Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 139
139Borgfirðingabók 2010
og einu sinni í mánuði jafn langan tíma yfir sumarið. Hvert heimili
skyldi þá greiða fyrir lánsskírteini, sem gilti fyrir heimilismenn í eitt
ár, kr. 30. útlánstíminn var þrjár vikur og dagsektir reiknaðar kr. 0.25
á dag fyrir hverja bók, sem ekki var skilað á réttum tíma. Hver lánþegi
mátti fá lánaðar þrjár bækur og varð að undirrita yfirlýsingu um að
hann hlítti fyrirmælum um útlán, sem sett væru með reglugerðum
og lögum um almenningsbókasöfn. Ári seinna var sektunum breytt
í vikusektir, kr. 2 á hverja bók, og heimild veitt fyrir undanþágu á
fjölda bóka til hvers lánþega og lengd lánstíma. Ekki fer sögum af
innheimtu sekta vegna vanskila hin síðari ár hefur þeim ekki verið
beitt. Fyrst eftir að safnið flutti í nýtt hús næði 1974 var safnið opið
tvisvar í viku, eins og áður er getið. Með árunum skapaðist þó sú hefð
að safnið væri opið einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum.
Gjafir
Margir hafa gefið safninu bækur og fé til bókakaupa, en stærst mun
vera gjöf Gríms Þórðarsonar 1964, sem gaf um eitt þúsund bækur
til minningar um foreldra sína, Þórð Halldórsson og Ingibjörgu
Grímsdóttur, sem bjuggu í Brekkukoti, Skáneyjarkoti og síðast á
Kjal varar stöðum. Þá er einnig að nefna að foreldrar og systkini Sig-
mund ar Einarssonar í Gróf gáfu félaginu fjárupphæð á 70 ára afmæli
félagsins 1978, sem varið skyldi til kaupa á ljóðabókum í minningu
Sig mund ar. Þessar bækur voru afhentar safninu á 75 ára afmæli
félags ins 1983.
Annað starf
Þegar fjárþröng hefur sótt að safninu hafa forráðamenn þess sótt eftir
hjálp samfélagsins með ýmsu móti.
Jólakort
Fjármál safnsins höfðu sigið nokkuð á ógæfuhliðina í byrjun áttunda
áratugarins og varð þá að ráði á haustdögum 1983 að gefa út jólakort
til að lífga upp á tekjurnar. Leitað var til Páls Guðmundssonar
listamanns í Húsafelli og gaf hann bókasafnsnefndinni leyfi til að
gefa út kort með mynd af hesti í vetrarkulda. útgáfan stóð undir