Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 64

Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 64
64 Borgfirðingabók 2010 Sunnan við Kalmanstungu rennur önnur á, heldur ekki mjög stór en þó illur farartálmi, er nefnist Hvítá. Hún er stundum hrein en oft mórauð af jökulleðju. Hún kemur úr Geitlandi og frá Eiríksjökli. Loks er syðst Geitá. Hún er alltaf kolmórauð og ljót, hún er og mesta vatnsfallið af þessum þremur uppistöðuám Hvítár. Hún kemur mest af Kaldadal, en til hans falla aurar Langjökuls auk ýmissa viðbóta annarsstaðar að. úr skriðjökli Langjökuls og vegna bráðnunar hans fær fyrst og fremst Geitá og svo síðar Hvítá sinn viðvarandi jökullit. Þær Geitá og Hvítá falla saman á svonefndu Svelti rétt neðan við Kalmanstungu og heita síðan einu nafni Hvítá, en nokkru neðar, neðan við Kalmanstunguland, eins og það nú er, kemur svo Norðlingafljót til viðbótar, og þegar þar er komið er þetta orðið mikið vatnsfall, jafnvel á hvaða tíma árs sem er. Til að byrja með má heita að Hvítá falli frá austri til vesturs, niður Hvítársíðu, en neðan við Síðumúla breytir hún um stefnu og fellur eftir það nokkurnveginn rétt til suðvesturs. Hvítá, þrátt fyrir alla sína galla, hefir og verið til ýmsra hluta nytsamleg. Hún var ekki alllítil samgönguleið meðan allt var vega- og brúarlaust. Á söguöld komu sjófarendur oft hafskipum sínum í Hvítá. Er þá helst talað um að skipunum var lagt í Gufuá og einnig að Hvítár- völlum til vetrargeymslu. Þangað fluttu farmenn varning sinn og versluðu þar. Sótt var þangað um langa vegu, jafnvel og ekki óalgengt úr Húnaþingi, hvað þá af Vesturlandi og víðar að. Örnefni eru enn á Hvítárvöllum sem geta minnt á þetta, svo sem Skipholt og fleira. Má ætla að Hvítárvellir séu jafnvel elsti verslunarstaður í héraðinu. Þannig hefir það verið um allar aldir sem Íslendingar áttu sjálfir skip að öðru hvoru var þeim stýrt til hlunns í Hvítá. Í öðru lagi var flutt eftir Hvítá innanhéraðsflutingar, að Hvanneyri, að Hvítárvöllum, að Þingnesi og jafnvel lengra. Minna má á það sem sagt er frá í þættinum um brýrnar að brúarviður í Kláffossbrú var fluttur eftir Hvítá alla leið að Kláffossi.(Borgfirðingabók 2009 bls.130) Einhverjir síðustu stórflutningarnir um Hvítá voru er Norðurárbrúin var byggð 1910. Þá var mikil þungavara flutt eftir Hvítá og svo Norðurá alla leið upp á Haugahyl, bæði járn í brúna, sement í stöplana og fleira. Erfiðir og annmarkasamir hafa þessir flutningar oft verið, en um annnað var ekki að ræða og svo má illu venjast að gott þyki. Sjálfsagt hefir þessi skipaleið verið betri í gamla daga heldur en nú væri. Ráða má það af þeim mikla framburði sem við þekkjum. Því talið er að sandlagið í firðinum fram af Borgarnesi hækki um tvo sentimetra á ári að meðaltali. Þótt tveir sentimetrar sé lítil uppfylling á ári, þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.