Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 27
27Borgfirðingabók 2010
þar sem unnið er að samfellu skólastarfs milli grunnskóla Borgar-
byggðar og MB og samræmingu kennsluhátta og námsmats. Mobile
Learning eða Nám á ferð og flugi sem er samstarfsverkefni MB,
Símans og FSn. Markmið verkefnisins er að kanna hvort skynsamlegt
gæti verið að nýta farsíma í námi og kennslu á framhaldsskólastigi.
Náttúruauðlindir sem er samskiptaverkefni MB og Calmare Inter-
nationale skola (CIF) í Kalmar í Svíþjóð. Verkefnið er styrkt af
Comeni usar verkefnasjóðnum. Síðast liðið haust fóru tveir kennarar
með tuttugu nemendur skólans til Kalmar og dvöldu þar í eina viku.
Þar unnu nemendur MB ásamt nemendum CIF að greiningu á náttúru-
auðlindum á svæðinu, nýtingu þeirra og markaðssetningu.
Fyrsta starfsárið
Við skólasetningu haustið 2007 voru starfsmenn 13 talsins og nem-
endur 66. Fór vel um mannskapinn í Safnahúsinu og byrjaði skóla-
starfið af fullum krafti. Vel gekk að móta skólastarfið og sérstakur
ráðgjafi vann með nemendum að mótun nemendafélags, en sú vinna
hófst reyndar vorið 2007 er skipuð var félagslífsnefnd með aðkomu
sveitarfélagsins, foreldra og nemenda í 10. bekk í Borgarbyggð.
Flestir nemendur MB fyrsta haustið komu beint úr grunnskóla, en
um 10 nemendur höfðu verið í námi í öðrum framhaldsskólum.
Að mörgu var að hyggja i nýjum skóla og vandasamt verk að móta
skólabrag. Nemendafélag var stofnað haustið 2007 og fyrsta stjórn
kjörin. Í henni sátu:
Rakel Sif Jónsdóttir, formaður
Margrét Ársælsdóttir, ritari
Rakel Ösp Björnsdóttir, gjaldkeri.
Helga Margrét Hreiðarsdóttir, formaður skemmtinefndar.
Nemendafélagið brydd aði upp á ýmsum skemmt un um og gjörn-
ingum fyrsta starfsárið. Til dæmis var farið í skíða ferðalag, bowling-
ferð til Reykjavíkur, hald in árs hát ið, sem tóks með af brigð um vel,
vor dag ar, áskor endadagar þar sem keppni fór fram milli nem enda og
starfs fólks. Einnig tók skól inn þátt í Gettu bet ur - spurn inga keppni
fram halds skóla og öllum að óvör um komust nemendur áfram í aðra
umferð þrátt fyrir ungan aldur.
Óhætt er að segja að góður andi hefur ríkt í skólastarfinu alveg frá
upphafi og allir lagst á eitt með að búa til góðan skóla. Mikil áhersla