Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 25
25Borgfirðingabók 2010
- allir nemendur og kennarar eru með fartölvur og tengdir
internetinu í skólanum
- samkvæmisdans er skylda á öllum brautum
- þátttaka í þróunarverkefninu Borgarfjarðarbrúin og samvinna
við grunnskólana í Borgarbyggð er mikil.
- þrískipting kennslustunda í leiðsagnartíma, fagtíma og vinnu tíma.
- skólinn notast við opinn hugbúnað í námi og kennslu
- félagsaðstaða nemenda er einnig ungmennahús Borgarbyggðar
Hugmyndafræði Menntaskóla Borgarfjarðar á rætur víða, en að
vissu leiti má rekja hana til Skandinavíu, þar sem greinarhöfundur
var við nám í menntunarfræðum um árabil. Staðið var vel að undir-
búningi skólastarfsins, m.a. með því að veita góðan tíma í vinnu við
að móta hugmyndafræði innra starfs skólans. Lögðu þar margir hönd
á plóginn og naut skólinn nærveru háskólanna í Borgarbyggð. Þann
1. febrú ar 2007 var Lilja S. Ólafsdóttir ráðin aðstoðarskólameistari,
en hún hafði áður starfað við Háskólann á Bifröst og séð m.a. um
gæða mál. Skólameistari og aðstoðarskólameistari heimsóttu í apríl
2007 framhaldsskóla í Svedala í Svíþjóð, sem varð í mörgu fyrirmynd
Mennta skóla Borgarfjarðar.
Um vorið 2007 var auglýst eftir kennurum til starfa við skólann og
bár ust margar umsóknir um hvert starf. Fyrsti kennarafundurinn var
haldinn í Landnámssetrinu þann 1. júní 2007 og var strax ljóst að mik-
ill hugur var í hópnum og allir tilbúnir í þetta ærna frumkvöðlastarf
sem beið framundan – að ýta nýjum skóla úr vör. Á þessum fyrsta
kennarafundi voru þau:
Ársæll Guðmundsson, skólameistari
Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðarskólameistari
Bylgja Mist Gunnarsdóttir, umsjón með starfsbraut
Guðmundur Karl Bjarnason, umsjón með upplýsingatækni og
dreif námi
Ívar Örn Reynisson, fagstjóri samfélagsgreina
Ingibjörg Ingadóttir, fagstjóri tungumála
Þóra Árnadóttir, fagstjóri raungreina og stærðfræði
Ásdís Haraldsdóttir, íslenskukennari
Sigfríður Guðný Theódórsdóttir, stærðfræðikennari
Sigurður Örn Sigurðsson, íþróttakennari
Áður en fyrsta skólaárið hófst hafði fleira starfsfólk bæst í hópinn
þ.e.: