Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
TENERIFE TILBOÐ!
SAMAN Í SEPTEMBER SÓL
VIKA | 21. - 28. SEPTEMBER
IBEROSTAR SABILA 5*
TVÍBÝLI MEÐ HLIÐAR SJÁVARSÝN
OG MORGUNVERÐI.
VERÐ FRÁ 179.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, HÁLFT FÆÐI, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS
V
IN
S
Æ
L
G
IS
T
IN
G
Septembermánuður hefur verið
einstaklega sólríkur í Reykjavík
það sem af er, segir Trausti Jóns-
son veðurfræðingur á bloggi sínu.
Sólskinsstundir fyrri hluta sept-
ember hafa mælst 106,4. Er það
42 stundum umfram meðallag.
Hafa þær aðeins fjórum sinnum
mælst fleiri sömu daga, síðast
2011, þegar þær voru 119,8. Á
Akureyri hafa sólskinsstundirnar
mælst 52, og er það í meðallagi.
Fyrri hluti september hefur
verið fremur hlýr um landið
sunnanvert og á miðhálendinu.
Meðalhiti í Reykjavík er 10,0 stig
og er það +0,7 stigum ofan meðal-
lags áranna 1991 til 2020 og +0,8
stigum ofan meðallags síðustu tíu
ára. Hitinn raðast í 8. hlýjasta
sæti (af 22) á öldinni. Hlýjastir
voru þessir sömu dagar 2010,
meðalhiti 12,2 stig, en kaldastir
voru þeir 2012, meðalhiti 7,7 stig.
Á langa listanum raðast hitinn í
26. hlýjasta sæti (af 148), hlýjast
var 2010, en kaldast 1992, meðal-
hiti þá 5,6 stig.
Á Akureyri er meðalhitinn 9,1
stig og er það í meðallagi 1991 til
2020 og -0,2 neðan meðallags síð-
ustu tíu ára. sisi@mbl.is
September mjög sól-
ríkur í höfuðborginni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Góða veðrið Margir hafa notað tækifærið og spókað sig í miðborginni.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Um 31% af þeim bílum sem hafa
komið nýir á götuna í ár eru hvítir
að lit. Hvítur er vinsælasti liturinn
í bílaflotanum en sá næstvinsæl-
asti er grár. Tæp 15% nýrra bíla
teljast gráir að lit en þegar teknir
eru með ljósgráir og dökkgráir
kemur á daginn að 34% allra ný-
skráninga eru í gráum tónum.
Þriðji vinsælasti liturinn er svo
svartur en 11% allra nýrra bíla
bera þann lit. Það er því óhætt að
segja að bílaflotinn sé heldur lit-
laus þessi misserin. Eini liturinn
sem nýtur einhverra almennra
vinsælda og fullyrða má að vakið
gæti athygli er rauður. Í ár eru
7% nýrra bíla rauðir.
Tveir bleikir bílar hafa komið á
götuna í ár og 40 gulir bílar en
þeim fer fækkandi frá fyrri árum.
Fjórtán fjólubláir bílar hafa hins
vegar verið skráðir í ár og fjölgar
um tíu frá því í fyrra. Hvítum bíl-
um hefur fjölgað mikið á síðustu
árum. Upp úr aldamótum voru
gjarnan um 12-15% nýrra bíla
hvítir en fyrir tíu árum tók þeim
að fjölga hratt. Frá árinu 2015
hafa um 30% nýrra bíla að jafnaði
verið hvítir. Þá virðast ljósbrúnir
bílar nú njóta vaxandi vinsælda
eftir að hafa dottið úr tísku.
Bílafloti landsmanna
næstum alveg litlaus
- Flestir nýir bílar hvítir eða gráir - Tveir bleikir bílar í ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Floti Svona blasir bílafloti okkar Íslendinga við gestum. Hvítir, gráir og svartir bílar en einn og einn ljósbrúnn.
Vinsælustu litir á nýskráðum bílum 2022
Aðrir litir en hvítur,
grár og svartur
Hvítur, grár og svartur
Aðrir litir
Gulur Grænn Brúnn Blár Rauður
79%
21%
Heimild: Samgöngustofa
0,5%
1%
3%
7%
8%
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta hefur heldur betur gengið
vel. Fyrir okkur er þetta alveg ný
tekjulind enda höfum við ekkert ver-
ið inni í ÁTVR,“ segir Þorsteinn
Snævar Benediktsson, eigandi
Húsavík öl.
Reynsla er nú farin að komast á
sölu smærri áfengisframleiðenda á
vörum sínum í smásölu á fram-
leiðslustað sínum. Leyfi fékkst til
slíkrar sölu þegar áfengislögum var
breytt í byrjun sumars.
Þorsteinn segir að Húsavík öl hafi
fengið leyfið 18. júlí og viðtökurnar
hafi strax verið góðar enda blúss-
andi ferðamannavertíð í gangi. „Út-
lendingar voru mikið að kaupa bjór
hjá okkur í sumar til að drekka á
tjaldstæðinu. Heimafólk hefur líka
verið mjög duglegt að kaupa hjá
okkur, eiginlega meira en við þorð-
um að vona. Fólk kemst ekki alltaf
út og vill kannski fá sér einn og einn
bjór heima hjá sér. Þetta er sala sem
hefði annars ekki átt sér stað hjá
okkur.“
Svo mikil hefur salan verið að í
vikunni kláruðust allar dósir hjá
Húsavík öl. „Við seldum einfaldlega
hraðar en við reiknuðum með en svo
hafa líka verið tafir á innflutningi á
dósum,“ segir Þorsteinn.
Þó hann fagni frábærum við-
tökum við dósasölunni út af staðnum
er þungt hljóð í Þorsteini líkt og öðr-
um í veitingabransanum þessa dag-
ana. Boðuð hækkun áfengisgjalds
um 7,7% er eins og blaut tuska í and-
lit veitingamanna. „Þarna er spark-
að fast í bransa sem enn er liggjandi
eftir Covid-tímann. Það er hræðilegt
að skella á svona hækkunum og í
raun óboðlegt að við sem erum með
lítinn rekstur þurfum að fylgja stóru
aðilunum. Við erum í allt öðrum bis-
ness.“
Engar dósir
eftir á Húsavík
- Mikil sala hjá Húsavík öl í sumar
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Vinsældir Þorsteinn Snævar er
mjög ánægður með viðtökurnar.
Alvarlegt umferðarslys varð á Snæ-
fellsnesvegi norður af Borgarnesi
um þrjúleytið í gær, en þá skullu
tveir bílar saman. Slösuðust þrír í
árekstrinum að sögn lögreglunnar
á Vesturlandi.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru tveir í öðrum bílnum,
en einn ásamt hundi sínum í hinum.
Slapp hundurinn við meiðsl. Þurfti
lögregla að loka Snæfellsnesvegi í
rúmar þrjár klukkustundir vegna
slyssins, en tildrög þess eru nú til
rannsóknar.
Landhelgisgæslan sendi tvær
þyrlur á vettvang og var einn flutt-
ur á Landspítalann, en tveir voru
sendir með sjúkrabíl á sjúkrahús
fyrir vestan. Hin þyrlan var send í
önnur útköll, en mikið álag var á
þyrlum Gæslunnar í gær.
Þrír slasaðir eftir árekstur á Snæfellsnesvegi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi