Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 136
136 Borgfirðingabók 2010
segja, að á þessu skeiði hafi mikill upplýsingahugur og fróðleiksfýsn
ungmennafélaganna orðið skipulaginu yfirsterkari. Líklegast hefur
það kostað nokkra rýrnun á bókakostinum og að bækurnar hafi ekki
haldist vel í bandinu. Þessar andstæður þekkja þeir sem reka al menn-
ings bókasöfn og segir mér svo hugur að í dag myndu margir bóka-
verðir heldur velja fyrri kostinn. Á aðalfundi 20. janúar 1944 var
mönn um nokkuð niðri fyrir vegna ástands í bókasafninu og Pétur
Jónsson bókavörður sagði að nú hefðu bókaverðir ákveðið að safna
saman öllum bókunum og fólk beðið um að skila hið fyrsta bókum
sem það hefði í fórum sínum. Bjarni Guðráðsson telur að upp frá
þessu hafi safnið hneigst til þess að lána eingöngu út úr Logalandi,
sér stak lega eftir að það var komið í herbergið við hlið sviðsins eftir
stækkun hússins 1946.
Mörg nöfn félaga má lesa í fundargerðum, sem komu að starfi við
bókasafnið. Slík upptalning yrði of langt mál, en fram að umskiptunum
sem urðu í rekstri safnsins árið 1957 komu eftirtalin nöfn sýnu oftast
fyrir: Andrés Jónsson og Magnús Bjarnason, sem báðir störfuðu í 11
ár fyrir safnið, Björn Sigurbjörnsson og Jakob Guðmundsson í 9 ár,
Þorsteinn Sigmundsson í 7 ár og Bjarni Halldórsson í 4 ár.
Umskipti
Samningur við sveitarfélagið
Með nýjum lögum um almenningsbókasöfn 1955 var sveitarfélögum
á Íslandi, eins og áður sagði, gert skylt að reka bókasöfn. Fréttir
berast af þessum lögum inn á fundi félagsins og í desember 1956
eru þau rædd. Auk þess er getið um nefnd sem hreppsnefnd hefði
skipað vegna nýju laganna. Eins og áður er rakið hafði félagið þegar
hneigst að því að stunda útlán á skipulegri hátt og búa betur um
safnið í Logalandi. Á aðalfundi 3. janúar 1957 er lagt fram erindi
Reyk holts dalshrepps þess efnis að félagið tæki að sér að reka sveita-
bóka safn. Þegar hófust umræður um málið og Andrés Jónsson og
Jakob Guðmundsson lýstu báðir þeirri skoðun sinni að best væri að
héraðsbókasafnið, sem stofnað var í Borgarnesi með tilkomu laganna,
tæki að sér þennan rekstur. Jakob taldi heppilegast að flytja safnið í
Borgarnes.34 Kjörin var nefnd á fundinum til að semja „álitsgerð í
34 448. fundur 3. janúar 1957