Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 35
DÆGRADVÖL 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
KAFFIVÉLAR SEM HENTA ÞÍNUM REKSTRI
GOTT KAFFI KÆTIR
Bravilor TH
Frábær uppáhellingarvél
með vatnstanki.
Bravilor THa
Frábær uppáhellingarvél
með vatnstengi.
Bravilor Sprso
Handhæg og öflug baunavél
sem hentar smærri fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
„ÉG ER AÐ SAFNA MÉR FYRIR NÝJUM
KJÓL.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að kúra saman uppi
í rúmi að hofa á gamla
bíómynd saman.
GRETTIR! VILTU
KNÚS?
KETTIR ÞOLA EKKI AÐ
LÁTA KREFJA SIG UM KNÚS
HVERNIG GETUR ÞÚ SOFIÐ Á NÓTTUNNI? EINS OG KÓNGUR FRÁ OG MEÐ DEGINUM Í DAG!
„OLÍUSKIPTIN GENGU VEL FYRIR SIG
EN FRÍA ÁSTANDSSKOÐUNIN ER EINS
OG HROLLVEKJA AFLESTRAR.“
BÍLABJÖRG
BJÓR800KR.
SAMLOKUR300KR.
POPPKORN300KR.
þess að vera með börnunum okkar,
fjölskyldunni og vinum og njótum
þess vel heima hjá okkur hér í Reyk-
holti og að rækta skóginn og um-
hverfið.“
Fjölskylda
Eiginmaður Dagnýjar er Geir
Waage, sóknarprestur í Reykholti, f.
10.12. 1950 á Hrafnseyri í Arnarfirði.
Kjörforeldar Geirs voru hjónin Jak-
obína Jónsdóttir og Garðar Bern-
hard Waage.
Börn Dagnýjar og Geirs eru 1)
Heiðrún, f. 20.2. 1972, stundaði nám
við HÍ, í Bologna og í París. Maður
Heiðrúnar er Þorsteinn Davíðsson.
Þau eiga tvær dætur, Ástríði og Dag-
nýju og búa í Reykjavík; 2) Gunn-
hildur, f. 31.7. 1976. Hún stundaði
nám í HÍ, Bologna og Tartu. Hún er
gift Michael Paert tónlistarfræðingi
og þau búa í Tallinn með börnum sín-
um þremur, Önnu, Pétri og Tómasi;
3) Bryndís, f. 23.7. 1981, var við nám í
HÍ og í Bologna og er nú að læra um-
hverfisarkitektúr í við Landbúnaðar-
háskólann á Hvanneyri. Hún er gift
Guðna Páli Sæmundssyni kvik-
myndagerðarmanni. Þau búa á
Hvanneyri með sonum sínum tveim-
ur, Georg og Gizuri; 4) Ásgeir, f. 25.7.
1984, er ókvæntur og barnlaus og býr
og starfar í Reykjavík.
Systkini Dagnýjar: Valgeir Emils-
son (samfeðra), f. 1934, d. 2013,
prentari; Björn Emilsson (samfeðra),
f. 1936, d. 2020, flugumferðarstjóri;
Ólafur Emilsson, f. 1941, prentari;
Jón Emilsson, f. 1945, rafvirkja-
meistari; og Dórothea Emilsdóttir, f.
1950, húsmóðir.
Foreldrar Dagnýjar voru hjónin
Hrefna Sigríður Ólafsdóttir, f. 15.12.
1917, d. 12.1. 2013, húsfreyja og
verkakona í Reykjavík, og Carl Emil
Ole Möller, f. 11.3. 1912, d. 13.5. 1958,
verslunarmaður í Reykjavík.
Dagný
Emilsdóttir
Björn Steindórsson
hreppstjóri í Stykkishólmi
Ingibjörg Hallgrímsdóttir
húsfreyja í Stykkishólmi
Jón Júlíus Björnsson
verslunarmaður í Stykkishólmi og Reykjavík
Dóróthea Kristín Möller
húsfreyja í Stykkishólmi
Carl Emil Ole Möller
verslunarmaður í Reykjavík
Carl Emil Möller
apótekari í Stykkishólmi
Málfríður Jónsdóttir
húsfreyja í Stykkishólmi
Sigurður Teitsson
bóndi í Naustakoti
Ólöf Jónsdóttir
húsfreyja í Naustakoti
á Eyrarbakka
Ólafur Sigurðsson
verkamaður í Reykjavík
Ingibjörg Sveinsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sveinn Sigvaldason
bóndi á Mið-Mói
Þuríður Guðmundsdóttir
húsfreyja á Mið-Mói
í Flókadal, Skagafirði
Ætt Dagnýjar Emilsdóttur
Hrefna Sigríður Ólafsdóttir
húsfreyja og verkakona í Reykjavík
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Stytt er guðspjalls heiti hér.
Á horni mörgu þetta sá.
Brenndur með því margur er.
Margir keppast við að ná.
Eysteinn Pétursson á þessa
lausn:
Markúsarguðspjalli mark er á.
Mark á horni ær ég sá.
Marki brenndur margur er.
Að marki keppa firar hér.
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
þannig:
Mark. er guðspjalls heiti hér.
Á horni er mark að sjá.
Margur brenndur marki er.
Marki er gott að ná.
Magnús Halldórsson svarar:
Á þessu ærnar þekkt ég get,
það skal heimur vita.
Á bæði eyru sýlt ég set,
svo á vinstra bita.
Guðrún B. á þessa lausn:
Í Mark. 2 lesum sjálf um synd.
Á sumum hornum mark er greint.
Því marki brennd – og hljóp sem hind –
úr horni að skora mörkin beint.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Markús guðpjall mun við kenndur
Markið brennt er hornin á
Margur er með marki brenndur
Marki keppast við að ná
Sjálfur skýrir Guðmundur
gátuna svona:
Mark. er guðspjalls heiti hér.
Á horni kindar mark ég sá.
Því marki brenndur margur er.
Marki vilja flestir ná.
Þá er limra:
Knattspyrnu kappinn harði
kraftinn í löpp ei sparði,
er magnað á mark
frá Messi kom spark,
en Hannes með hendi guðs varði.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Klifið hef ég hæstu fjöll,
heilann brýt í næði og ró,
gáta mín er geysisnjöll,
glöggir munu ráða þó:
Er hér fólgin ætlun mín.
Eyðublað svo kalla má.
Líkamsbygging býsna fín.
Bókarsnið hér máttu sjá.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Að vera markinu
brenndur