Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 66
66 Borgfirðingabók 2010
engjalöndin góðu í Andakíl og víðar. Hér er því sérstaklega þrennt sem
Hvítá er talið til tekna, það er, Hvítá sem samgönguleið fyrir byggðina,
en því hlutverki er nú lokið, samgönguleið fyrir laxinn, og laxveiðiá,
en það hlutverk er sennilega eilíft, í þriðja lagi áburðarverksmiðja, og
mun það enn um langa framtíð verða vel þegið.
Rétt er þá að athuga gallana, því ekki er hér frekar en annarsstaðar
allt gull sem glóir. Það er sérstaklega hvað hún hefir verið mikill
„þrándur í götu“. Þótt hún hafi verið að vissu leyti samgönguleið
samkvæmt framansögðu þá hefir hún og verið, og eiginlega miklu
meiri farartálmi. Ekki er óalgengt að Hvítá hafi verið ófær alla leið
milli fjalls og fjöru, öllu nema fuglinum fljúgandi. Þetta hefir oft á
tíðum verið mjög bagalegt. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla eiga svo
margt sameiginlegt og þurfa og eiga að hafa samvinnu á ýmsum
sviðum. Má þar t.d. nefna að alla tíð hafa þær að nokkru eða öllu
leyti haft sama lækni og því hefur önnur sýslan átt yfir ána að sækja.
Báðar hafa þær haft sama verslunarstaðinn, stundum innanhéraðs, og
stundum utan þess, og þá að sjálfsögðu þurft að glíma við duttlunga og
dólgshátt hinnar ströngu elfu. Í sambandi við samgöngur og ferðalög
Þegar ferjað var kom mestur fjöldi fjár úr Lundarreykjadal, allt að 1000 kind ur í
einu, sem þurfti að ferja yfir á leið í sláturhús í Borgarnesi. Ljós mynd: Veg minja -
safn.