Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 173
173Borgfirðingabók 2010
hreppa utan Skarðsheiðar stóð fyrir dyrum. Einnig var haldin Góugleði
með svipuðum hætti árið eftir.
Sunnudaginn 18.10.2009 var haldið kaffiboð í Fannahlíð í tilefni
af 70 ára afmæli félagsins. Skemmtinefnd sá um veitingar. Mættu
þar 80 manns, félagar, fyrrverandi félagar, sveitastjórnarmenn og
fleiri góðir gestir. Rifjuð var upp saga félagsins frá upphafi og tveir
elstu starfandi félagar voru heiðraðir, þeir Oddur Sigurðsson frá
Litlu-Fellsöxl, sem gekk í félagið 1947 og Guðjón Guðmundsson
frá Arkarlæk, sem gekk í félagið 1948. Þeir eru því búnir að starfa
í félaginu í rúm 60 ár. Hafa þeir verið aðal drifkrafturinn í félaginu
lengst af og skipst á að vera formenn síðan ég man eftir. Almennt
var fólk ánægt með að koma saman og rifja upp eldri tíma og drekka
kaffi með. Einnig var gefið út afmælisrit í desember 2009, þar sem
farið er yfir sögu félagsins frá upphafi í máli og myndum.
Strax í upphafi var talað um að byggja samkomuhús og voru
ýmsar hugmyndir uppi um hvernig ætti að fjármagna það. Til dæmis
var farið í að færa upp mó á Vallanesi og selja.
Það dróst nokkuð að hafist yrði handa við framkvæmdir. Var það
aðallega vegna fjárskorts. Það var svo á miðju ári 1952 að grafið
var fyrir grunni hússins. Kjallari var svo steyptur upp fyrir veturinn.
Síðan gekk hægt og lágu framkvændir niðri um tíma. Raddir voru
uppi um að hætta við bygginguna vegna fjárskorts, en það varð ekki
úr. Samkvæmt skráðum heimildum var talsvert unnið í húsinu 1958.
Árið 1959 er unnið mikið við húsið bæði af félagsmönnum í sjálf-
boða vinnu og smiðum meira og minna allt það ár. Greinilega er stefnt
að því að gera það nothæft fyrir áramót. Þann 28. desember 1959 er
haldin jólatrésskemmtun í fyrsta sinn í húsinu.
Fyrsta þorrablótið er svo haldið 23.janúar 1960.
Enn er unnið í húsinu 1960 við smíði og lagfæringar.
Kennsla er hafin í Fannahlíð veturinn 1959-1960. Er þá sviðið
notað sem kennslustofa. Skólaskemmtun er haldin 19. mars 1960.
Vert er að geta þess að kvenfélagið vann einnig talsvert við bygg-
ingu hússins, einkum eftir að það komst undir þak. Það eru mörg
hand tök við byggingu eins félagsheimilis.
Samið var um skiptingu eignarhalds á húsinu sem hér segir:
Skógræktarfélagið 25%, kvenfélagið 25% og hreppurinn 50%.
Húsið var stækkað 1982 í núverandi stærð. Sá hreppurinn alfarið
um að fjármagna þá framkvæmd, enda hagur hans farinn að vænkast
nokuð. En félagar lögðu einnig fram talsverða sjálfboðavinnu við