Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 138
138 Borgfirðingabók 2010
leyst þessa ágætu bók af hólmi. Þá hélt Bjarni einnig spjaldskrá
yfir bókakostinn og vann grundvallarstarf að skipulagi og uppröðun
safnsins, sem það hefur alla tíð búið að. Frá 1980 var unnið nokkurt
starf við flokkun og merkingu, auk þess merkt við eigur safnsins í
Íslenska bókaskrá. Það átti að auðvelda pöntun á spjaldskrárspjöldum,
sem þá var hægt að kaupa af miðlægri þjónustu í Reykjavík. Oft er
færð til bókar ósk bókavarðar um slík kaup, svo oft að helst minnir á
um fjöllun fyrr á árum um bókaskápinn góða, en tíminn leið og hvorki
leyfðu fjármunir eða kraftar að af því yrði. Með nýrri tækni opn aðist
möguleiki á að vinna verkið á fljótvirkari hátt, keypt var skráningar-
forritið Metrabók árið 1997, sem enn hefur ekki verið tekið í notkun.
Bókaverðir frá 1957 hafa verið: Bjarni Guðráðsson 1957-1975,
Hrafn hildur Sveinsdóttir 1975-1979, Jónína Eiríksdóttir 1979-1986,
Embla Guðmundsdóttir 1987, Ósk Guðlaugsdóttir 1987-1989, Guð-
rún Sigurðardóttir 1990-1995, Hugrún Óladóttir og Ragnhildur
Gests dóttir 1995-1998, Ragnhildur Guðnadóttir 1998-
Opnunartímar
Það var ekki fyrr en eftir að safnið flutti á loftið yfir eldhúsinu eftir
1946 að útlán verða eingöngu úr Logalandi og ekki á milli bæja líka.
Með enn nýrra fyrirkomulagi 1957 verða útlánin regluleg, ákveðin
einu sinni í viku þrjá stundarfjórðunga í senn frá 1. sept. til aprílloka
Logaland í dag. Ljósmynd: Magnús Magnússon frá Birkihlíð.