Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 110
110 Borgfirðingabók 2010
Í ársbyrjun 1907 var Sláturfélag Suðurlands stofnað með þátttöku
bænda á Suðurlandi og við Faxaflóa, allt vestur á Mýrar, og meðal
stofnenda var Jón frá Bæ. Flestir bændur í Borgarfirði höfðu heitið
aðild sinni að félaginu ef byggt yrði sláturhús á Suðurnesinu í Borg-
ar nesi (þar sem nú er Landnámssetur). Jón leigði félaginu skák af
versl un ar lóð sinni og var hafist handa við byggingu á sláturhúsinu úr
steinsteypu sumarið 1908 og það tekið í notkun sama haust. Þar með
lauk slátrun á blóðvelli í Borgarnesi. Árið 1920 var Sláturfélag Borg-
firðinga stofnað og tók við af Sláturfélagi Suðurlands.3
Verslunin Jón Björnsson & co
Árið 1903 var stofnað Framfarafélag Borgfirðinga sem beitti sér
fyrir ýmsum framfaramálum í héraðinu. Það voru þeir Bæjarfeðgar
Björn og Jón sem vöktu máls á þessu. Félagið hafði áhuga á að
bæta samningsstöðu bænda við kaup á vörum frá útlöndum. Eftir
samn inga umleitanir við kaupmenn erlendis var ákveðið að stofna
Kaupfélag Borgfirðinga í ársbyrjun 1904, en það var pöntunarfélag.
Jón Björnsson frá Bæ var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri félagsins
þar sem hann hafði þá orðið nokkra reynslu af verslunarstörfum eftir
starf sitt hjá kaupmönnum í Borgarnesi. Jón vildi auka við verslunar-
þekkingu sína og sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1904 í þeim
tilgangi. Annar var þá ráðinn í verslunarstjórastöðuna í hans stað, Jón
Björnsson frá Svarfhóli, sem síðar verður getið.4
Árið 1906 festi Jón kaup á verslun Norðmannsins Johan Lange í
Borgarnesi. Um sama leyti urðu Jón frá Bæ og alnafni hans frá Svarf-
hóli mágar þegar sá fyrrnefndi kvæntist Helgu Maríu Björnsdóttur
frá Svarfhóli og fluttu þau hjónin í verslunarstjórabústaðinn undir
Búðar kletti í Borgarnesi 1907. Þeir mágar mynduðu félag um kaupin
á versl un inni og nefndu hana Jón Björnsson & co. Dagleg stjórn
félags ins var í höndum Jóns frá Bæ enda hinn enn bundinn samningi
við Kaup félagið. Ekki var ánægja Kaupfélagsmanna mikil með þessa
íhlutun Jóns í einkafélag í beinni samkeppni við Kaupfélagið, enda
hætti Jón frá Svarfhóli fljótlega störfum þar. Jón Helgason segir í bók
sinni Hundrað ár í Borgarnesi: „En af verzlun þeirra nafna er það að
segja, að hún efldist fljótt. Henni var stjórnað af dugnaði og árvekni,
3 Jón Helgason: Hundrað ár í Borgarnesi, Reykjavík 1967, bls. 137.
4 Jón Helgason: Hundrað ár í Borgarnesi, Reykjavík 1967, bls. 128-129.