Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 34
34 Borgfirðingabók 2010
mund ur Jóhannesson ráðsmaður, Haraldur Sigurjónsson, hægri hönd
hans, Ingólfur Magnússon fjósameistari, og Ólafur Guðmundson,
sem stjórnaði vinnu- og verkfærarannsóknum.
Guðmundur Jónsson skólastjóri starfaði á Hvanneyri árin 1928-
1972. Hann var ekki í útiverkum en sá um reksturinn og réð fólk
til starfa. Árið 1947, þegar Guðmundur tók við skólastjórn, var
framhaldsdeild stofnuð við Bændaskólann, sem var upphaf að há-
skóla námi í búfræði. Hlutskipti Guðmundar var að því leyti erfitt
að hann þurfti eftir föngum og með litlum fjármunum að leiða
skólann í þeirri miklu tæknibyltingu sem varð í búskap á þessum
tíma og jafnframt að efla rannsóknaþátt skólans vegna nýhafins
háskóla náms. Hann reyndi því að fylgjast vel með kennsluháttum
og rannsóknastarfsemi í háskólum og búnaðarskólum nálægra landa.
Guðmundur kallaði mig á sinn fund í Kaupmannahöfn þegar
hann átti þar leið um snemma árs 1955. Þá hafði ég verið við nám í
Danmörku síðan 1953, fyrst við Tilraunastöðina í Askov á Jótlandi
og síðan við Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem ég lagði
einkum stund á jarðrækt. Niðurstaða af spjalli okkar Guðmundar var
sú að hann réði mig til starfa við tilraunir í jarðrækt og kennslu við
skólann.
Guðmundur Jóhannesson var ráðsmaður og að hluta til yfirmaður
verk námsins árin 1941-1974. Hann var frá Herjólfsstöðum í Álfta-
veri. Þar er úrkomusamt og þess vegna kunna menn þar um slóðir
vel þá list að stunda heyskap í óþurrkatíð. Guðmundur bar virðinga-
heitið Ráðsi á hlaðinu á Hvanneyri. Hann var snillingur í meðferð
hvers kyns landbúnaðartækja og fékk oft hugmyndir um ný tæki og
endur bætur á eldri tækjum sem hann hrinti í framkvæmd. Rigninga-
sumarið 1955 vann Guðmundur að smíði mykjudreifara (Ráðsa-
dreif ara). Dreifarinn var þannig gerður að hann fyllti sig af mykju
í haughúsi með afli frá viðtengdri dráttarvél. Síðan var ekið með
dreif arann út á tún eða flag og mykjunni dreift. Það þurfti því aðeins
eina dráttarvél til verksins, sem hentaði vel fyrir bændur sem áttu
ekki fleiri dráttarvélar. Landsmiðjan smíðaði nokkra dreifara eftir
fyrir sögn Guðmundar og seldi bændum. Ráðsadreifarinn varð undir
í sam keppninni við útlenda dreifara, líklega vegna þess að hann bar
aðeins eitt tonn af mykju í einu.
Haraldur Sigurjónsson, sem var smiður á Hvanneyri árin 1943-
1968, gat allt. Hann hélt búvélum og búnaði gangandi á hverju sem