna voru mæld á svæðum þar sem hámarkshraði var 60 km/klst., sjá skýringarmynd. Flest voru framin á Sæbraut, svo á Hringbraut og síðan á Breiðholts- braut. Næstflest brot voru skráð á Suð- urlandsvegi eða 5.358 talsins. Mest fjölgun brota á árinu var á höfuð- borgarsvæðinu og við Fiskilæk. Engin brot voru skráð á Árvöllum á Kjalarnesi á árinu 2021 og færanleg hraðamyndavél á Vesturlandi skráði færri brot en árið á undan. Fjölgun brota 2021 var hlutfallslega mest í Fáskrúðsfjarðargöngum. Flest brot voru skráð frá ágúst til nóvember en fæst í janúar. Ökumað- urinn sem hraðast ók, samkvæmt skráningu hraðamyndavéla, var á 166 km/klst. hraða á Suðurlands- vegi. Innviðaráðuneytið, ríkislögreglu- stjóri, Samgöngustofa og Vegagerð- in vinna að uppsetningu hraða- myndavélanna. Myndatakan er stafræn og upplýsingar um hraða- brot eru sendar samstundis til lög- reglunnar. Brotin eru skráð í mála- skrá lögreglu hjá lögreglustjóranum á Snæfellsnesi, fyrir utan vélarnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau brot eru skráð hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Mikil breyting á umferðinni Skýrsla um framkvæmd umferð- aröryggisáætlunar er nú lögð fram í 16. sinn. Umferðin hefur breyst mikið samhliða auknum vegabótum og tækniþróun, frá því að fyrsta út- gáfa skýrslunnar leit dagsins ljós. Margar áherslur og aðgerðir í ör- yggisátt eru því nýjar. Þar má nefna snjalltækjanotkun, akstur erlendra ferðamanna, akstur undir áhrifum vímuefna og rafknúin örflæðisfarar- tæki eins og rafhlaupahjól. Vaxandi hraðakstur - Stafrænar hraðamyndavélar skráðu 40.420 brot í fyrra - Langflest brotanna voru framin á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi hraðakstursbrota eftir hámarkshraða Hraðamyndavélar höfuðborgarsvæðisins 2020-2021 2020 2021 Heimild: Innanríkisráðuneytið, Vegagerðin, Samgöngustofa og Ríkislögreglustjóri 30 40 50 60 70 80 90 1.306 1.369 657 418 860 536 7.104 10.694 120 341 3.939 3.981 2.260 1.661 km/klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.