Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTIR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Bakvörður dagsins er skrifaður í Lúxemborg, þar sem fimm íslensk lið keppa á Evrópu- mótinu í hópfimleikum. Mótið hefur verið afar vel heppnað og hefur verið gríðarlega skemmti- leg upplifun og reynsla að fylgja íslenska hópnum, sem hefur gert okkur stolt undanfarin ár. Ég hafði einu sinni farið á hópfimleikamót áður en ég steig upp í flugvél sem fór frá Keflavík til Frankfurt, en þaðan var keyrt til Lúxemborgar. Íþróttin og sjón- arspilið sem fylgir mótinu hefur komið skemmtilega á óvart og hefur stemningin í höllinni verið hin glæsilegasta. Tilþrifin sem íþróttafólkið sýnir eru mögnuð, en hvað eftir annað skellir fimleikafólkið sér í nokkur heljarstökk með skrúfum og tilheyrandi eftir að það stekk- ur þrjá metra upp í loftið á tram- pólíni. Það tekur eilítinn tíma að venjast því að horfa á slíkt og er alltaf smá léttir að sjá keppendur lenda á löppunum. Fimleikasamband Íslands á mikið hrós skilið fyrir metnaðinn sem það sýnir. Fjölmiðlafulltrúi sænska fimleikasambandsins horfði gáttuð á mig þegar ég tjáði henni hve margir hefðu fylgt íslenska liðinu á mótið, bæði blaðamenn og fylgdarlið. Keppendur hafa einnig verið hin- ir almennilegustu og skemmti- legustu og gefið vel af sér í við- tölum. Þá get ég ekki annað en tal- að um apann Luigi, sem er lukku- dýr mótsins. Er hann væntanlega best heppnaða slíkt sem hægt er að finna. Ég vona innilega að þetta sé ekki síðasta Evrópumótið í hópfimleikum sem ég mæti á, því þetta er stórskemmtileg upp- lifun og sannur heiður að fá að fylgja nokkrum af bestu liðum Ís- lands á stóra sviðið. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Olísdeild karla Afturelding – FH.................................. 25:25 Valur – Hörður ..................................... 38:28 Staðan: Valur 2 2 0 0 63:52 4 Fram 2 1 1 0 57:50 3 Stjarnan 2 1 1 0 57:52 3 Grótta 2 1 0 1 58:48 2 Selfoss 2 1 0 1 54:60 2 ÍR 2 1 0 1 53:60 2 Haukar 2 1 0 1 56:54 2 Afturelding 2 0 1 1 49:50 1 FH 2 0 1 1 53:58 1 ÍBV 0 0 0 0 0:0 0 KA 1 0 0 1 21:27 0 Hörður 1 0 0 1 28:38 0 Olísdeild kvenna Valur – Haukar..................................... 37:22 Svíþjóð Skövde – Hammarby........................... 30:25 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjögur mörk fyrir Skövde. Hallby – Sävehof.................................. 22:31 - Tryggvi Þórisson skoraði ekki fyrir Sävehof. Kristianstad – Skara........................... 34:29 - Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði 5 mörk fyrir Skara. Ásdís Guðmundsdóttir skoraði ekki. Danmörk Bjerringbro/Silk. – Fredericia.......... 25:24 - Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki fyrir Fredericia. Guðmundur Þ. Guð- mundsson þjálfar liðið. B-deild: EH Aalborg – Gudme.......................... 30:19 - Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk fyr- ir Aalborg. Frakkland Chartres – Ivry .................................... 27:33 - Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna meiðsla. %$.62)0-# Í LÚXEMBORG Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska stúlknalandsliðið í hópfim- leikum náði í fyrstu íslensku verð- launin á Evrópumótinu í Lúx- emborg í gær. Íslenska liðið hafnaði þá í þriðja sæti og fer því heim með bronsverðlaun, en liðið vann til silfurverðlauna í Portúgal á síðasta ári. Íslenska stúlknalandsliðið hefur því fest sig í sessi sem eitt besta lið Evrópu í sínum aldursflokki. Nánast allt sem íslenska liðið reyndi í gær gekk upp, enda þrjár háar einkunnir í þremur áhöldum. Að lokum reyndust dönsku og sænsku liðin hins vegar aðeins betri, en íslenska liðið var sátt við sitt. Verðlaun á tveimur Evr- ópumótum í röð er stórgóður árang- ur hjá eins fámennri þjóð og það fer enginn svekktur heim frá Lúx- emborg. Efniviðurinn til staðar Blandaða liðið hafnaði í fimmta sæti af sex liðum, rétt eins og í und- anúrslitunum. Það var hins vegar mun meiri gleði hjá keppendum og stuðningsmönnum eftir úrslitin í gær, þar sem liðið hækkaði sig í öll- um áhöldum og um fimm heila á æf- ingum á dýnu. Margir í blandaða liðinu eru að stíga sín fyrstu skref á stóru móti og var ljóst að skrekk- urinn frá því í undanúrslitunum var að mestu farinn. Munaði hársbreidd að Ísland færi upp fyrir Noreg og upp í fjórða sætið. Mótið fer í reynslubankann fræga og mætir liðið eflaust sterk- ara til leiks á næsta Evrópumóti, efniviðurinn er svo sannarlega til staðar. Stressið farið af drengjunum Íslenska drengjalandsliðið hafn- aði í fimmta sæti af fimm liðum. Þrátt fyrir það getur liðið verið sátt við sitt, þar sem það fékk mik- ilvæga reynslu af stóru móti. Eng- inn í íslenska liðinu hafði áður keppt á Evrópumóti og liðið er það yngsta í