Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 63
63Borgfirðingabók 2010
má allt að helmingur hinnar miklu jöklasamstæðu sem nefnd er einu nafni
Langijökull og nær allt austur að Kjalvegi, en skiptist í fjóra undir jökla,
sem nefnast Þórisjökull, Geitlandsjökull, Baldjökull og Bláfellsjökull.
Fullyrða má að vatnasvæði Hvítár hjá Ferjukoti er a.m.k. 4.400 fer-
kíló metrar.
Það er því ekki að undra að þessi mikla elfa hafi haft mikil áhrif
í héraðinu, og er ekki nema eðlilegt að hún eigi sína sögu og það er
skemmti legt viðfangsefni að skrá sögu hennar. Að vísu verður það ekki
gert hér svo sem vert er, aðeins lögð fyrstu drögin. Mér er ekki kunnugt
um að neinn maður hafi lagt í það. Síðar mætti svo auka og bæta með
betri tíma og meiri athugunum.
Hvítá eins og flest eða allt annað hefir sínar tvær hliðar, aðra góða,
hina slæma. Fljótt á litið er áin slæm, okkur er líka gjarnara að sjá hið
verra, finnst það oft meira áberandi, en ef vel er að gáð finnst einnig oft
ýmislegt gott, jafnvel þar sem síst er búist við því. Liturinn er ljótur, áin
er óhrein, þó misjafnt sé eftir árstíðum og veðráttu. Í fyrstu myndast
hún af þremur allstórum fljótum inn við Kalmanstungu. Norðast er
Norðlingafljót, sem er ekki mjög mikið vatnsfall en þó oft allerfitt
yfirferðar. Þetta er bergvatnsá og kemur að mestu úr Hallmundarhrauni
og af Arnarvatnsheiði. Sameinast það aðalánni neðan við Tunguna,
(Kalmans tungu) sem er allmikill háls eða fjall neðst í Kalmanstungulandi.
Ferjutollur fyrir teymdan hest var 10 aurar þegar ferjustarfið lagðist af 1928.
Ljósmyndari ókunnur.