Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 44
44 Borgfirðingabók 2010
var nánast boginn í vinkil. Ekki gat hann kallast smáfríður. Andlit ið
var stórskorið, augun gráblá og nefið mikið. Hann notaði neftóbak
og var sultardropinn aldrei langt undan. Hversdagslega klæddist Jón
buxum og jakka úr nankini. Á höfði bar hann hattkúf og gekk að
jafnaði við staf. Er mér í minni hvað mér fannst hann sveifla stafnum
fyrirmannlega við hvert skref og reyndi að gera eins þó aðeins hefði
ég kollótt prik í hendi.
Jón hafði yndi af söng og kveðskap og var hafsjór af fróðleik um
sam tímamenn. Hans skáld voru hagyrðingar í Borgarfirði á borð
við Ingimund föðurbróður hans í Fossatúni, Jónatan Þorsteinsson
og feðgana Eyjólf Jóhannesson í Hvammi og Jón son hans. Eftir þá
kunni hann ógrynni af vísum og ljóðum og sagði þá gjarnan frá til-
urð kveðskaparins. Inn á milli átti hann svo til að kveða við raust
vafa sam an kveðskap eftir Ljótunni á Hæli eða raula fyrir munni sér
hjart næma sálma. Skáld utan Borgarfjarðarhéraðs, sem hann hafði í
sér stökum metum, voru Sveinn frá Elivogum og Gísli Ólafsson frá
Eiríks stöðum. Fór hann oft með Stéttarvísur Sveins eða söng stökur
Gísla um „lækinn“ undir fallegri stemmu:
Ég er að horfa hugfanginn
í hlýja sumarblænum
yfir litla lækinn minn
sem líður fram hjá bænum.
Oft söng Jón fyrir okkur systur hið tregafulla kvæði um ástir
Hjálmars og Huldu upp á tuttugu erindi eða fór með gamanvísurnar
Saga úr síldinni. Ekki minnist ég þess að hann segði okkur ævintýri
eða þjóðsögur Þó var hann mikill sögumaður og lét vel að segja frá.
Söguhetjur hans voru karlar og konur sem hann hafði heyrt af eða
kynnst á lífsleiðinni. Þannig kynntist ég á barnsaldri Ólafi gossara,
Gvendi dúllara, Eyjólfi ljóstolli, Símoni Dalaskáldi, Þiðriki á Háa-
felli, Þorleifi lækni í Bjarnarhöfn og Steini Dofra ættfræðingi. Mætti
þannig lengi telja. Aldrei nefndi Jón Stein, sem var bæði sveit ungi
hans og ná frændi, öðru vísi en að klykkja út með þeim orðum að
skárri væri það nú „fordildin“ að fara að taka upp þetta mont-nafn og
væri Steinn, að hans mati, fullsæmdur af því að heita Jósafat Jónas-
son.
Í eldhúsinu heima urðu þessar persónur ljóslifandi, því pabbi
hafði gaman af sögum Jóns og hvatti hann til frásagna eða rakti úr