Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Í
slensk málstefna, staðfest á Alþingi 2009
eftir tillögu Íslenskrar málnefndar, fjallaði
meðal annars um mikilvægi náms og
kennslu í íslensku sem öðru máli. Þar
kemur fram að „alltof algengt“ sé „að útlend-
ingar, sem hér setjast að, þurfi að stunda ís-
lenskunám sitt að loknum löngum vinnudegi.
Þreyta kemur þá í veg fyrir að námið skili til-
ætluðum árangri og kennsla nýtist sem skyldi.
Kostnaður við íslenskunámið, bæði er varðar
námskeiðsgjöld og bókakaup, er enn fremur
hindrun í mörgum tilvikum. […] Vænlegra er að
bjóða upp á starfsmiðaða íslenskukennslu í vinnu-
tíma en að ætlast til þess að íslenskunámi sé
bætt ofan á fullt starf.“
Í málstefnunni frá 2009 var tekið dæmi af
verkefni hjá HB Granda um starfsmiðaða ís-
lenskukennslu í vinnutíma. Fyrirtækið Fjölmenn-
ing skipulagði 2003 námskeið í íslensku fyrir er-
lenda starfsmenn HB Granda hf. með stuðningi
fræðslusjóða innan vébanda Samtaka atvinnulífs-
ins, Landsmenntar og Starfsafls. Kennt var á
vinnustaðnum, í vinnutíma, og voru námskeiðin miðuð við daglegt
líf og starf. Þátttakendur báru engan kostnað af kennslunni.
Rannsókn Birnu Arn-
björnsdóttur prófessors á
framkvæmd og árangri
námsins (2006) leiddi í ljós
að námskeiðin hefðu skilað
miklum framförum í ís-
lensku. Aukin íslensku-
færni fólksins hafði síðan
jafnframt önnur jákvæð áhrif, m.a. að þátttaka erlendra starfs-
manna í félagslífi innan fyrirtækisins jókst.
Því miður virðist sem tillögunum í hinni opinberu málstefnu frá
2009 hafi ekki verið fylgt eftir sem skyldi, hverju sem um er að
kenna. Enn er glímt við svipaðan vanda: skort á heppilegu
kennsluefni, lítinn stuðning við námskeiðshald og ónóga sérhæf-
ingu kennara, námskeið boðin að loknum ströngum vinnudegi
o.s.frv. Margoft hefur verið bent á vandann undanfarna áratugi og
meðal annars vakin athygli á þeirri hættu sem viðkvæmum þjóð-
félagshópi geti stafað af því að einangrast og þekkja ekki réttindi
sín vegna tungumálavandræða.
Í umræðum undanfarna daga um íslenskukennsluna kom meðal
annars upp hugtakið elíta. Um sama leyti beindu fréttamiðlar
sjónum sínum enn meira en vant er að einni umtöluðustu elítu
heims, bresku konungsfjölskyldunni, eftir að Elísabet II. Eng-
landsdrottning féll frá og Karl III. tók við.
Tökuorðið elíta hefur lagað sig að íslenskri stafsetningu og
beygist eins og eldspýta. Gjaldfrjálsa vefgáttin málið.is skilar
ýmsum upplýsingum um orðið, m.a. skilgreiningunni „hópur sem
nýtur forréttinda í krafti hæfileika sinna, valda eða auðs“ (úr Ís-
lenskri nútímamálsorðabók); og úr Íslensku orðaneti birtast teng-
ingar við fjölmörg önnur orð á sama merkingarsviði. Þar eru
merkingarlega skyldust elítu orðin aðall, valdastétt og yfirstétt en
skammt undan stendur aragrúi heita af svipuðum toga, til dæmis
fyrirmenni, stórlaxar, hefðarfólk og valdaklíkur.
Fræðsla og
fyrirmenni
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson-
@arnastofnun.is
Í
umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra Katr-
ínar Jakobsdóttur á alþingi að kvöldi miðvikudags
14. september kvartaði stjórnarandstaðan undan
því að ríkisstjórnin væri ekki nægilega athafna-
söm. Hún forðaðist ákvarðanir. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í lok ræðu sinnar:
„… fyrst og síðast þurfum við ríkisstjórn sem eyðir ekki
dýrmætum tíma í innbyrðis átök og innanmein, ríkis-
stjórn sem rýfur kyrrstöðuna, ríkisstjórn sem eykur sam-
starf og samstöðu með öðrum þjóðum, ríkisstjórn sem
býður ekki upp á sömu þreyttu lausnirnar við þekktum og
endurteknum vanda dag eftir dag, ár eftir ár og vonast
eftir annarri niðurstöðu“.
