Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Umdeilt var á sínum tíma þegar bæjaryfirvöld ákváðu að lækka há- markshraða á aðalgötu bæjarins, Borgarbrautinni, niður í 30 km. Líklega hafa margir þurft að borga sektir til að byrja með, á meðan verið var að venjast þessu. Nú er verið að endurnýja lagnir í neðri hluta Borgarbrautar frá Tónlistar- skólanum og að Egilsgötu. Væntan- lega hefðu þjónustufyrirtækin bor- ið einhvern skaða af, ef ekki hefði verið búin til ný hjáleið um Beru- götuna sem var áður lokuð enda- gata. Það þýðir að rútur og stærri bifreiðir þurfa ekki að fara um áður þekktar krókaleiðir um Böðvars- götu og Þórólfsgötu. Þetta kallar samt á áður óþekktan hámarks- hraða, 20 km, sem er í fínu lagi, því þetta var snjöll lausn sem kom í veg fyrir algjört vandræðaástand. - - - Í hinum enda bæjarins er verið að prófa aðrar lausnir sem tengjast gönguljósum á Þjóðvegi 1 við Sandvíkina. Þarna er ekki um að ræða hefðbundið fyrirkomulag, þar sem hinn gangandi vegfarandi ýtir á hnapp gönguljósanna og bíð- ur eftir grænu ljósi og akandi mæta rauðu ljósi, heldur sýna skynjarar að öllu jöfnu rautt ljós á akandi vegfarendur og ef enginn gangandi vegfarandi er þá verður ljósið grænt. Sumir halda því jafnframt fram að ef ekið sé of greitt haldist ljósið rautt aðeins lengur. Þó hefur þessi tilgáta ekki fengist staðfest. Fréttaritari fagnar þessu framtaki, því fyrir ekki mjög mörgum árum síðan þótti ótækt að „tefja“ umferð- ina í gegnum Borgarnes. Gangandi og hjólandi vegfarendur ættu því að vera öruggari í umferðinni nú en áður. - - - Lítið hefur farið fyrir ný- byggingum í Borgarnesi und- anfarin ár. Á hinn bóginn hafa ná- grannar okkar á Akranesi stöðugt byggt með framtíðarsýn að leið- arljósi. Nú virðist heldur betur vera komið eitthvað líf í þetta því nokkrar íbúðarbyggingar eru í smíðum í Stöðulsholti. Þetta eru í mörgum tilvikum forsmíðuð timb- urhús og hafa nokkur þeirra verið reist og sett saman hratt og örugg- lega. Sum eru þegar risin en við nokkrar lóðir eru risapakkar sem innihalda byggingarefnið í þessi hús. Ekki veitir af því að koma hús- unum í gagnið sem allra fyrst því húsnæðisskortur hefur verið mikill í Borgarnesi sl. ár og ekki sér fyrir endann á honum. - - - Oft hefur verið sagt að Borg- arnes sé einn af fallegri bæjum landsins og heilmikið til í því. Skallagrímsgarður, sem er í neðri bænum, skartar nú sínu fegursta. Litadýrðin þar þegar fer að hausta er dásamleg, eins og reyndar víða hér. Undanfarið hefur verið stilla og því laufblöðin ekki fokin af trjánum enn. Ég hvet alla til að staldra við í garðinum, njóta kyrrð- ar og fegurðar sem við öll þurfum á að halda fyrir sálartetrið. - - - Ekki er hægt að sleppa því að minnast á menntaskólann okkar sem einmitt var settur í fyrsta sinn i Skallagrímsgarði fyrir 15 árum. Starfsemi skólans hefur blómstrað og eftir áskoranir í Covid hafa orðið til skemmtilegar nýjungar í náminu eins og STEAM-áfangar sem allir nemendur þurfa að taka. Alls eru þrír slíkir áfangar kenndir, á fyrsta, öðru og þriðja hæfniþrepi. STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Greinarnar eru sam- þættar og byggjast á skapandi og gagnrýnni hugsun í gegnum þver- fagleg verkefni sem geta byggst á áhugasviði nemenda sjálfra. STEAM-nám hvetur til ný- sköpunar á öllum sviðum og nem- endur læra líka þá færni sem at- vinnulíf og háskólar hafa kallað eftir. Önnur áhugaverð breyting er að nú hefst kennsla klukkan 9 alla morgna. Það kemur sér vel fyrir morgunþreytta unglinga sem einn- ig býðst frír hafragrautur á morgn- ana. Á miðvikudögum er kennslan brotin upp. Þá er ekki um hefð- bundna kennslu að ræða heldur vinnustofur þar sem nemendur hafa aðgengi að kennurum og sam- nemendum til verkefnavinnu. Áhugaverðar nýjungar sem verður gaman að sjá hvernig þróast. