Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 151
151Borgfirðingabók 2010
Tónlistarfélag Borgarfjarðar 2008-2009
42. starfsár – yfirlit
Við enduróm af ljúfum tónum afmælisársins hóf félagið sitt 42. starfs-
ár með glæsibrag. Haldnir voru viðamiklir Vínartónleikar í Reyk-
holts kirkju laugardagskvöldið 11. október. Þar komu fram Guðrún
Ingi mars dóttir sópransöngkona, fædd og uppalin á Hvanneyri, ásamt
hljómsveit. Í henni voru þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Pálína Árna dóttir
fiðluleikarar, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Hávarður Tryggva-
son kontrabassi, Martial Nardeau flauta, Sigurður Ingvi Snorra son
klarínetta, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó og Pétur Grétars son
slagverksleikari. Þetta verkefni var sérstaklega styrkt af Menn ingar-
ráði Vesturlands.
Félagið hélt aðra tónleika starfsársins laugardaginn fyrir fyrsta
sunnu dag í aðventu, 29. nóvember, í samvinnu við Reykholtskirkju
og Borgarfjarðarprófastsdæmi. Þar lék Hljómskálakvintettinn, Bragi
Bergþórsson tenór söng og meðleikari hópsins var Björn Steinar
Sólbergsson organisti. Kvintettinn skipuðu Ásgeir H. Steingrímsson,
Sveinn Þ. Birgisson, Þorkell Jóelsson, Oddur Björnsson og Bjarni
Guð munds son.
Eftir áramót, 27. mars, voru haldnir tónleikar að Hótel Hamri þar
sem fram komu Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Ragnheiður
Gröndal söngkona ásamt Ómari Guðjónssyni gítar, Davíð Þór Jónssyni
píanó, Óskari Guðjónssyni saxófón og Matthíasi MD Hem stock
trommur.
JÓNÍNA EIRÍKSDÓTTIR