Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 118
118 Borgfirðingabók 2010
og óhætt að segja að hlutur hennar í Skallagrímsgarðinum er afar stór.
Með henni í garðnefnd störfuðu ýmsar konur lengri eða skemmri tíma
og má þar meðal annarra nefna Guðrúnu Bergþórsdóttur, Guðrúnu
Árnadóttur, Jakobínu Hallsdóttur, Guðrúnu Georgsdóttur og margar
fleiri sem of langt mál yrði að telja.
Á hverju vori var ráðinn starfsmaður í garðinn og einnig unnu
kven félagskonurnar sjálfar mikið. Í fundargerðabókum kvenfélagsins
má sjá að í gegnum tíðina hafa fjölda margir lagt hönd á plóginn við
garð ræktina. Kvenfélagskonur fengu Unnstein Ólafsson, síðar skóla-
stjóra Garðyrkjuskóla ríkisins, til þess að skipuleggja garðinn. Nem-
endur frá Bændaskólanum á Hvanneyri unnu þar í mörg sumur og
voru í fæði og húsnæði hjá kvenfélagskonum á meðan. Árið 1945
komu nem endur Garðyrkjuskólans og hlóðu steinhæð þar sem komið
var fyrir íslenskum plöntum.
Kvenfélagið aflaði styrkja frá hreppnum, sýslunni, ríkinu, einstakl-
ingum, félögum og fyrirtækjum til að efla garðinn. Einnig var félagið
sjálft með margs konar fjáröflun og sem dæmi um það má nefna
happ drætti Skallagrímsgarðs árið 1967, en þar var aðalvinningurinn
málverk eftir Kjarval ásamt 18 glæsilegum aukavinningum. Í fundar-
gerð frá 1951 má lesa eftirfarandi: „Jónsmessuhátíð var haldin sunnu-
daginn 24. júní í Skallagrímsgarði. Veður var dásamlegt þann dag og
fór skemmtunin hið besta fram, aðsókn var ágæt. Einar Sæmundsen
flutti fyrirlestur um skógrækt, auk þess var happdrætti, íssala, sæl-
gæt is- og kaffisala. Hljómsveit lék á danspalli allan daginn meðan
skemmt unin stóð yfir. Ágóði af aðgangseyri, happdrætti og danspalli
Skallagrímshaugur. Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir.