Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 105
105Borgfirðingabók 2010
Reykjavík. Hún var skólastjóri Barnaskóla Stykkishólms 1916-1917,
en þar var Steinunn systir hennar þá búsett. Árið 1917 tók hún við
umsjón bús föður síns síns á Gilsbakka og stóð fyrir því fram yfir lát
hans 1922 og allt þar til að Guðrún systir hennar tók við búi ásamt
manni sínum Sigurði Snorrasyni vorið 1923. Á Gilsbakka gekk hún
eins og systur hennar í flest bústörf og var föður sínum einnig innan
handar þegar þurfti líknandi hönd við búsmalann. Haft er eftir Sigrúnu
systur hennar að hafi dýr meitt sig eða beinbrotnað hafi þau feðginin
alltaf verið til taks. Þar naut einnig við mikillar reynslu og þekkingar
séra Magnúsar á smáskammtalækningum, en hann var oft kallaður til
þegar veikindi eða meiðsli voru hjá fólki. Ekki er að efa að Sigríður
hefur fylgst vel með föður sínum í þessu eftir að hún komst til vits og
ára. Þegar hann var orðinn aldraður og hjálparþurfi voru dætur hans
sem heima voru honum miklar hjálparhellur, skrifuðu og lásu fyrir
hann og léttu honum lífið á allan hátt. Sjóndepra háði honum mikið
og er honum var af lækni gefin von um að það myndi geta lagast
eitthvað við aðgerð lagði hann í suðurferð vorið 1922. Aðgerðin gekk
vel, en legan á eftir reyndist gamla manninum erfið og varð lengri en
heilsan þoldi. Hann andaðist að lokum þann 31. júlí það ár í hlýrri
umsjá tveggja barna sinna, þeirra Péturs og Sigríðar. Sigríður hafði
fylgt honum frá Gilsbakka í veikindum hans og verið hjá honum dag
og nótt í Reykjavík alla banaleguna.
Haustið 1923 lá leið Sigríðar til Kaupmannahafnar þar sem hún fór
til náms við Fröbel kennaraskólann. Jafnframt sótti hún námskeið um
smábarnakennslu og tómstundaheimili barna og unglinga. Dvölin í
Dan mörku var ekki löng og hún sneri aftur heim til Íslands árið 1924,
þá tæplega fertug að aldri. Hún auglýsti þá að hún tæki við yngri
börn um til kennslu og vann við það næstu tvö árin. Í auglýsingum í
Morgunblaðinu frá þessum tíma kennir hún sig við Gilsbakka.
Sigríður fór þessu næst austur á land og var handavinnukennari við
Alþýðuskólann á Eiðum 1926-1928. Þá var Steinunn systir hennar að
ljúka dvöl sinni þar ásamt manni sínum Ásmundi Guðmundssyni,
sem hafði verið þar skólastjóri frá 1919 fram að því að hann fór að
kenna við Háskóla Íslands 1928. Eftir að Sigríður kom að austan hélt
hún einkaskóla fyrir börn í Reykjavík, fyrstu tvö árin með Vigdísi
Blöndal6, en síðan ein til ársins 1956. Var góð aðsókn að skólanum. Á
6 Vigdís Gísladóttir Blöndal (1892-1968) var síðari kona Jóns Blöndal læknis í Stafholtsey,
sem drukknaði í Hvítá tæpu ári eftir að þau gengu í hjónaband. Eftir lát hans starfaði Vigdís
lengst af við kennslu og umönnun barna.