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Framkvæmdir Ekki er greiðfært um Borgarbrautina í Borgarnesi vegna framkvæmda við enda götunnar. Haustlitadýrð í Skallagrímsgarðinum Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Störfum á vegum ríkisins fjölgaði mikið á síðasta ári. Stöðugildin voru alls 26.610 talsins um síðustu áramót en á árinu 2021 fjölgaði þeim um 1.328 eða um 5,3%. Er þetta mesta fjölgun sem átt hefur sér stað milli ára frá því Byggða- stofnun hóf að fylgjast með fjölda ríkisstarfa. Var fjölgunin á árinu 2021 talsvert meiri en árin á undan. Ef litið er á þróunina yfir lengra tímabil, eða allt frá áramótum 2014/2015, kemur í ljós að stöðu- gildum á vegum ríkisins fjölgaði á þessum sjö árum um 3.989 eða 17,6%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar, sem ber titilinn Hvar eru ríkisstörfin 31.12.2021. Þar er greint frá niðurstöðum ár- legrar könnunar á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Mest fjölgun hjá Landspítala Bent er á að í fyrra fjölgaði stöðugildum mest hjá Landspítal- anum, ISAVIA, Háskóla Íslands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Flest stöðugildi á vegum rík- isins eru staðsett á höfuðborgar- svæðinu, enda er meirihluti lands- manna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgar- svæðinu (72%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%). Þetta á ekki við um neinn annan landshluta,“ segir í frétt um nið- urstöðurnar á vefsíðu Byggðastofn- unar. Staðsetning ríkisstarfanna er mismunandi milli landshluta. Á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem búa 64% landsmanna, er að finna um 72% allra starfa á vegum ríkisins. Könn- unin leiðir m.a. í ljós að stöðugildi á vegum ríkisins samsvara 11,8% af íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins á vinnualdri (15-64 ára) og 11,6% af íbúum Norðurlands vestra, þar sem hlutfallið er næsthæst. „Á Norðurlandi eystra samsvar- ar fjöldi stöðugilda á vegum rík- isins um 11% af íbúafjölda á vinnu- aldri og á Vestfjörðum um 10%. Lægsta hlutfall stöðugilda af íbúa- fjölda á vinnualdri er á Suðurnesj- um, 6,6%, og næstlægst á Suður- landi, 7,3%,“ segir í skýrslunni. Þrátt fyrir að hlutfallið sé lægst á Suðurnesjum kemur í ljós að stöðu- gildum á vegum ríkisins fjölgaði þar hlutfallslega mest á milli ára. Munaði mest um fjölgun starfa hjá félögum tengdum ISAVIA og einn- ig hjá Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Faraldurinn vegur þungt Konum meðal ríkisstarfsmanna fjölgaði í fyrra talsvert meira en körlum (5,7% á móti 4,5%). Körlum fjölgaði mest hjá ISAVIA en einnig nokkuð í háskólum og á Landspít- alanum. Talið er að meginskýringin á fleiri stöðugildum kvenna tengist aðallega þeirri fjölgun sem átti sér stað á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Það má að talsverðu leyti rekja til áhrifa af faraldri krórónuveirunnar á síðasta ári. Ef litið er á einstök