Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 28
28 Borgfirðingabók 2010
er lögð á notalegt umhverfi og vinaleg samskipti. Lögð er rík áhersla
á hollt líferni, gagnkvæma virðingu og gerðar eru kröfur til nemenda.
Einkunnarorð skólans eru Sjálfstæði – færni – framfarir.
Þann 31. janúar 2008 fór starfsfólk og nemendur fylktu liði frá
Safnahúsinu og í hið hálfbyggða mennta- og menningarhús og kom
sér fyrir í norðurhluta hússins, en suðurhlutinn var enn í byggingu.
Var kennt í nánu samneyti við iðnaðarmenn, vélar og tæki næsta
hálfa árið svo minnti stundum á vélaverkstæði. Þann 1. febrúar 2008
var hluti mennta- og menningarhússins tekinn í notkun við hátíðlega
at höfn að viðstöddu fjölmenni, m.a. menntamálaráðherra, sem ósk aði
skólanum velfarnaðar í nýjum húsakynnum. Á þessum tíma mótum
var undirritað sam komu lag við Símann um sam starf og þróun á sviði
upp lýsinga tækni. Menntaskóli Borg ar fjarðar var kominn í sitt eig ið
húsnæði, en nú hófst tími þol in mæði og biðlundar, því alltaf seinkaði
afhendingu alls hússins. Iðnaðarhávaði og ryk reyndi á þol rifin, en
iðnaðarmennirnir gerðu allt til að skólahald gæti gengið vel fyrir sig,
nemendur sýndu biðlund en spurðu oft um félagsaðstöðuna sem þeim
hafði verið lofað og starfsfólkið lagðist allt á eitt um að sjá létt leika
tilverunnar. Frábær vinnuaðstaða var í vændum.
Skólaakstur
Í upprunalegum áætlunum um Menntaskóla Borgarfjarðar var gert
ráð fyrir að heimavist yrði starfrækt í tengslum við skólann. Að
öðrum kosti yrði haldið úti skólaakstri innan Borgarbyggðar. Ræddar
voru almenningssamgöngur innan sveitarstjórnar með tilkomu MB
og í ljósi þeirrar umræðu ákvað stjórn skólans að bjóða nemendum
haustið 2007 upp á skólaakstur. Þegar til kom skráðu 5 nemendur
sig í skólaakstur haustið 2007 og 2 vorið 2008. Til að byrja með ók
skólameistari sjálfur nemendum til síns heima, þ.e. meðan verið var
að semja við skólabílstjóra um aksturinn og samræma við akstur og
tímatöflur grunnskólanna.
Þegar leið að lokum vorannar 2008 var ljóst að sveitarstjórn næði
ekki að taka ákvörðun um almenningssamgöngur í sveitarfélaginu
fyrir skólaárið 2008/2009. Stjórnendur MB tóku þó ákvörðun, í ljósi
jákvæðra orða sveitarstjórnar Borgarbyggðar um uppbyggingu al-
menn ings samgangna í sveitarfélaginu, að auglýsa skólaakstur haustið
2008. Skólinn fékk ekkert fjármagn til að halda úti skólaakstri, en