Borgfirðingabók - 01.12.2010, Síða 12
12 Borgfirðingabók 2010
Heyskapurinn fyrir vélaöld
Túnið á Laxfossi var mestallt mjög grasgefið og í góðri rækt.Túna-
sláttur heima hófst vanalega snemma í júlí, stöku sinnum ef óvenju-
lega vel voraði seinast í júní. Alltaf var „borið út“, þ.e. byrjað að slá,
á laugardegi og byrjað í hallanum vestan við bæinn niður að læknum.
Ef heyskapartíð var sæmileg var búið að heyja túnið um það bil
mánuði seinna. Þá var Túnmýrin slegin. Síðan hófst engjaslátturinn
og stóð fram undir leitir og réttir. Á haustin var oft heyjað „ frammi
í Móum“. Þar eru stórþýfðir valllendismóar sem spruttu seint en
voru heygóðir og oft grasgefnir. Heyið þaðan var oft flutt heim á tún
sem votaband og þurrkað þar. Um líkt leyti var háin slegin. Eftir að
votheysgryfja var grafin í bæjarhólinn var háin yfirleitt sett þar en
hún er mjög þerrirömm. Seinna var hætt að slá hána en kúnum beitt á
túnið á haustin. Allur heyskapur var háður tíðinni, einkum heyþurrk-
inum.
Um sláttinn gengu bræðurnir allir að slætti og veitti ekki af, því að
heita mátti að hver skiki í úthaga væri sleginn og voru slægjublettirnir
æði dreifðir og misjafnir. Bestu engjastykkin voru á bökkum Norður ár
frammi í Hrauni (Svuntur, Breiðanesbakki og Mjóengi) gegnt Veiði læk
allt að landamerkjum Hreðavatns. Á landamerkjunum er flatur jarð-
gróinn steinn sem á er höggvið orðið MERKI. Ég veit ekki betur en
Jakob Þorsteinsson þá bóndi á Hreðavatni, bróðir Snorra á Laxfossi, hafi
sett þennan stein þarna og klappað í hann stafina. Þangað var langur
engjavegur, enda var allajafna farið ríðandi þegar verið var að heyja
þarna. Lengri var þó leiðin fram á Desey í Norðurárdal, þar sem Laxfoss
á part sem var afbragðs engi og brást sjaldan, því að Norðurá flæðir þarna
yfir á vetrum og ber með sér frjóefni. Á „Fosspartinum“ eins og hann var
nefndur skiptast á valllendisbakkar og grunnar seftjarnir. Deseyjarheyið
þótti sérlega gott ef það hraktist ekki. Farið var á hestum að morgni og
komið heim að kvöldi, ketilkaffið hitað á prímus og matast í engjatjaldinu
sem þar stóð meðan heyjað var. Áður kann að hafa verið legið við en það
hefur þá verið fyrir mitt minni. Mér er rétt í barnsminni að reitt var heim
af Desey. Þá voru víst fengnir að láni hestar, reiðingar og reipi á næstu
bæjum. Fljótt var farið að flytja heyið heim af Desey á bíl. Það var þá
allt bundið í bagga, sem voru stærri en venjulegir hestbaggar og staflað á
bílpall, rammlega bundið og var oft mikið háfermi á bílunum. Bræðurnir
stóðu löngum við sláttinn og voru drjúgir sláttumenn. Kaupamenn þurfti
því ekki að ráða. Kristín gekk þá alltaf að heyskap en Elísabet ekki fyrr en