Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 36
36 Borgfirðingabók 2010
árum var einnig farið að blása heyi inn í hlöður með heyblásurum.
Umrætt sumar reyndi Ólafur þrjár mismunandi gerðir slíkra blásara.
Ólafur reyndi um sumarið jarðtætara, sem drifinn var af Ferguson
dráttar vél. Ég dáðist að þessari tækjasamstæðu og nýtættum sáðabeð
sem hún skildi eftir sig. En á næstu árum minnkaði dálæti mitt á
tætur um. Það kom í ljós að nauðsynlegt var að beita þeim af mikilli
varúð, að öðrum kosti varð jarðvegurinn eins og mjöl, sem þjappaðist
auðveld lega saman, einkum ef þungum vélum var ekið um landið.
Þéttur jarðvegur hindrar eðlilegan vöxt gróðurs.
Um miðja tuttugustu öld voru á hverju sumri ráðnir nokkrir útlend-
ingar í kaupavinnu á Hvanneyri. Ungt erlent fólk sótti töluvert í að
fá að vinna nokkrar vikur á Íslandi og það kom sér vel fyrir skólann.
útlendingarnir tók við störfum búfræðinemanna á búinu um það leyti
sem þeir luku verklegu námi á vorin og fóru heim. Sumarið 1955
voru ráðnir fjórir erlendir kaupamenn í nokkrar vikur. Einn þeirra
var bóndasonur frá Norður- Jótlandi, Jens Haugård, félagi minn frá
Danmörku. Við höfðum unnið saman á tilraunastöðinni í Askov. Jens
fékk það verkefni þegar leið á sumarið að slá gulstör á hinum kunnu
flæðiengjum á Hvanneyri. Hann sló með Farmall A eða Farmall Cub
með heyskúffu. Vatnið á engjunum var þá svo mikið að greiðan á
sláttuvélinni var 5-10 sm undir yfirborði þess. Jens fann þessu
starfi helst til foráttu að hann sagðist ekki geta sagt frá þessu heima
á Jótlandi, því að þá teldi fólk að hann hefði tileinkað sér íslenska
skáldskaparhefð í of ríkum mæli.
Þann 10. september voru töðugjöld á Hvanneyri, sem um leið
var kveðjuhóf fyrir erlendu kaupamennina, sem þá voru að yfirgefa
staðinn. Heyskapnum var þó ekki lokið. Í ræðu sem Guðmundur
skólastjóri hélt þá sagði hann að heyskapurinn væri orðinn um 3000
hestburðir og væri því ástandið skárra en víða annars staðar. Að vísu
var vegna stærðar búsins talið æskilegt að eiga að hausti 4000-4500
hestburði af heyi. Þurrkur, sem kom 13.-18. september, varð til þess
að ástandið á Hvanneyri batnaði eins og víðast hvar annars staðar.
Þetta sumar byrjaði ég á ýmsum verkefnum eftir að hafa ráðfært
mig við skólastjóra og ráðsmann. Fyrsta jarðræktartilraunin sem ég
lagði út var með vaxandi skammta af fosfóráburði á nýrækt. Strax um
haustið kom í ljós að á Hvanneyri dugði ekki að spara fosfóráburð í
nýrækt. Sáðgresi á reitum sem skorti fosfór var veiklulegt og minnst
af því lifði af næsta vetur. Það sýndi sig seinna að í mýrarjarðvegi