Lúxemborg. Liðsmenn drengjaliðsins voru augljóslega stressaðir í undanúrslitum á mið- vikudag, en þeim leið betur í úrslit- unum í gær og virtust yfirvegaðir. Einkunnirnar voru töluvert hærri en í undanúrslitum og ljóst að það býr margt í strákunum. Vilja fleiri verðlaun Á morgun keppa fullorðinsliðin í úrslitum, en þau áttu afar góðu gengi að fagna í Portúgal á síðasta ári. Kvennalandsliðið gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari og karlaliðið hafnaði í öðru sæti. Það verður þrautin þyngri að endurtaka þann leik, þar sem kvennaliðið hef- ur orðið fyrir áföllum í undirbúningi fyrir mótið í ár og samkeppnin er meiri í karlaflokki. Möguleikar kvennaliðsins eru meiri. Liðið á töluvert inni frá því í undanúrslitum, þar sem það endaði samt sem áður í þriðja sæti. Nái ís- lenska liðið fram sínu besta, eru bronsverðlaun það minnsta sem það getur afrekað. Karlaliðið bjargaði sér með glæsilegum æfingum á dýnu í und- anúrslitum, en um tíma var tvísýnt um hvort liðið færi í úrslit. Nái liðið sér betur á strik á gólfi og trampól- íni gæti það barist um verðlaun. Stelpurnar náðu í fyrstu verðlaunin - Í þriðja sæti á EM í Lúxemborg Ljósmynd/Stefán Þór Bronsverðlaun Íslenska stúlknaliðið fagnar bronsverðlaunum með þjálf- urum sínum í höllinni í Lúxemborg í gær eftir glæsilega frammistöðu. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari 21- árs landsliðs karla í knattspyrnu, tilkynnti í gær leikmannahópinn fyrir umspilsleikina tvo gegn Tékk- um þar sem leikið verður um sæti í lokakeppni EM. Liðin mætast á Víkingsvellinum næsta föstudag, 23. september, og aftur í Ceske Budojovice í Tékk- landi fjórum dögum síðar. Lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Rúmeníu og Georgíu næsta sumar en landsliðshóp U21-árs landsliðsins má sjá í heild sinni á mbl.is/sport/efstadeild. Tveir úrslitaleikir framundan Morgunblaðið/Eggert Fyrirliði Brynjólfur Willumsson er á sínum stað í U21-árs landsliðinu. Spánn mætir Frakklandi í úrslita- leik Evrópumóts karla í körfu- knattleik í Berlín í Þýskalandi á morgun. Frakkland tryggði sér sæti í úr- slitum með afar öruggum 95:54- sigri gegn Póllandi í undan- úrslitum. Í hinu undanúrslitaeinvíg- inu vann Spánn nauman sigur gegn heimamönnum í Þýskalandi, 96:91, eftir spennuþrunginn leik en bæði undanúrslitaeinvígin fóru fram í Berlín. Þá mætast Þýskaland og Pólland einnig á morgun í leik um 3. sætið. Frakkland og Spánn í úrslit Ljósmynd/FIBA Sigur Spánverjar fagna sigrinum gegn Þýskalandi og sæti í úrslitum. Hildigunnur Einarsdóttir fór mik- inn fyrir Val þegar liðið tók á móti Haukum í 1. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeild- arinnar, í Origo-höllinni á Hlíðar- enda í gær. Leiknum lauk með 37:22-sigri Vals en Hildigunnur var marka- hæst í Valsliðinu með 9 mörk. Liðin skiptust á að skora á upp- hafsmínútunum en hægt og rólega sigldu Valskonur framúr og var staðan 20:11 Val í vil í hálfleik. Valskonur juku svo forskotið enn frekar í síðari hálfleik og uppskáru afar sannfærandi sigur í leikslok. Sara Sif Helgadóttir átti mjög góðan leik í marki Vals og varði 15 skot og þá skoruðu þær Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Thea Imani Sturludóttir 7 mörk hvor. Lara Zidek var markahæst í liði Hauka með 5 mörk og Ena Var skoraði fjögur. Valskonur fara með sigrinum í efsta sæti deildarinnar og eru með 2 stig líkt og Stjarnan en Haukar eru án stiga. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mark Hafnfirðingar réðu ekkert við línumanninn Hildigunni Einarsdóttur á Hlíðarenda í gær en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í leiknum. Meistaraefnin byrja vel FH er deildarmeistari 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeild- arinnar, eftir jafntefli gegn Tinda- stóli í lokaumferð deildarinnar á Sauðárkróksvelli á Sauðárkróki í gær. Kristin Schnurr kom FH yfir stax á 5. mínútu áður en Hugrún Páls- dóttir jafnaði metin fyrir Tindastól á 23. mínútu. Berglind Þrastardóttir kom FH yfir á nýjan leik á 30. mínútu áður en markahrókurinn Murielle Tiern- an jafnaði metin fyrir Tindastól fimm mínútum síðar. Á 68. mínútu fékk Vigdís Edda Friðriksdóttir að líta rauða spjaldið í liði FH, gegn sínum gömlu liðs- félögum, en þrátt fyrir það tókst Sauðkrækingum ekki að nýta sér liðsmuninn og 2:2-jafntefli því nið- urstaðan. FH lýkur keppni með 42 stig í efsta sætinu en Tindastóll hafnaði í öðru sæti deildarinnar með 41 stig. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í efstu deild að ári fyrir lokaumferð- ina. FH deildarmeistari Ljósmynd/Jóhann Helgi Bikar Fyrirliðinn Sigríður Lára Garðarsdóttir tilbúin að hefja bikarinn á loft ásamt liðsfélögum sínum í FH eftir jafnteflið gegn Tindastóli í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.