Þegar hlustað er á orð sem þessi fara þau hjá flestum
inn um annað eyrað og út um hitt sem almennt tuð stjórn-
arandstöðu. Á prenti gefa þau tilefni til athugunar.
Stjórnarflokkarnir hafa starfað saman í fimm ár. Þeim
tókst að ná samkomulagi um stjórnarsáttmála að nýju
eftir kosningarnar í fyrra. Þótti Þorgerði Katrínu það
taka of langan dýrmætan tíma vegna innbyrðis átaka og
innanmeina? Varla. Stjórnarmyndunarviðræðurnar stóðu
jafnlengi og kjörbréf þingmanna voru
rannsökuð. Á fáeinum vikum í des-
ember voru fjárlög ársins 2022 síðan
afgreidd.
Starfað er eftir stjórnarsáttmál-
anum. Samhliða framkvæmd hans
viðra stjórnarflokkarnir áherslur sín-
ar. Það kemur til dæmis engum á
óvart að Sjálfstæðisflokkinn og VG
greini á um hlut ríkisins í atvinnulíf-
inu eða skatta á fjármagnstekjur. Í
samstarfi flokkanna í ríkisstjórn er
lokaorðið að finna í stjórnarsáttmál-
anum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði í upphafi ræðu sinnar:
„Ísland var uppselt í sumar. Atvinnuleysi er nú minna
en fyrir heimsfaraldur, lægra en að meðaltali frá árinu
2000. Fiskverð er hátt. Orkufyrirtækin á Íslandi skila
verulega góðri afkomu, þeirri bestu í sögunni. Hagvöxtur
er um 10% í ár og í fyrra. 13.000 störf hafa orðið til á einu
ári á Íslandi og afkoma ríkissjóðs batnar um 100 milljarða
milli ára. Fram undan er mikil uppbygging innviða, átak í
uppbyggingu og fjölgun íbúða. Verðbólgan er tekin að
lækka.“
Er þetta til marks um kyrrstöðu? Sé það svo að ríkis-
stjórnin bjóði upp á „sömu þreyttu lausnirnar“ og þær
skili þessum árangri hljótum við að vona að hún haldi því
áfram.
Að ríkisstjórnin hafi ekki aukið samstarf og samstöðu
með öðrum þjóðum stenst ekki. Ríkisstjórnin axlaði al-
þjóðlegar skuldbindingar í sumar með samþykkt for-
sætisráðherra á nýrri grunnstefnu NATO og sameigin-
legri yfirlýsingu norrænu forsætisráðherranna um
öryggis- og varnarmál. Næsta skref er að kynna hvernig
staðið verður að verkefnum sem yfirlýsingunum fylgja.
Loftslagsstefna Íslands tekur mið af alþjóðlegum skuld-
bindingum. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefur landið
verið opnað fyrir flóttafólki þaðan. Íslensk stjórnvöld eiga
aðild að stuðningsaðgerðum við Úkraínu vegna stríðsins.
Viðreisnarformaðurinn getur ekki vænst þess að ríkis-
stjórnin taki upp stefnu hennar í ESB-aðildarmálum.
Hún hefur að vísu þrengst á þann hátt að formaðurinn
talar ekki lengur um kosti aðildar eða upptöku evrunnar
heldur þess í stað um ágæti þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvort sækja eigi um aðild. Til hennar verður ekki efnt
nema þingmeirihluti mæli með ESB-aðild, hann er ekki
fyrir hendi. Ný þingsályktunartillaga Samfylkingar, Við-
reisnar og Pírata um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok
2023 um framhald aðildarviðræðna við ESB er því
sýndartillaga.
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
flutti nú í fyrsta sinn á þingferli sínum ræðu í útvarps-
umræðum. Hún var eini ræðumaðurinn sem vék að því
að huga þyrfti að varnarsamstarfinu
„í nýrri og hættulegri heimsmynd“.
Þetta er tímabær og réttmæt ábend-
ing sem kemur til frekari umræðu á
þingi þegar áhættumat þjóðar-
öryggisráðs verður kynnt.
Umræðudaginn bárust fréttir frá
Svíþjóð um að Magdalena And-
ersson, forsætisráðherra jafnaðar-
manna, viðurkenndi ósigur stjórnar
sinnar í kosningunum þótt flokkur
hennar hefði aukið fylgi sitt og væri
stærsti flokkur Svíþjóðar og Norður-
Evrópu eins og hún orðaði það. Úrslit sænsku kosning-
anna urðu jafnaðarkonunni Þórunni Sveinbjarnardóttur,
formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis, til-
efni til að segja í ræðustól þingsins að í Svíþjóð væri
„jaðarhreyfing nýnasista orðin næststærsti stjórnmála-
flokkurinn“ og kalla mætti nýja strauma í evrópskum
stjórnmálum „fasisma á fínum fötum“. Hreyfingarnar
ættu það sameiginlegt „að ráða ekki við stærstu verkefni
samtímans“.