sveitarfélög leiða niðurstöðurnar m.a. í ljós að í Reykjavík fjölgaði stöðugildum um 690 á seinasta ári og í Garðabæ fjölgaði þeim um 176 á árinu. Þar skýrist fjölgunin einkum af flutn- ingum höfuðstöðva Vegagerðarinn- ar. Á Akureyri fjölgaði stöðugildum ríkisins um 141, meðal annars á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Há- skólanum á Akureyri. Niðurstöðurnar sýna að í fyrra fækkaði stöðugildum um þrjú til fimm í tveimur sveitarfélögum, Hornafirði og Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. Þeim fjölgaði um þrjú eða fleiri í 25 sveitarfélögum en í hinum sveitarfélögunum 43 breytt- ist fjöldi stöðugilda minna. „Vestfirðir skera sig úr hvað varðar hlutfall stöðugilda sem til- heyra málaflokkum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar er hlutfall stöðugilda sem heyra undir ráðuneytið 15% en annars staðar mest 6%. Ástæða þess eru fyrst og fremst stöðugildi á vegum Orkubús Vestfjarða,“ segir í skýrslunni. Fækkaði hvergi verulega Flest stöðugildi ríkisins eða 44% eru vegna málaflokka sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. „Á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunar- og dvalarheimilum voru rúm 11 þúsund stöðugildi í árslok 2021 og skipuðu konur um 82% þeirra,“ segir í skýrslunni. Bent er á að stöðugildum fækk- aði hvergi verulega í fyrra, fyrir ut- an stofnanir sem lagðar voru niður á árinu eða sameinaðar öðrum. Það á t.d. við um Nýsköpunarmiðstöð, skattrannsóknarstjóra og Ríkis- eignir, en einnig varð nokkur fækk- un hjá m.a. Íslandspósti, Neytenda- stofu, Seðlabanka Íslands, Matís og Þjóðkirkjunni. Hafa ber í huga, þegar greind eru störf á vegum ríkisins, að átt er við stöðugildi greidd af Fjársýsl- unni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Störfin, sem unnin eru hjá rík- inu, eru mun fleiri en stöðugildin og í rannsókninni er við það miðað hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmenn búa. Ríkisstörfum fjölgaði mikið í fyrra - Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 1.328 í fyrra - Mesta fjölgun sem mælst hefur á einu ári frá því að Byggðastofnun hóf að greina fjölda ríkisstarfa - Fjórum þúsundum fleiri en fyrir sjö árum Stöðugildi á vegum ríkisins Þróun fjölda stöðugilda 2014-2021* og fjölgun stöðugilda frá árinu á undan Fjöldi stöðugilda eftir ráðuneytum Fjöldi stöðugilda eftir landshlutum 32.000 24.000 16.000 8.000 0 1.200 900 600 300 0 1.328 H ei m ild : B yg g ð as to fn u n *31. desember ár hvert 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Fjöldi: 22.622 22.967 23.583 24.218 24.694 24.918 25.282 26.610 Fjölgun: +63 +345 +616 +635 +476 +224 +365 +1.328 0,3% 1,5% 2,7% 2,7% 2,0% 0,9% 1,5% 5,3% Höfuðborgarsvæðið 72% Norðurland eystra8% Suðurland6% Suðurnes 5% Vesturland 3% Austurland 2% Norðurland vestra 2% Vestfirðir 2% Heilbrigðis-44% Mennta- og menningar- mála- 21% Samgöngu- og sveitar- stjórnar-9% Dómsmála-8% Atvinnuvega- og nýsköpunar- 5% Fjármála- og efnahags-4% Félagsmála- 3% Umhverfis- og auðlinda- 3% Forsætis-, utanríkis- og yfirstjórn ríkisins 3% 19.058 af 26.610 stöðugildum eru á höfuðborgarsvæðinu 11.638 af 26.610 stöðugildum heyra undir heilbrigðisráðurneytið Fjöldi Fjölgun 22.622 22.967 23.583 24.218 24.694 24.918 25.282 26.610 224 635 63 Fjöldi stöðugilda 31. desember Fjölgun frá árinu á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.