Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 119

Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 119
119Borgfirðingabók 2010 var 2336,25 sem rennur til garðsins. Ágóði af kaffi og íssölu 610,00 fer til kvenfélagsins.“8 Í garðinum var lengi vel gróðurhús þar sem ræktuð voru blóm til nota fyrir garðinn, en einnig gat almenningur keypt þar blóm. Árið 1977 keypti kvenfélagið hús og lóð að Skallagrímsgötu 6. Áttu félags konur sér þann draum að endurnýja það eða byggja nýtt hús, en ekki varð neitt úr því. Húsið var ónýtt og að lokum var það brennt í maí 1981 og síðan jafnað um rústirnar og flutt burtu það sem ekki brann. Af lestri fundargerða kvenfélagsins má vel gera sér ljós hversu mikið starf það var fyrir lítið félag að annast garðinn. Því verður það árið 1989 að kvenfélagið afhendir sveitarfélaginu Borgarnes- kaupstað Skallagrímgarð til eignar og umhirðu. Fellur hann nú undir framkvæmdasvið bæjarins. Umsjónarmaður garðsins síðustu ár er Steinunn Pálsdóttir og hefur hún haft veg og vanda af umhirðu garðs- ins. Listaverk og minnismerki í garðinum Nafn sitt dregur garðurinn af Skallagrími Kveldúlfssyni, landnáms- manni á Borg. Í Egils sögu segir frá því að þegar Skallagrímur dó lét Egill sonur hans gera haug á framanverðu Digranesi. Haugurinn er til vinstri þegar gengið er inn í garðinn frá Borgarbraut. Þar segir sagan að Skallagrímur væri heygður ásamt hesti sínum, vopnum og smíðatólum. Egill átti son, Böðvar að nafni, hann drukknaði ungur í firðinum og sýnir lágmynd úr eir eftir dönsku listakonuna Anne Marie Carl-Nielsen Egil reiða lík hans til að leggja það í hauginn hjá Skallagrími. Hafði Egill stuttu áður misst annan ungan son, Gunnar að nafni. Var Egill mjög harmi þrunginn við lát sona sinna og orti þá hið þekkta kvæði Sonatorrek. Dætur Anne Marie Carl-Nielsen, þær Anne Marie Telmanyi list- mál ari og Irmelin Eggert og eiginmaður hennar dr. med. Eggert Möller prófessor gáfu íslenska ríkinu eirmyndina árið 1963. Þótti vel til fundið að myndinni væri komið fyrir í Borgarnesi og eignaðist hrepps nefnd Borgarness hana 13. september 1968. Var henni síðan komið fyrir þarna í næsta nágrenni við Skallagrímshaug þar sem hún á vel heima. 8 Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Skjalasafn Kvenfélags Borgarness. Fundargerðabók 1950- 1981.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.