Þarna er harkalega að orði kveðið eins og um eitthvert
náttúrulögmál sé að ræða. Svo er þó ekki. Þróun í þessa
átt má í Svíþjóð til dæmis rekja til andvaraleysis eða vilj-
andi afstöðu um að sópa vanda í útlendingamálum undir
teppið og taka ekki af nægri festu á glæpagengjum. Að
stórum hluta almennings er nóg boðið veldur því að 20%
sænskra kjósenda greiða Svíþjóðardemókrötunum at-
kvæði í kosningum sem snerust mjög um glæpi og morð.
Í stefnuræðunni vék Katrín Jakobsdóttir að réttindum
innflytjenda og vinnu við stefnu í málefnum útlendinga.
Hún væri löngu tímabær í landi þar sem hátt í 16%
landsmanna væru innflytjendur. Samfélagsleg þátttaka
fólks sem hingað flytti til að sinna ýmsum störfum skipti
„nefnilega okkur öll máli“.
Það er brýnt að á komandi vetri læri þingmenn af
reynslu nágrannaþjóða í útlendingamálum, setji hér lög
og móti stefnu á grunni þess lærdóms. Annað býður
hættunni heim.
Stefnuræða og alþjóðastraumar
Þótt ekki sé mikið um
greiningu alþjóðamála í
stefnuumræðum stjórn-
málamanna setja al-
þjóðastraumar svip á
viðhorf og ræður.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Nýlegt lát hins ágæta breska
þjóðhöfðingja Elísabetar II.
leiðir hugann að forvitnilegri spurn-
ingu: Er það tilviljun, að þau sjö
lönd Evrópu, þar sem stjórnarfar er
einna best, skuli öll vera konung-
dæmi? Þau eru Stóra-Bretland,
Holland, Belgía, Lúxemborg, Sví-
þjóð, Danmörk og Noregur. Eins og
ég ræði í bók minni um Tuttugu og
fjóra frjálslynda íhaldsmenn, færir
Edmund Burke rök fyrir konung-
dæmi sem einum þættinum af
mörgum í að tryggja stöðugleika,
samfelldni og gagnkvæmt aðhald.
Hann nefnir líka kirkjuna, aðalinn
og lýðstjórnina. Hver og ein af þess-
um stofnunum leggur sitt af mörk-
um til að halda uppi fjölbreyttu
menningarlífi, segir Burke. Ef við
trúum því, að Guð sé ekki til, þá
verður allt leyfilegt. Kirkjan veitir
okkur því siðferðilegt aðhald. Gott
er einnig, að þeir, sem skara fram
úr, fái titla og ekkert að því, að slík-
ir titlar séu arfgengir, þótt aðall eigi
ekki að verða lokaður sérréttinda-
hópur.
Kosturinn við konungdæmið er,
að þá stendur þjóðhöfðinginn utan
skarkalans á torginu og getur í senn
orðið sameiningartákn þjóðarinnar,
eins og Elísabetu drottningu tókst
öðrum betur, og rödd hennar, þegar
þess þarf með. Í venjulegu landi er
til dæmis allt fullt af hversdags-
hetjum, sem eiga skilið viðurkenn-
ingu. Auðvitað er tilkomumeira að
taka við heiðursmerki fyrir björg-
unarafrek í konungshöll en á skrif-
stofu við umferðargötu. Þá tengjast
menn sögunni á þann hátt, að hátíð-
arbragur verður á. Eitt ráðið til að
tryggja gagnkvæmt aðhald er að
skipta ríkinu, mættinum og dýrðinni
upp á milli stofnana. Þá geta stjórn-
málamennirnir átt ríkið, markaður-
inn máttinn og konungsættin dýrð-
ina.
Hitt er annað mál, að tvær þjóðir
í Norðurálfunni hljóta vegna sögu-
legrar arfleifðar sinnar að vera lýð-
veldi fremur en konungdæmi, Sviss-
lendingar og Íslendingar. Apud illos
non est rex, nisi tantum lex, Hjá
þeim er enginn konungur, aðeins
lög, sagði Adam frá Brimum um Ís-
lendinga.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Rökin fyrir
konungdæmi
Góð heyrn glæðir samskipti
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is