Borgfirðingabók - 01.12.2010, Síða 20
20 Borgfirðingabók 2010
uppbyggingu Fjölbrautaskólans á Akranesi. Meðal helstu ástæðna
þess að reglulega var rætt um stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi voru
sláandi niðurstöður sem sýndu lágt hlutfall nemenda í Borgarbyggð,
sem héldu í framhaldsnám að loknu grunnskólaprófi. Rannsókn sem
gerð var árið 1992 sýndi að einungis 60% nemenda sem lauk námi
frá Grunnskóla Borgarness fór í framhaldsskóla haustið eftir og var
það langt undir landsmeðaltali.
Í viðhorfakönnun, sem SSV stóð fyrir meðal íbúa í Borgarbyggð
árið 2004, kemur skýrt fram að einn helsti veikleiki svæðisins sé að
þar skuli ekki vera starfandi framhaldsskóli.
Sumarið 2005 var samþykkt að leita eftir samstarfi við háskólana
í héraðinu og Fjölbrautaskólann á Akranesi um samstarf um stofnun
framhaldsskóla í Borgarnesi. Stofnaðir voru í framhaldinu tveir
vinnuhópar: Ytri hópur sem hefði það hlutverk að stofna félag um
reksturinn, afla hlutafjár, sjá um samskipti við opinbera aðila og
kynn ing armál, og innri hópur sem skyldi sjá um gerð námsskrár og
leggja drög að námsfyrirkomulagi.
Í kynningu, sem Helga Halldórsdóttir, þáverandi forseti sveitar-
stjórnar, hélt um væntanlegan framhaldsskóla haustið 2005, kemur
m.a. fram að reiknað er með að skólinn hefji starfsemi haustið 2006.
Reikn að var með að innritaður fjöldi nemenda á hverju ári væri um
30-35, sem þýddi að fullsetinn rúmaði skólinn 100 - 120 nemendur.
Á fundum byggðarráðs Borgarbyggðar haustið 2005 var málefni
framhalds skóla í Borgarnesi nokkrum sinnum á dagskrá. Byggðarráð
var á þessum tíma skipað Finnboga Rögnvaldssyni, Helgu Halldórs-
dóttur og Þorvaldi T. Jónssyni. Byggðarráð kallaði m.a. rektora há-
skól anna tveggja í sveitarfélaginu á sinn fund og óskaði eftir að komu
þeirra að undirbúningi stofnunar framhaldsskóla. Ágúst Sig urðs son,
rektor Landbúnaðarháskólans og Runólfur Ágústsson, rektor Há-
skól ans á Bifröst hófu þegar að skoða jarðveg fyrir framhalds skóla
í Borgarnesi ásamt starfsfólki SSV. Einnig var Hörður Helga son,
skóla meistari FVA með í ráðum. Niðurstaðan varð sú, eftir við-
ræð ur við menntamálaráðuneytið, að ráðuneytið og heimamenn í
Borgarbyggð skipuðu sameiginlegan stýrihóp til undirbúnings stofn-
un framhaldsskóla í Borgarbyggð. Stýrihópurinn kom saman til
fyrsta fundar 20. janúar 2006, en hann skipuðu:
Karl Kristjánsson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, formaður,
Jóna Pálsdóttir deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, fundarritari,