Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 51
51Borgfirðingabók 2010
ég kann eina vísu sem hann sendi Sigurði Sigurðssyni á Kolsstöðum
í tilefni afmælis. Í minni vörslu eru nokkrar stílabækur og kompur
sem Jón gaf mér þegar hann skipti bókum sínum á milli okkar systra.
Í þeim er að finna kveðskap af ýmsu tagi sem hann skrifaði upp og er
höfunda oftast getið. Mörg ljóðin þekki ég og veit á þeim deili. Ekkert
er þar að finna eftir Jón, en ótrúlegt verður að teljast að bæjaríman
sé hans eina verk. Hvernig sem því er háttað er þó ljóst að ljóðagerð
hans, hafi hún einhver verið áður en bæjaríman varð til, hefur ekki
farið hátt, því ekki á hann ljóð eða vísur í þeim borgfirsku safnbókum
sem út hafa verið gefnar.
Í byrjun árs 1967 flutti ég austur í Egilsstaði og eftir það urðu
fundir okkar Jóns stopulir. Þegar ég heimsótti hann í síðasta sinn var
elsta dóttir mín Gunnhildur með í för. Hann var þá heimilismaður á
elliheimilinu á Akranesi. Hann tók mér með virktum og hældi mér
fyrir að hafa komið upp nafni kóngamóðurinnar. Síðan var kistan
góða opnuð, upp úr henni dregið „dömuvín“ og skálað. Ég hef alla
tíð ver ið þakklát og litið á það sem forréttindi að hafa fengið að alast
upp með manni eins og Jóni Ásmundssyni. Hann opnaði mér glugga
til fortíðar á þeim árum sem breytingar urðu hvað mestar í íslensku
þjóðfélagi og kenndi mér að meta þjóðararfinn. Það sem mestu skiptir
þó er að um hann á ég minningar sem gott er að ylja sér við.
Eftirmáli
Þegar ég var að vinna að samantekt þessa þáttar saknaði ég þess oft
að vera ekki nær Héraðsskjalasafni Borgfirðinga. Þurfti ég oft að
leita aðstoðar við öflun heimilda og var alls staðar tekið af sömu ljúf-
mennsku. Eftirtöldum kann ég bestu þakkir: Björk Ingimundar dóttur,
Þjóð skjalasafni, Jóhönnu Skúladóttur, forstöðu manni Héraðs skjala-
safns Borgfirðinga, Jóni Guðbjörnssyni, formanni sóknar nefndar
Norð tungu sóknar, Rósu Þorsteinsdóttur hjá Árnastofnun, Snorra
Þor steins syni í ritnefnd Borg firðinga bók ar, Val borgu Þorvaldsdóttur,
Þorgeiri Ólafssyni frá Kví um og Þórarni Jóns syni frá Hamri, en við
þau þrjú síðast töldu átti ég fróðlegt spjall í síma.
Heimildir:
Borgfirskar æviskrár
Búnaðarritið 1947
Gerðabók Norðtungusóknar frá 1908-1952