Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 30
30 Borgfirðingabók 2010
var síðan samþykkt í byggingarnefnd og stjórn. Merkið er í raun í
fjórum hlutum og sýnir allar hliðar mennta- og menningarhússins. Það
þykir nýstárlegt og hefur hlotið verðskuldaða athygli. Í samkeppni
á vegum Félags grafískra hönnuða á Íslandi var merkið valið best
hann aða merkið árið 2007.
Mennta- og menningarhúsið
Í tengslum við stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar var ákveðið í sveit-
ar stjórn að byggja hús yfir starfsemina og leigja skólanum. Í fyrstu
var rætt um 1300 fermetra húsnæði en á 2. fundi undirbúnings stjórn-
ar að stofnun skólans 26. júní 2006 er samþykkt að stækka húsnæðið
í 1800 fermetra, þannig að það rúmi 200 nemendur skv. normum
mennta mála ráðuneytisins. Meirihluti undirbúningsstjórnarinnar, eða
þrír fulltrúar, voru sveitarstjórnarfulltrúar úr öllum flokkum í sveit-
ar stjórn og þar að auki sat Páll Brynjarsson sveitarstjóri fund inn. Á
þessu sést hin breiða pólitíska samstaða um bygg ingu mennta- og
menningarhússins. Eftir að byggingarnefnd, sem var skip uð af stjórn
skólans tók til starfa, stækkaði húsið og endaði í 3.200 fermetrum.
Þar af er kjallari undir öllu húsinu, samtals um 650 fermetrar en
ákveðið var að hafa veglega félagsaðstöðu fyrir nemendur og
ungt fólk í Borgarbyggð í kjallaranum. Önnur stækk un skýrist af
hátíðarsal, mötuneyti, anddyri og baksviði sem tók breyt ingum á
hönn unartímanum. Allt var þetta gert með vitund og vilja sveitar-
stjórnar Borgarbyggðar, sem vildi nýta tækifærið og byggja hús næði
sem rúmað gæti menningar-, veislu- og listaviðburði. Mennta- og
menningarhúsið var tekið formlega í notkun 16. október 2008 við
hátíðlega athöfn og fengu menntamálaráðherra og skóla meist ari
afhenta frá byggingarnefndinni sérstaka lykla að hús inu við það tæki-
færi.
Samstaða um byggingu mennta- og menningarhússins var ekki
eins afgerandi og við Menntaskólann. Spunnust í upphafi t.d. nokkrar
deilur um það hvort forsvaranlegt væri að fórna tjaldsvæðinu fyrir
slíkt hús. Einnig rugluðu margir saman uppbyggingu Menntaskólans
og byggingu mennta- og menningarhússins. Eftir fall bankanna og
þá aðal lega Sparisjóðs Mýrasýslu hefur komið fyrir að uppbyggingu
skól ans hafi verið kennt um bága skuldastöðu sveitarfélagsins. Hið
rétta er að Menntaskólinn fóstraði tímabundið einkahlutafélagið
Menntaborg ehf, sem var stofnað til að byggja og reka mennta- og