Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 37
37Borgfirðingabók 2010
í Borgarfirði og víðar á Vesturlandi er töluverður fosfór, en hann
er svo fast bundinn í jarðvegi að örðugt er fyrir plönturnar að nýta
hann. Það var gott fyrir sjálfstraustið að fá greinilega niðurstöðu
úr fyrstu tilrauninni. Ég lagði einnig út tilraun á engjunum á hinni
kunnu Hvanneyrarfit um hve mikið uppskera ykist við mismunandi
skammta af tilbúnum áburði og hvaða áhrif áburðurinn hefði á
gróður samsetninguna. Niðurstöður voru ekki óvæntar. Uppskeran
jókst dálítið og gróðurinn breyttist.
Um sumarið hóf ég einnig að safna íslenskum jurtum og gróðursetja
þær. Það var að tilhlutan Guðmundar skólastjóra, sem hafði áhuga á
að láta gera grasagarð þar sem gróðursettar væru algengar íslenskar
jurtir. Garðurinn átti að vera til fróðleiks fyrir nemendur og gesti. Því
miður lagðist þetta verkefni niður. Ég verð líklega að axla höfuð-
ábyrgð á því að grasagarður hefur enn ekki verið gerður á Hvanneyri.
Senni lega hefði átt að veita mér stranga áminningu fyrir að vanrækja
þetta verkefni í stað þess að leyfa mér að skemmta mér við að gera
tilraunir í meira en fjörutíu ár.
Búnaðarskólinn á Hvanneyri var stofnaður í lok mikils kuldaskeiðs,
árið 1889. Fyrsta skólastjóranum, Sveini Sveinssyni, tókst að herja út
fé til að kaupa plóg, herfi, kerru, aktygi og tæki til mjólkurvinnslu frá
Noregi. Honum hefur þótt brýnast að verðandi nemendur lærðu að
nota þessi tæki. Um miðja tuttugustu öld var hætt að kenna nokkra
verk þætti í verknámi, sem sennilega höfðu verið kenndir frá því fyrir
aldamótin 1900. Árið 1954 var t.d. hætt að kenna nemendum að grafa
skurði og lokræsi með handverkfærum. Tveimur eða þremur árum
áður hafði verið hætt að kenna nemendum að hlaða flóðgarða á engj-
um á Hvanneyri. Allir skólastjórar eða rektorar á Hvanneyri fram
á þennan dag hafa gert sér ljóst að skólinn verður að fylgjast með
tækni þróuninni og búa nemendur undir þær tæknibreytingar sem
blasa við á hverjum tíma.
Þróunin er skrítin skepna. Uppfinningar og sveiflur í stjórnmálum
inn an lands og utan hafa stöðugt áhrif á þróunina og þar með á að-
stæð ur og lífskjör fólks til sjávar og sveita. Skemmtilegt dæmi um
áhrif stjórn mála er að fundur nokkurra manna austur í Moskvu hinn
19. apríl 1947 létti undir heyskapnum á Hvanneyri og annars stað ar á
Ís landi rign ingar sumarið mikla 1955. Á fundinum ræddi Jósef Stal ín,
einvaldur í Rússlandi, við Bandaríkjamenn, þar á meðal nýskipaðan
utan ríkisráðherra, George Marshall. Um þennan fund segir Erling