Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 152
152 Borgfirðingabók 2010
Lokaverkefni vetrarins, hið fjórða í röðinni, voru tónleikar Kamm-
er kórs Langholtskirkju í Logalandi sunnudagskvöldið 24. maí. Dag-
skráin var með jazzívafi. Þar var boðið upp á jazzstandarda, sem út-
settir voru af Árna Ísleifssyni, verk eftir Lennon & McCartney, Nils
Lind berg, Milton Drake & Ben Oakland, Anders Edenroth og Bobby
Troup. Stjórnandi kórs og tónlistarflutnings var Jón Stefánsson.
Hljóðfæra leikarar með kammerkórnum voru Einar Valur Scheving
tromm ur, Kjartan Valdemarsson píanó, Sigurður Flosason saxófónn og
Valdimar K. Sigurjónsson kontrabassi. Þessir tónleikarnir voru m.a.
styrktir af Menningarráði Vesturlands.
Félagar í Tónlistarfélagi Borgarfjarðar teljast vera um eitt hundrað.
Þeir fá sendan greiðsluseðil að hausti og þetta ár var árgjaldið kr. 4500
(fjögurþúsundogfimmhundruð). Fyrir það fá félagar aðgang fyrir tvo að
öllum tónleikum félagsins. Aðrar tekjur hefur félagið af styrkjum. Þar
má nefna Tónlistarsjóð Menntamálaráðuneytis, Menningar ráð Vestur-
lands, Menningarnefnd Borgarbyggðar og Borgarfjarðar prófasts dæmi.
Einnig má sérstaklega geta Landbúnaðar háskólans fyrir styrk vegna
prentunar á dreifibréfi og kirkjurnar í Borgarnesi og Reykholti hafa
sýnt félaginu greiðasemi og velvilja ýmis konar. Stjórn in þakkar öllum,
sem sýna félaginu hlýhug og stuðning og óskar því blómlegs starfs um
langa framtíð.
Í stjórn eru Anna Guðmundsdóttir á Borg, Jónína Eiríksdóttir á
Klepp járnsreykjum, Margrét Guðjónsdóttir á Hvassafelli og Steinunn
S. Ingólfsdóttir á Hvanneyri.
Bragi og Hljómskálakvintettinn í Reykholtskirkju. Eigandi myndar: Tónlistarfélag
Borgarfjarðar.