Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 33
33Borgfirðingabók 2010
að rigna hressilega hinn 9.
júní. Síðan rigndi meira og
minna í 70 daga, frá 9. júní
til 1. október. Suma daga var
stórrigning. Aðra dag gekk
á með skúrum, en það var
enginn heyþurrkur. Hinn 11.
júlí var þurrt að kalla, næsta
dag unnu allir sem vettlingi
gátu valdið í þurrheyi og við
hirðingu til kl. 3 aðfaranótt 13.
júlí, en þá fór aftur að rigna.
Í júlí og ágúst voru fjórum
sinnum tveir dagar í röð
þurrir, en túnin voru svo blaut
að erfitt var að þurrka hey á
velli. Þann 19. ágúst flaut hey
af engjum á Hvanneyri út í
Hvítá. Að lokum kom sam-
felldur þurrkur 13.-18. sept-
ember og þá var unnið í heyi
á öllu óþurrkasvæðinu og
því bjargað sem bjargað varð. Í bókinni Öldin okkar 1951-1960 er
fjallað þannig um óþurrkana: „Sumarið (1955), sem nú er senn liðið,
hefur á Suður- og Vesturlandi verið hið versta heyskaparsumar, sem
elztu menn muna ... Þurrkakafli kom loks um miðjan september og
bjargaði það afar miklu. Þó er auðsætt, að heyskortur verður mjög
mikill á Suðurlandi öllu og í Borgarfirði.“
Skólabúið á Hvanneyri hefur frá upphafi haft það hlutverk að vera
kennslu- og tilraunabú, eða eins og segir í reglugerð um skólann, sem
amtsráð Suðuramtsins samþykkti árið 1890: Hlutverk skólans er að
kenna nemendum „í fyrsta lagi ... bóklega og verklega búfræði ... Í
öðru lagi að leiða í ljós hvað hugsanlegt mætti verða að gagni hér á
landi, af jarðræktar- og búnaðaháttum nágrannaþjóða vorra, sem ekki
eða lítt hefur verið enn reynt hjá oss.“ Þessar reglur eru enn í fullu
gildi.
Eftirtaldir fimm menn stjórnuðu rannsóknum og öðrum störfum
búsins óþurrkasumarið mikla: Guðmundur Jónsson skólastjóri, Guð-
Guðmundur Jóhannesson, ráðsmaður
á Hvann eyri, í Oddsstaðarétt. Eigandi
myndar: Magnús Óskarsson.