Borgfirðingabók - 01.12.2010, Side 149
149Borgfirðingabók 2010
sem sér okkur fyrir kaffi og meðlæti á fundum, skemmtinefnd sér
um að hafa alltaf eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt á dagskrá,
íþróttanefnd sér um hreyfinguna, þá aðallega „Boccia“, en þeir aðilar
sem það spila hafa farið á mörg mót og komið heim með verðlaun.
Ferðanefnd undirbýr og skipuleggur allar ferðir og síðast en ekki síst
er starfandi danshópur, sem kemur alltaf saman einu sinni í viku yfir
vetrarmánuðina.
Á vegum Íþróttahússins hér í Borgarnesi getur fólk farið í sund-
leik fimi og sérupphitaða laug einu sinni í viku. Frír aðgangur er í
laug ina fyrir 67 ára og eldri.
Farnar eru leikhúsferðir, oftast tvær yfir veturinn, sérstaklega ef
verið er að sýna leikrit í heimabyggð. Þá er farin ein dagsferð að
sumrinu til og hafa þær verið afar skemmtilegar og tekist vel. Þorra-
blót eru á hverju ári, sameiginleg með Akurnesingum og félög um
úr Borgarfjarðardölum og eru haldin til skiptis í Borgarnesi og á
Akranesi. Í upphaf vetrarstarfs komum við saman, fólk úr öllum þrem-
ur félögunum, og höfum skemmtidagskrá og kaffihlaðborð. Þetta er
góður siður til að sameina fólkið fyrir veturinn. Kór eldri borgara,
„Gleðigjafinn“, starfar sjálfstætt, og í hann eru allir velkomnir, en
þátt taka ekki bundin við félagið.
Það er mjög gefandi að starfa í þessum félagsskap. Eldra fólk hef-
ur frá svo mörgu skemmtilegu að segja frá sínum uppvexti og þess
njót um við, sem yngri erum.
Ég vil hvetja fólk að ganga í félagið við 60 ára aldur, en við höfum
þann háttinn á að senda öllum þeim sem verða sextugir boðsbréf að
ganga til liðs við okkur. Það þarf enginn að vera hræddur um að verða
tekinn strax í stjórn þó að ég hafi orðið fyrir því. Það er bara áhuginn
sem stjórnar því. Og endilega að mæta á fundina, það er ótrúlega
gef andi. Ég óska félaginu farsældar á komandi árum og vona að það
starfi sem allra lengst.