Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 126
126 Borgfirðingabók 2010
skýra mynd af þessu húsi: Inngöngudyr
voru á norðurstafni miðjum. Þegar
inn var komið var bókaskápur með
bókasafni til hægri en fatahengi til
vinstri“8 Skápurinn að tarna segir
ýmislegt um gang mála í bókasafninu
því hann ber nokkuð oft á góma í
fundargerðum. Bókum fjölgaði svo að
13. nóvember 1921 var talið brýnt að
stækka hann, tveimur árum seinna var
hann viðgerðar þurfi og Þórður Erlends-
son nefndur til viðgerðarinnar. Sumarið
1923 var skápurinn dýrk aður upp og úr
honum hurfu bækur og á ýmsu gengur,
þangað til bókaverði var falið að láta
smíða nýjan skáp á fundi 21. desember
1924. Á fundi 1. mars næsta ár lýsti Sveinn Sveinbjörnsson vilja til
þess að hafa bollaskáp félagsins í sambandi við skápinn, en það mun
hafa verið hlutskipti bókaskápsins á þessum árum að hýsa einnig
leir tau hússins. Hvort af endurnýjun eða stækkun varð verður ekki
séð á fundargerðum. Engin varð umræða um skápinn um langa hríð
allt fram til 3. júní 1943 að uppi voru enn áhyggjur af læsingu hans.
Þá var einnig skráð að nauðsynlega þyrfti að smíða bollaskáp fyrir
leir tauið svo ekki þyrfti að geyma það í bókaskápnum. Tilvitnanir í
fundar gerðum þá og síðar benda til þess að félagar hafi haft áhyggjur
af umgengni og umbúnaði bókanna í félagshúsinu. Á tímum gufu-
leiðslunnar í húsið stóð safninu að sjálfsögðu einnig ógn af gufunni,
sem sögð var eyðileggja bækur og hús á fundi 11. desember 1927.
Í ræðu sinni sem fyrr er getið sagðist Andrési Jónssyni svo frá
um húsið eftir stækkunina 1928: „Gamla húsið hafði alltaf verið
eitt herbergi, en það sem nú reis hafði auk salar að geyma forstofu,
leiksvið og eitt herbergi sem oftast var kallað kompan og gegndi
mörg um og óskyldum hlutverkum, var bæði eldhús, bókasafn, bún-
ings herbergi, sölubúð og fleira“9 Þetta sýnir að þarna hafa bækur
áfram átt samleið með leirtaui og ýmsum verkum. Eftir að húsið
8 Helgi J. Halldórsson (1983) Ungmennafélag Reykdæla 75 ára, 80
9 Helgi J. Halldórsson (1983) Ungmennafélag Reykdæla 75 ára, 83
Andrés Jónsson, Deildartungu.
Ljósmynd: Guðlaugur Óskarsson.