Borgfirðingabók - 01.12.2010, Síða 112
112 Borgfirðingabók 2010
að veturinn 1924 varð verslunin Jón Björnsson & co gjaldþrota, en
það var að öðru leyti vel rekið félag en sligað af síldarskuldunum.
Þeir þurftu því að selja allar sínar eignir, en mikils metnir menn og
frændur Jóns lánuðu honum fé til að stofna nýtt verslunarfélag á
grunni þess gamla og var nefnt Verzlunarfélag Borgarfjaðar sem Jón
stýrði áfram. Þannig hélt fjölskyldan eignunum und ir Búðarkletti og
verslunarlóðinni. Vinir Jóns á Svarfhóli gerðu svo slíkt hið sama og
stofnuðu Verzlunarfélagið Borg sem Jón stýrði til ævi loka. Betur fór
því en áhorfðist og gerðust þeir báðir kaupmenn að nýju en höfðu
minni umsvif en áður.7
Kaupmannsheimilið
Enginn minnist á heimili Jóns og Helgu án þess að taka fram hversu
gestrisin þau voru, enda varð það með tímanum eitt gestkvæmasta
og stærsta heimili í Borgarnesi. Sérstaklega var Helga María rómuð
fyrir gestrisni sína, og sendiherrafrú sem ólst upp í Borgarnesi sagði
eitt sinn að Elinóra Roosevelt sómdi sér vel í boðum sínum en Helga
í Borgarnesi stæði henni ekki að baki um háttvísi og kunnáttusemi
við að fagna gestum.8
Vinir barna þeirra fóru ekki varhluta af góðum kynnum við þau
hjónin, því í minningargrein um Halldór Hauk Jónsson segir: „Ég
átti þess kost að dvelja á heimili Halldórs í nokkur skipti, en þar
var okkur tekið eins og einum úr fjölskyldunni. Foreldrar Halldórs,
þau Jón Björnsson frá Bæ og Helga María Björnsdóttir, voru rómuð
fyrir gestrisni og heimilisbragur allur hinn myndarlegasti. Bjuggu
þau í einkar snotru húsi við Brákarey í Borgarnesi, þar sem Jón rak
umfangs mikla sveitaverslun. Ég minnist þess ennþá hve Helga var
um hyggju söm við okkur unglingana og dekraði við okkur á alla
lund.“9
Ekkert hótel var rekið á fyrstu búskaparárum þeirra í Borgarnesi
og vegna staðsetningar kaupmannshjónanna við bryggjuna komu
ótal gestir þar á hverjum degi. Í minningargrein um Helgu Maríu
segir: „Ég held ég megi fullyrða, að á engu heimili á landinu, og er
7 Jón Helgason: Hundrað ár í Borgarnesi, Reykjavík 1967, bls. 186-188.
8 Jón Helgason: Hundrað ár í Borgarnesi, Reykjavík 1967, bls. 110.
9 Morgunblaðið 36.tbl, 13. febrúar 1992, bls 18. Minningargrein eftir Baldvin Jónsson.