Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 175
175Borgfirðingabók 2010
næstu 20 árin. Ekki hafa fundist skráðar upplýsingar um hve mikið
var gróðursett á þessum árum fram til 1978. Sum árin hefur lítið eða
ekkert verið sett niður. Aftur var stækkað 1983. Nautagirðingin fyrir
neðan Selhæð. Hún afmarkast af fyrra landi, landamerkjum Litlu-
Fellsaxlar og gamla Akrafjallsvegi. Var þetta rtalsverð stækkun,
ca. 25 ha spilda. Kaffiskúrinn Furuhlíð var fenginn 1986 og settur
niður undir Selhæð. Var þetta vinnuskúr frá Trésmiðjunni Akri.
Keyptur með fjárstyrk frá hreppnum. Var þetta mikill fengur fyrir
félagið. Nú var hægt að setjast niður eftir gróðursetningu á kvöldin
og ræða málin yfir kaffibolla. Þarna var einnig hægt að halda fundi
félagsins. Á 60 ára afmæli félagsins færði Skilmannahreppur okkur
rafmagnsheimtaug í húsið frá Fannahlíð. Þá var þetta orðið lúxushús
með ljósi og hita. Um sviðað leyti fengum við vatnsleiðslu einnig frá
Fannahlíð.
Meira land var fengið tíu árum síðar, austan Akrafjallsvegar, þar
sem heitir Álfholt. Afmarkast það af Akranesvegi, Urriðaá og Sellæk.
Síðasta stækkun var 2003, sem nær upp á brekkubrún í norðaustur frá
Fanna hlíð og að þjóðvegi 1. Búið er að gróðursetja í stóran hluta þess
lands. Félagið hefur nú til umráða 75 hektara lands. Er það samfellt
land, sem er þó skorið sundur af gamla Akrafjallsveginum sem er nú
reiðvegur.
Plantað hefur verið um það bil 170 þúsund plöntum í svæðið
síðan 1978. Lengra aftur nær ekki okkar listi yfir gróðursetningar.
Þó má ætla að fjörutíu árin þar á undan hafi verið plantað 15 20.
þúsund plöntum. Einnig var gerður samningur um gróðursetningu í
Melahverfi kringum byggðina þar. Er það að mestu fullplantað svæði.
Skilmannahreppur hefur stutt vel við félagið, bæði með útvegun
lands og með beinum fjárstuðningi og velvild. Nýr sameinaður hrepp-
ur, Hvalfjarðarsveit, hefur einnig verið okkur velviljaður og með al
annars ákveðið að leiguland það sem við höfum til umráða verði ekki
tekið undir annað eða selt. Erum við þakklát fyrir það.
Landið sem við höfum er að mörgu leyti gott land, þó er það víða
blautt. Það blautasta hefur verið þurrkað talsvert. Þurrkun lands til
skógræktar er umdeild framkvæmd og ekki á stefnuskrá skógræktar-
manna. En það er mikill munur á hvað trén vaxa hraðar í þurru landi
en blautu. Það höfum við mörg dæmi um í okkar landi. Grasvöxtur
í mýrinni er víða talsvert mikill, jafnvel svo að hann vill kæfa litlar
plöntur. En grasið hlífir líka plöntunum meðan þær eru að ná sér á