Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 123
123Borgfirðingabók 2010
vatnaskilum sem verða þegar nýtt sameinað sveitarfélag fellur frá
þeim samningi árið 2004. Þá hefst þriðji kafli, sem minnir um margt
á upphafsárin þegar félagið stóð á eigin fótum við reksturinn.
Upphaf
Í fyrstu lögum Ungmennafélags Reykdæla, sem samþykkt voru á
stofnfundi þess, segir svo í 8. grein, „Fjelagið skal eiga bókasafn og
fara með það eftir reglugjörð er fjelagið setur“. Á fjórða fundi 21.
júní 1908 var kosin nefnd til að semja bókasafnsreglurnar. Kosningu í
hana hlutu Jón Hannesson, Jón Ívarsson og Ragnhildur Sigurðardóttir.
Þann 13. september sama ár er sjöundi fundur í félaginu og þar eru
reglur fyrir Bókasafn Ungmennafélags Reykholtsdals lagðar fram,
þeim er nokkuð breytt og síðan samþykktar. Reglurnar eru ekki
skráðar í gerðabókina, en þær eru nefndar af og til í fundargerðum
síðar og stöku sinnum tilgreindar breytingar á þeim. Haustið 1935 er
mönnum ekki kunnugt um nein lög fyrir bókasafnið og bókavörðum
falið að semja þau og leggja fyrir næsta aðalfund. Í fundargerð
332. fundar 10. október 1939 eru reglurnar skráðar í gerðabók, þá
sannanlega nokkuð breyttar frá upphaflegri gerð. Af þeim má nokkuð
lesa hvernig starfsemin hefur verið hugsuð og framkvæmd á þessum
árum. Fyrsta verk félagsins vegna bókasafnsins var að kjósa bókavörð
og aðstoðarbókaverði. Kosningu hlaut Vigdís Hannesdóttir og með
henni aðstoðarmenn „til að velja lestrarfjelagsbækur“, þeir Bjarni
Bjarnason og Brynjólfur Bjarnason. Tillögur um bókakaup voru síðan
lagðar fram á fundi um það bil mánuði seinna 18. október. Bókasafnið
er á þessum tíma oft og einatt kallað lestrarfélag í gerðabókum
enda var það heiti gjarnan notað um söfn í eigu almennings, sem
víða spruttu upp um aldamótin. Ekki hafa fundist heimildir fyrir
því að hér hafi verið til lestrarfélag fyrir daga ungmennafélagsins.
Ein vísbending um slíkt fannst í fundargerðum félagsins, en það
eru orð Bjarna Bjarnasonar á fundi 11. apríl 1909 er hann segir frá
bókagjöf sr. Guð mundar Helgasonar í Reykholti. „Hann ánafnaði
félaginu bækur, sem eru gamlar lestrarfjelagsleifar“. Þessi orð eru
þó ekki órækt vitni lestrarfélags hér. Sr. Guðmundur kemur prestur
í Reykholt árið 1895 frá Akureyri og fer þaðan 19083. Í hans fórum
3 Geir Waage (1990) Reykholt sögustaður fyrr og nú, 51