Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2010, Side 14

Borgfirðingabók - 01.12.2010, Side 14
14 Borgfirðingabók 2010 trésköftin, en þoldu ekki mikið átak. Hrífutindarnir voru oft úr brúnspæni sem var harðviður upprunninn í Mið-Ameríku. Krakkar voru snemma látnir fara að hjálpa til við heyskap, sérstaklega að snúa í flekk þegar þurrkur var, með sérstökum krakkahrífum með minni haus og styttri sköftum. Ég var svo stálheppinn að Þorsteinn Klemensson á Hvassafelli, sem bjó þar um tíma á móti Þorsteini Snorrasyni, smíðaði handa mér orf við mitt hæfi þegar ég var ellefu ára. Ég var einn vetur í Norðurárdalsskóla með Aðalheiði dóttur hans. Þorsteinn var seinna bóndi á Hreimsstöðum í Norðurárdal og Aðalheiður bjó þar eftir föður sinn. Hún er nú látin fyrir nokkrum árum. Ég var mjög montinn þegar ég fékk afmarkaðan skika í túninu heima þar sem ég mátti æfa mig að hjakka. Þetta kom sér vel, því að ég átti eftir að standa mörg sumur við slátt á Laxfossi. Þótti mér það skemmtilegt verk ef tíðin var ekki þeim mun verri. Ljánni var rakað í flekki og hyllst til að velja þurrustu flekk- stæðin þar sem votlent var. Heyþurrkunin var eitt mesta vandamálið við heyskapinn fyrir daga súgþurrkunar. Votheysverkunin leysti ekki vandann nema að litlu leyti, enda kom hún seint til á Laxfossi og náði ekki til nema lítils hluta af heyfengnum. Erfitt er að gera ókunnugum grein fyrir þeim reginmun sem var á heyskap í rigningasumrum eða góðri þurrkatíð. Í rigningatíð var nýtt hver stund þegar eitthvað létti upp eða „tók af steini“ eins og sagt var og var stundum gripið til þess að raka heyinu í föng ef ekki náðist að þurrka það viðunanlega. Síðan voru föngin breidd ef aðra flæsu gerði og reynt þá að fullþurrka heyið. Þegar verst gegndi lágu flekkirnir óhreyfðir langtímum saman og rigndu niður. Síðan voru þeir rifnir upp þegar þerrirútlit var.Var heyið þá oft farið að gulna og orðið lélegt fóður. Var þá kallað að heyið væri „hrakið“, jafnvel „skíthrakið“. Í góðri þurrkatíð og brakandi þurrki dögum saman þornaði heyið næstum af ljánum eins og sagt var og náðist að hirða það iðjagrænt og ilmandi. – Þegar heyið taldist viðunanlega þurrt var það „tekið saman“ og „sætt“.Sætin voru tvenns konar: „galtar“ (tvöföld fangbreidd) eða „lanir“ (einföld fangbreidd), ýmist „krosslanir“ eða „hálflanir“.Sætt var í galta á túninu, engjunum í Hrauninu og á Desey, í lanir á smærri og dreifðari slægjublettum. Oft var unnið lengi fram eftir þegar mikið hey var flatt sem náðst hafði að þurrka, því að skjótt skipast veður í lofti. Mikið var í húfi að ekki rigndi ofan í þurra flekki.Eina hjálpartækið við samantekt fyrir daga rakstrarvéla var „ýta“ eða „ýtuborð“ öðru nafni. Það var breið fjöl, reipi fest í endana og hestur látinn draga. Síðan stýrði einhver fjölinni til að hún gripi sem mest af heyi. Sérleg aðgát var höfð við heyhirðingu ef kostur var. Töðu og kraftmiklu valllendisheyi hætti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Borgfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.