Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 16
16 Borgfirðingabók 2010
á sæti sem voru látin standa lengi á túni og engjum. Á haustin þurfti að
ganga frá útiheyjunum (í tóftum, heygarði og göltum) undir vetur. Þá var
tekið til torfsins sem rist hafði verið og þurrkað að vorinu. Stundum var
líka hlaðið utan með þeim.
Mörg sumur hélt ég nokkurs konar minnisbók yfir heyskapinn og
veðrið, hvar verið var heyja ásamt hirðingardögum og heyfeng í hest-
burðum sem alltaf voru nefndir „kaplar“ í daglegu tali. Gott þótti að fá
um 400 kapla af túninu og annað eins eða liðlega það af útheyi. Mesti
heyfengur sem ég skráði á þessum árum var um 1000 kaplar en algengara
var 850 -900 kaplar.
Þegar alhirt var af túninu (fyrri slægja) voru „töðugjöld“.Þá var veitt
kaffi og veglegt meðlæti með því. Sláttulokin að hausti voru óljósari, því
að lengi var verið að bæta ofan á útiheyin og súrheysgryfjuna.
Haustverkin
Haustverkin tengdust mest sauðfénu, þ. e. smölun heimalands, leit-
ir, réttir og sláturtíð. Fyrst þurfti að leggja á fjallskilin. Mörg haust
kom það í hlut Jóns Snorrasonar að jafna niður fjallskilum í Ystu-
tungu ásamt Tómasi Jónassyni bónda og hreppsnefndarmanni í
Sólheimatungu.Var ég þeim allmörg haust til aðstoðar sem nokkurs
konar ritari og skrifaði fjallskilaseðilinn sem síðan var sendur „rétta
boðleið“milli bæja.(Mín fyrsta sendiferð á aðra bæi var þegar ég var
sendur á 6. árinu með fjallskilaseðilinn út að Litlaskarði.) Fjallskilin
voru lögð á eftir tíundaðri fjáreign bændanna og gat komið upp
kurr meðal þeirra sem fannst á sig hallað. Það var árviss viðburður
þegar fjallskilaseðillinn var kominn sína boðleið að roskinn bóndi á
nágrannabæ kom gagngert til að skamma Jón fyrir fjallskilin sem á
hann höfðu verið lögð. Jón þurfti auðvitað að standa fyrir sínu máli
og rifust þeir um þetta nokkra stund og höfðu hátt en skildu síðan
í bróðerni, enda var gamalgróinn vinskapur og mikill samgangur
milli heimilanna. Fjallskil töldust létt í Ystutungu, þrjár leitir sem
tóku einn dag hver og var réttað jafnoft í Brekkurétt í Norðurárdal.
Skilamenn þurfti að senda á útréttir, fyrst og fremst í Fellsendarétt í
Miðdölum því að féð báðum megin fjalls gekk saman á afrétti. Jón
Snorrason var skilamaður í Fellsendarétt frá unglingsaldri og fram á
efri ár og þekkti líklega þrjár kynslóðir Dalamanna.
Ekki þótti mikið koma til réttarhalds í Brekkurétt, en öðru máli
gegndi um Þverárrétt í Þverárhlíð. Þar var réttað geysimörgu fé af